15.2.2014 | 01:34
Fyrsti vorboðinn?
Eitt fyrsta merki um að vetri fari að halla er þegar sól hækkar svo á lofti að hún nær að hita land nægilega mikið til þess að (skyn-)varmi streymi frá því til lofts en ekki öfugt. Í upphafi gerist þetta aðeins rétt um og upp úr hádegi. Þetta er langgreinilegast yfir auðri jörð en getur líka gerst yfir snjó ef sólinni tekst að hita yfirborð hans þannig að það verði hlýrra heldur en loftið.
Nauðsynlegt er að halda utan um varmabúskap allan í veðurlíkönum - mikil orka fer m.a. í það að bræða snjó, miklu meiri heldur en að hita þurrt yfirborð lands um fáein stig þannig að það verði hlýrra heldur en loftið. Á svipuðum tíma í fyrra fórum við að fylgjast með snjóalögum á landinu í harmonie-veðurlíkaninu. Við notum orðið sýndarsnjór (eða sýndarsnjóalög) um snjóinn í líkaninu til aðgreiningar frá þeim raunverulega sem hylur landið.
Líkanið er látið mæla snjómagnið í kílóum á fermetra - en ekki í sentímetrum. Lítum á sýndarsnjóinn eins og hann var um hádegi í dag (föstudaginn 14. febrúar).
Kortið skýrist talsvert sé það stækkað (opnið myndina tvisvar). Snjórinn er mestur á Öræfajökli, um 6,7 tonn á fermetra, en síðan koma Mýrdalsjökull með 5,1 tonn á fermetra og Drangajökull með 4,9 tonn. Aðrir jöklar og fjöll eru hulin talsvert minna magni. Líkanið segir um 450 kg á fermetra þar sem mest er á Esjunni. Láglendi um allt sunnan og vestanvert landið er alautt og margir dalir nyrðra og eystra líka. Að sögn líkansins er lítill snjór á Þjórsár- og Tungnársvæðinu og sömuleiðis á stórum svæðum á Kili.
Nú verður að minna á að enn eru tveir og hálfur mánuður eftir af vetri og líklegri viðbótarsnjósöfnun á hálendinu og í snjóþungum sveitum. Sömuleiðis er rúm fyrir töluverðan og jafnvel þaulsetinn snjó á svæðunum sem eru auð á kortinu áður en vetri linnir. Það hefur gerst 12 sinnum á síðustu 93 árum að mars hefur átt flesta alhvíta daga vetrarmánaðanna í Reykjavík. Því sæti verður að vísu erfitt að ná í ár vegna þess að alhvítir dagar voru 22 í desember síðastliðnum og svo margir eða fleiri hafa alhvítu dagarnir aðeins orðið þrisvar á árunum 93. - En hver veit?
Lítum þvínæst á skynvarmaflæðisspá líkansins um kl.15 á morgun (laugardag 15. febrúar).
Grænir litir sýna þau svæði þar sem varmi streymir úr lofti til jarðar - loft er hlýrra heldur en yfirborðið. Landið er mjög grænt, en við sjáum að allmörg þeirra svæða sem auð eru á snjóalagakortinu að ofan eru lituð rauðbrún - þar er land hlýrra heldur en loft - í líkaninu. Tölur og litir sýna Wött á fermetra.
Sjórinn kringum landið er alls staðar hlýrri heldur en loftið eins og vera ber í norðanátt (sjá vindörvarnar). Sjá má að skynvarmaflæðið fer mjög eftir vindhraða - loftið blandast betur eftir því sem vindhraði er meiri og kalt loft nær greiðara sambandi við yfirborðið. Kunnuglegir vindstrengir koma vel fram - og einnig stífla úti fyrir Norðurlandi þar sem loft hægir á sér - áður en komið er inn á land.
Ef kortið er skoðað í smáatriðum má sjá að líkanið telur að helstu vötn landsins séu íslaus - þar á meðal er Öskjuvatn. Ekki veit ritstjórinn hvort það er rétt - en í líkaninu er sérstakt undirforrit sem segir því hvað það á að gera við loft yfir stöðuvötnum. Þar á líkanið að búa til ís sé tilefni til þess - en einhver vandamál hafa verið með slíkt. Sömuleiðis eru ákveðin vandamál uppi þar sem líkanið rekst á (forskrifaðar) mýrar- eins og virðist vera uppi á teningnum yfir Arnavatnsheiði - þar er alhvítt - en samt er þar sérstakt hámark varmaflæðisins, rétt eins og öll vötnin óteljandi smyrjist út yfir alla heiðina.
Já, við líkansmíði er að mörgu að hyggja.
Í dag endaði frostleysutímabilið langa á Vattarnesi, lágmarkshiti á miðnætti var -0,1 stig. Ekki verður febrúar frostlaus þar í ár. Febrúar hefur fram að þessu verið mjög hátt á hitalistum, en mun hrapa eitthvað næstu daga. Fyrstu 14 dagarnir eru í 10. sæti í Reykjavík af síðustu 66 árum og meðalmorgunhitinn í Stykkishólmi er í 22. sæti af 169 - langt ofan við miðja töflu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 28
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 2475
- Frá upphafi: 2434585
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 2199
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Kærar þakkir Trausti fyrir athyglisverðar upplýsingar:
"Það hefur gerst 12 sinnum á síðustu 93 árum að mars hefur átt flesta alhvíta daga vetrarmánaðanna í Reykjavík. Því sæti verður að vísu erfitt að ná í ár vegna þess að alhvítir dagar voru 22 í desember síðastliðnum og svo margir eða fleiri hafa alhvítu dagarnir aðeins orðið þrisvar á árunum 93."(sic)
Á mannamáli: Í desember 2013 voru alhvítir dagar í Reykjavík 22 sem setur mánuðinn í þriðja sæti yfir síðustu 93 desembermánuði í Reykjavík!
... og ekki verður febrúar frostlaus í ár :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 12:36
Takk ævinlega fyrir góða og fræðandi pistla, Trausti.
Já, satt hjá Hilmari, febrúar verður svellkaldur og ekkert útlit fyrir að það hlýni verulega á næstunni svo að klakinn og svellið hverfi í bráð.
Klakinn situr enn sem fastast - Langvarandi svellbunkar fram á vor
Ekkert bendir því til að klakinn sem er víða, sé á förum.
Ég er farinn að sætta mig við að klakinn sé orðinn hluti af götumyndinni þar sem ég bý í einum að úthverfum borgarinnar. Því verð ég (og aðrir) að lifa við klakann sem hluta af tilverunni næstu mánuðina.
Helsta breytingin á loftslagi á Íslandi - Veðrið er orðið stöðugra
Margir tala um loftslagsbreytingar og að þær muni valda þeim breytingum á veðri að loftslag hlýni. Ekki verð ég mikið var við það.
Helsta breytingin sem ég hef séð undanfarin ár er að veðráttan er orðin stöðugri, þ.a. sama veðrátta ríki nú vikum ef ekki mánuðum saman.
Gott dæmi um þetta er sl. sumar þegar sama veðurkerfi ríki svo mánuðum saman, þ.e. rigning frá lokum apríl og fram í miðjan september., og svo nú í vetur, austlægar áttir svo vikum skiptir með hita rétt í kringum frostmark.
Gamlir brandarar um veðrið á Íslandi gilda ekki lengur
Eflaust muna margir eftir þeim tíma þegar veðrið var síbreytilegt á Íslandi og fólk gat upplifað ýmis konar veðurfar á einum degi.
Frægur er brandarinn um það sem sagt var við útlendinga sem kvörtuðu yfir veðrinu hér á landi, þá var nóg að segja við þá; "if you don´t like the weather, just wait 15 minutes and the weather will change". Þessi brandari á ekki lengur við nú um stundir, því sama veðrátta varir svo vikum ef ekki mánuðum skiptir, eins og fram kemur hjá mér hér ofar.
Björn Logason (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 13:48
Nú er spurning hvort Hungurdiskar séu helfrosnir og fyrsti vorboðinn feigur?
"Metkuldar
Í nótt mældist mikið frost á landinu. Á Neslandatanga við Mývatn fór það niður í -28,2 stig. Það mun vera dægurmet fyrir kulda fyrir 18. febrúar á landinu frá 1949! Gamla metið var aðeins -20,2 stig og var mælt í Reykjahlíð við Mývatn árið 1966. Dagurinn stóð óneitanlega vel við höggi með sitt hæsta dagslágmark fyrir allan mánuðinn! Mesti kuldi sem mælst hefur í öllum febrúar á landinu er -30,7 stig hinn 4. árið 1980 í Möðrudal."
> (18.2.2014 | 13:08 - http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/1356630/#comment3495600)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 17:11
Það má kannski vekja athygli á því að dagshitakuldameti núna er ósköp mikið í stíl við önnur dagshitamet um þetta leyti. Hvað það var lágt þar til nú var bara grís og tilviljun. Og alveg áreiðanlega boðar nýja metið ekki ísöld og þaðan af síður heimsendi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.2.2014 kl. 00:28
Ég verð að segja, að ég er orðinn svolítið þreyttur á þessu einsleita veðri sem ríkt hefur hér í vetur alveg síðan um miðjan október.
Veðurfar hefur verið einsleitt í allan vetur
Það hafa verið endalausar austlægar eða norð-austlægar áttir, all hvassar, svo til í allan vetur með hitastigi í besta falli rétt ofan við frostmark, og á tíðum verulega undir frostmarki.
Þetta er farið að verða eins og í Bandarísku bíómyndinni "Ground Hog Day" þar sem aðalsöguhetjan finnst hann vera upplifa sömu dagana aftur og aftur, svo einsleit er tilveran hjá honum.
Einu undantekningarnar frá þessu einsleita veðri hafa verið all góður hlýindakafli í lok nóvember, mikil snjókoma upp úr miðjum desember og fram yfir jólahátíðir, og svo einn og einn dagur sem hefur verið öðruvísi en þessar eilífu austlægu áttir.
Veðurfar á Íslandi orðið tilbreytingarlaust
Mikið vildi ég nú að veðurfarið fari nú að breystast. Ég er farinn að óska þess að við fáum sama veðurkerfi og við höfum allt síðastliðið sumar, suðlægar áttir með rigningu. Þá fyrst gætum við farið að sjá hinn eilífa klaka sem fest hefur rætur hér, farið að hverfa. Þetta yrði sannarlega krydd í tilveruna að fá svona veðurkerfisbreytingu.
Spáin framundan segir óbreytt veðurfar - Auðvelt orðið að spá fyrir um veðurfar
Allar langtímaspár segja að hér verði óbreytt veðurfar næstu vikurnar, austlægar áttir með all hvössum vindum og hita rétt undir frostmarki.
Veðrið er orðið svo einsleitt og fyrirsjáanlegt, að við getum við nokkurri vissu sagt fyrir um það hvernig veðrið verður hér eftir ca. einn mánuð, þ.e. ca. 20. mars.
Mín spá fyrir vikuna 20. - 28. mars er því að hér verði áfram austlægar til norð-austlægar áttir með all hvössum vindum og hita rétt yfir frostmarki. (Fram að þessum spátíma mínum verða svo auðvitað austlægar til norð-austlægar áttir með all hvössum vindum og hitastigi rétt undir frostmarki).
Björn Logason (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 10:26
Já, það er merkilegt hvað Trausti er þögull þessa dagana. Eftir "vorboðann" hefur ekkert heyrst í honum . Kannski ekki skrítið því eitthvað mesta frost sem hefur komið á landinu í vetur, kom rétt eftir að hann sleppti orðinu (28 stiga frost við Mývatns og svo aðeins meira við Svartárkot í Bárðardal sl. nótt).
Trausta til varnar má þó benda á að hann var duglegur að benda okkur á kuldametin í nóvember. Þó hefði ég óskað að hann tæki upp fyrri iðju nú í febrúar þegar enn meira frost er að mælast en í nóvember.
Met eru jú alltaf met, þó það séu kuldamet, eða er ekki svo?
Torfi Kristján Stefánsson, 19.2.2014 kl. 20:29
Mikil raun er stundum að lesa athugasemdirnar á þessari bloggsíðu. Það kemur fram strax í upphafi færslunar um hvað hún er: ''Eitt fyrsta merki um að vetri fari að halla er þegar sól hækkar svo á lofti að hún nær að hita land nægilega mikið til þess að (skyn-)varmi streymi frá því til lofts en ekki öfugt. Í upphafi gerist þetta aðeins rétt um og upp úr hádegi. Þetta er langgreinilegast yfir auðri jörð en getur líka gerst yfir snjó ef sólinni tekst að hita yfirborð hans þannig að það verði hlýrra heldur en loftið.'' Um þetta árlega fyrirbæri fjallar bloggfærslan en ekki það að vorið sé handan við hornið. En skilningsleysi athugasemdara er svo bætt upp með háði og spotti.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.2.2014 kl. 11:58
Björn Logason - Sammála, viðurkenni afstöðu þína á veðrinu hér og deili henni.
Íslenskt veður = þreytandi og tilbreytingalaus austanstæð leiðindi(síðasta sumar undanskilið).
Óðinn (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.