26.1.2014 | 01:58
Hvar er kalda loftið?
Hiti er enn langt yfir meðaltali hér á landi - sama hvaða meðaltal það nú er sem við miðum við. Hitinn í Reykjavik og á Akureyri er enn inni á topp tíu hlýrra janúarmánaða - en hrapar sennilega nokkuð þessa sex daga sem eftir eru af mánuðinum.
Í heiðskíru veðri og hægum vindi þarf ekkert að flytja inn kulda - hann býr sig til sjálfur. Heimatilbúni kuldinn er þó fljótur að víkja hreyfi vind - hann er grunnur og blandast fljótt innfluttu lofti ofar. Það innflutta loft sem einmitt nú er á markaðnum er ekki sérlega kalt og hlýrra en að meðaltali. Hlýja svæðið er mjög umfangsmikið - marga daga tekur að beina kaldara lofti til okkar.
Við lítum sem oftar á 500 hPa hæðar- og þykktarkort sem nær yfir norðurslóðir og sýnir vel hvar kuldinn heldur sig. Kortið er úr smiðju evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir um hádegi mánudaginn 27. janúar. Þetta er langur texti sem flestum finnst sjálfsagt leiðinlegur - en leggjum á djúpið.
Norðurskautið er rétt ofan við miðja mynd og Ísland er þar fyrir neðan. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, þar sem þær eru þéttar er vindur stríður. Litir sýna þykktina - hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því minni sem hún er því lægri er hitinn. Mörkin á milli grænu og bláu litanna er sett við 5280 metra.
Á kortinu eru bláu litirnir sex, litaskil eru við 5220m, 5160m, 5100m, 5040m og 4980m. Fjólubláu litirnir byrja við 4920metra. Á þeim kvarða sem hér er notaður geta þeir mest orðið fjórir. Ef vel er að gáð má sjá að þeir eru hér þrír í báðum kuldapollunum stóru (sé kortið stækkað ætti liturinn sem sýnir þykkt sem er minni en 4800 metra að sjást á smábletti rétt norðan við Efravatn á landamærum Bandaríkjanna og Kanada).
Fjólublái liturinn leggst nærri því aldrei yfir Ísland - nærri því aldrei. Hann kemst þó stöku sinnum í námunda við það, síðast í kuldakastinu mikla í fyrstu viku desembermánaðar síðastliðins þegar frostið fór í -31,0 stig við Mývatn.
Ef 20 metrar eru í hverri gráðu ætti þykktin 5160 að gefa okkur um 4 stig undir meðallagi. Það er kalt en hann fer að bíta þegar þykktin fer undir 5100 metra - 6 stig undir meðallagi. Takið þumalfingurregluna um samband hita (við sjávarmál) og þykktar þó ekki of bókstaflega - þetta er gagnleg regla en ekki löggiltur kvarði.
Lítum nú aftur á kortið. Þar er langt frá Íslandi í fjórða bláa litinn (neðan 5100m). Á breiðu svæði frá Íslandi og norður til norðurskauts eru jafnhæðarlínur gisnar og óreglulegar, vindátt er breytileg og frekar hæg og lítill skriður á lofti. Fádæma hlýindi eru yfir Alaska - en þar eru jafnhæðarlínur þéttari og þó nokkur hreyfing á hlutunum.
Horfum nú á kuldapollana. Hér á hungurdiskum höfum við til hægðarauka kallað þann ameríska Stóra-Bola. Við skulum gera það áfram. Ástæða þess að þessi nafngift hefur orðið fyrir valinu er fyrst og fremst sú að enn skortir hæfilega íslenska þýðingu á því sem á ensku nefnist oftast "polar vortex". Alla vega er ritstjórinn ekki ánægður með neina uppástungu. Það stafar aftur af því að á bakvið enska heitið dyljast þrjú mismunandi fyrirbrigði sem aftur veldur sífelldum ruglingi í fréttum af ameríska kuldakastinu sem nú gengur yfir - menn æsa sig jafvel yfir hugtakaruglingnum. Svo við skulum bara halda áfram að kalla þetta Stóra-Bola þar til þrjú íslensk nöfn finnast um þrenninguna. Þau munu falla af himnum ofan einhvern daginn.
En Stóri-Boli er ekki á sínum stað. Hann er nú mun sunnar en venjulegt er og ef vel er að gáð sést að hann er enn að bylta sér, jafnhæðar- og jafnþykktarlínur ganga mjög á misvíxl. Takið t.d. eftir því að í vesturjaðri hans skera margar jafnhæðarlínur þykktarlágmarkið - rétt eins og það sé ekki þarna.
Þetta er mjög ólíkt því sem er í kringum hinn risastóra Síberíu-Blesa. Þar fylgir kaldasta loftið lægðarmiðjunum - jú, þær hreyfast en aflaga ekki þrýstisviðið á stórum landsvæðum eins og Boli gerir vestra. Það getur þó breyst á svipstundu sparki hlýtt loft í belginn.
Eigi að kólna verulega hér á landi þarf annað hvort að koma kuldi úr vestri ættaður í byltum Stóra-Bola eða úr norðri úr stuttum bylgjum á norðurjaðri Síberíublesa sem um síðir gætu brotið sér leið að Norðaustur-Grænlandi og þar með líka okkur.
Spár gera reyndar ráð fyrir því að hingað berist smáskot úr suðvestri um og upp úr miðri viku. Suðvestanáttin fer stundum niður fyrir 5100 metra þykkt, en er yfirleitt mjög fljót að jafna sig. Grænland stíflar flest úr vestri - en þó kemur fyrir að kalt loft berist úr þeirri átt. Ekki er því spáð að sinni.
Síberíu-Blesi er að senda smábylgjur yfir norðurskautið - en engin þeirra á að ná til Íslands á næstunni - sé að marka tíudagaspár.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1036
- Sl. sólarhring: 1116
- Sl. viku: 3426
- Frá upphafi: 2426458
Annað
- Innlit í dag: 924
- Innlit sl. viku: 3080
- Gestir í dag: 897
- IP-tölur í dag: 830
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.