Hlýindi síðustu daga

Þótt við séum langt frá öllum metum má vel geta þess að hiti síðustu 30 daga er nú að komast upp fyrir meðaltal síðustu tíu ára - langt ofan meðaltalsins 1961 til 1990.

Þetta er svona á fáeinum stöðvum:

stöðmhitivik nafn
11,000,11 Reykjavík 
1780,25-0,30 Stykkishólmur
252-0,30-0,44 Bolungarvík
422-0,130,51 Akureyri
6202,220,76 Dalatangi

Reykjavík er rétt ofan við meðaltalið en Akureyri komin 0,5 stig upp fyrir það og Dalatangi 0,8 stig. Norðvesturhluti landsins þar sem veðrið hefur verið verst upp á síðkastið liggur enn neðan hlýindaárameðaltalsins.

En lítum líka á fyrstu níu daga janúarmánaðar:

stöðár tímabil mhitivik6190 stöð
12014 1. til 9. janúar  2,843,45 Reykjavík 
1782014 1. til 9. janúar  1,162,54 Stykkishólmur
4222014 1. til 9. janúar  1,854,35 Akureyri
6202014 1. til 9. janúar  3,193,11 Dalatangi
7052014 1. til 9. janúar  4,455,4 Höfn
         
      vik0412  
12014 1. til 9. janúar  2,842,02 Reykjavík 
1782014 1. til 9. janúar  1,160,66 Stykkishólmur
2522014 1. til 9. janúar  0,090,1 Bolungarvík
4222014 1. til 9. janúar  1,852,34 Akureyri
6202014 1. til 9. janúar  3,191,53 Dalatangi
7052014 1. til 9. janúar  4,453,96 Höfn

Efri taflan sýnir samanburðinn við 1961 til 1990 - Höfn er 5,4 stigum ofan þess meðallags, en nærri 4 stigum ofan við hlýindaárin. Bolungarvík liggur í því meðaltali (það er opinberlega ekki til fyrir þá stöð 1961 til 1990 - en er auðvitað til samt).

Janúar fer þannig vel af stað í hita. Ekki er spáð sérstökum hlýindum næstu daga en ekki miklum kuldum heldur þannig að breytingar verða varla miklar á þessum tölum fyrr en síðar.

Úrkomuleysið suðvestanlands heldur áfram - en varla mikið lengur. Það er því nokkur spenningur að byggjast upp.

Tvær stöðvar hafa á fyrstu 9 dögum mánaðarins náð í land meiri úrkomu heldur en er að meðaltali allan janúar. Það eru Sauðanesviti og Tjörn í Svarfaðardal - þó hefur úrkoma áður mælst meiri á báðum stöðvum þessa fyrstu níu daga. Úrkoman á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði er nú komin upp í 290 mm frá upphafi mánaðarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um hitastig þá er að verða æ ljósara að ekki er hægt að skrifa söguna án þess að taka tillit til veðurfarsbreytinga. Enn eitt dæmi um það er nýjasta rannsóknin hér á landi um hvað kólnunin á 16. öld (byrjar að vísu fyrr og verður svo meiri á 17. og jafnvel 18. öld) hefur haft mikil áhrif á líf fólks.

Menn hafa vilja kenna siðaskiptunum og verslunareinokuninni um versandi lífskjör almennings hér á landi í byrjun nýaldar en nær er að kenna veðurfarinu um:

http://www.hi.is/frettir/mikid_hrun_i_thorskstofninum_fyrir_idnvaeddar_veidar

Það þyrfti að stórefla rannsóknir á áhrif veðurfars á Íslandssöguna.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 09:06

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Miðað við skrif sumra hér um daginn varðandi það að draga sleppa hefði þurft hitanum í janúar og febrúar í fyrra úr útreikningi um hitafar, er hætt við að það sama kunni að verða lagt til ef hitinn verður fyrir ofan meðallag núna í þessum mánuðum

Ómar Ragnarsson, 10.1.2014 kl. 10:57

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er alvanalegt að hlýir vetrarmánuðir drifi upp árshitanum og komi honum upp fyrir meðallag þó aðrir mánuðir séu  ekkert sérsakir. Slíkt er auðvitað ekkert ómark heldur eðliegur hluti af dæminu. Vetrarhitinn er áhrifamestur hvað ársmeðalhita snertir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.1.2014 kl. 12:04

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Meðalhiti í janúar hefur nú verið mun hlýrri undanfarin tíu-ellefu árin en hann var á hlýindaskeiðinu mikla 1925 til 1964. Mars, maí og svo síðustu fjórir mánuðir ársins eru hins vegar enn mun kaldari en á hlýskeiðinu um miðja öldina.

Janúar í fyrra var mun hlýrri en nú eða allt að fjórum gráðum yfir meðaltali fyrstu tíu daga mánaðarins.

22. janúar var meðalhiti það sem af var mánuðinum 3,1 stig eða 3,7 stig yfir meðallagi! Var það hlýjasti janúar síðan 1964 (1987 jafnhlýr)!

Hann reyndist svo vera sjöundi hlýjasti janúarmánuður sem mælst hefur. Hitinn var 2,7 stig eða 3,3 stig yfir meðallagi. Síðast var hlýrra í janúar 1987.

Ég efast nú um að janúar í ár slái það met, Ómar minn!!!

Torfi Kristján Stefánsson, 10.1.2014 kl. 12:32

5 identicon

Það eru níu dagar liðnir af janúar og fulltrúi í "vísindanefnd um loftslagsbreytingar" (íslenska IPCC) er strax farinn að dreyma dagdrauma.

Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verða næstu dagar, 11. - 15. janúar, vel bláir á Íslandi. :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 16:32

6 identicon

Ég held reyndar að það sé hætt að vera gott veður á Íslandi.  Síðast þegar var gott veður, þ.e. góðviðriskafli, var í sept. 2012, en síðan hefur varla verið gott veður.
Veðráttan nú minnir orðið mikið að veðráttuna eins og hún var á árunum 1965-1980, risjótt vetrartíð með snjókomu og kulda, og stutt svöl og vætusöm sumur.

Mikið hata ég snjó enda er hann til mikillar óþurftar, leiðir til samgöngutafa, aukins kostnaðar, og slysfara.  Ég get bara ekki lýst því hversu mikið ég HATA snjó.

Í næstu viku munu svo gríðarlegar frosthörkur herja á okkur, og munu þær frosthörkur vara í amk. eina viku. 

Þetta mun að sjálfsögðu gleðja Orkuveituna óskaplega en er útlit fyrir að einn einn metmánuðurinn sem líta dagsins ljós hvað varðar sölu á heitu vatni.

Og hver er svo að halda því fram að það sé að hlýna á Jörðinni? 

Þetta er helber blekking! 

Sjáið bara kuldana í Bandaríkjunum og sjáið þennan langa vetur hér sem byrjaði strax í byrjun okt.

En eitt þurfum við Íslendinga aldrei að óttast, ALDREI! 

Það eru þurkar og hvað þá vatnskortur.  Aldrei.  Munið það, aldrei og munið að ÉG sagði þetta.  Þetta verður aldrei hrakið.

Þökk sé þeirri gríðarlegu úrkomu sem ætíð herjar á landið.

Björn Logason (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 23:00

7 Smámynd: Trausti Jónsson

Vafalaust hefur veðurfar mikil áhrif á þjóðarhag - en ekki er endilega auðvelt að greina þau. Ekki er hægt að nota þjóðarhag sem vitni um veðurfar og í framhaldi af því að skýra þjóðhagsveiflur með veðurfari. Skoðanir um áhrif veðurfars á sögu hafa um mjög langa hríð verið skiptar (vægast sagt) - allt frá því að segja að veðurfar skýri ekkert yfir í það að segja að það skýri nánast allt. Sömuleiðis hafa skoðanir (mjög) lengi verið skiptar um áhrif sögu á veður - þarf að segja meir?

Trausti Jónsson, 11.1.2014 kl. 01:50

9 identicon

Er nú Óli lokbrá að stríða þér enn einu sinni PFÓ?:

Hitamet eftir heimsálfum

North America Furnace Creek Ranch (Death Valley), Calif., USA July 10, 1913 134.0 56.7

Asia Tirat Tsvi, Israel June 21, 1942 129.2 54.0

Africa Kebili, Tunisia July 7, 1931 131.0 55.0

Australia Oodnadatta, South Australia Jan. 2, 1960 123.0 50.7

Europe Athens, Greece (and Elefsina, Greece) July 10, 1977 118.4 48.0

South America Rivadavia, Argentina Dec. 11, 1905 120.0 48.9

Oceania Tuguegarao, Philippines April 20, 1912 108.0 42.2

Antarctica Vanda Station, Scott Coast Jan. 5, 1974 59.0 15.0

> http://www.infoplease.com/ipa/A0001375.html

Skoðaðu nú ártölin vel og vandlega Pálmi Freyr ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.1.2014 kl. 22:21

10 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Hvað meinarðu með Óli lokbrá..... Alltaf sami dónaskapurinn í þér Hilmar.

Enn þetta segir svosem ekkert um hlýnun eða kólnun. Enn farðu líka hinn veginn Hilmar, Lowest Recorded Temperatures. Þar sérðu að flest kuldamet eru ansi gömul. Eitt er frá 1892.

Pálmi Freyr Óskarsson, 12.1.2014 kl. 00:15

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Pálmi - það getur verið fróðlegt að velta þessu fyrir sér - hvað sem líður dónaskap Hilmars (sem virðist vera viðvarandi ástand).

Það er reyndar yfirleitt verið að ræða um meðalhita jarðar þegar rætt er um hlýnun jarðar. Einstök kulda- og hitamet eru svo sem ekki afgerandi varðandi meðalhitann sem slíkan. Hitt er annað mál að hitametin hafa verið fleiri en kuldametin á síðustu áratugum víða um heim - en bæði kulda- og hitamet halda samt áfram að falla staðbundið hér og þar um allan heim...ekkert nýtt í því og það mun halda áfram að gerast, hvað sem líður áframhaldandi hlýnun jarðar. Því er ekki haldið fram í sjálfu sér að einstök hita- og kuldamet séu afgerandi þegar þessi mál eru skoðuð...þannig að "rök" sem sett eru fram með því að veifa einhverjum stökum gömlum hitametum segir okkur lítið sem ekkert um meðalhita jarðar, sem fer þó hækkandi...

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.1.2014 kl. 00:34

12 identicon

Kenningin um hlýnum Jarðar eru ein ómerkilegusta lygi sem sett hefur verið fram síðast liðna áratugi, enda er hér um ómerkilegt peningaplott að ræða.

Veðurfar/loftslag hér á landi er að verða svipað og það var á árunum 1973-1979, köld sumur og kaldir vetur.

Allt stefnir í að vorið verði kallt og sumarið verði svalt, sólarlítð og vætusamt.  Þetta er sökum þess að miklir kuldar hafa verði í N-Ameríku nú í vetur og þessir kuldar munu hafa afgerandi áhrif á loftslag tilhisn verra hér á landi næstu misserin loftslagshærðlusfóllki til mikillar gleði.

Enn fremur er sjór hér við land mun kaldari en undanfarin ár vegna kólnunar Jarðar. Árið veturinn 2009/2010 var sjávarhiti hér við land um 7-8 gráður, en er nú einungis 3-4 gráður vegna kóknunar Jarða.

Sem sagt, fullyrðingin um hlýnun Jarðar er stórlega ýkt og í raun ómerkileg lygi sett fram af ómerkilegu fóki sem vill plokka peninga út af hræddum stjórnvöldum sem vilja ekki verða úthrópuð fyrir að að taka ekki lofslagsvandann alvarlegan.  Næsta sumar mun sýna þetta og sanna og afhjúpa þessa lygi, enda verður það svalt, sólarlítið og vætusamt.

Ps. Ég, eins og svo margir aðrir, erum farnir að sakna hlýju áranna sem voru hér á milli áranna 2000-2010/2011.

Björn Logason (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 00:58

13 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Bara minna þig á Sveinn að ég tek aðallega mark á meðaltölum. Og því lengra sem tímabilið er, því betra.

Svo til gamans eru flestir heitustu dagarnir flestir nýmóðins á Stórhöfða/Vestmannaeyjum og köldustu dagarnir fara ört minkandi. Enn Vestmannaeyjarveðurathugarnir eiga ansi langa sögu því til sönnunar.

Pálmi Freyr Óskarsson, 12.1.2014 kl. 01:28

14 identicon

Það var svo sem ekki við því að búast að ofurhnatthitasnillingarnir Pálmi Freyr og Sveinn Atli væru verseraðir í heimsbókmenntunum :)

"Flestir kannast við sögu H.C. Andersens um Óla Lokbrá, litla manninn með regnhlífina sem færir börnunum drauma þegar þau sofa" (http://www.ruv.is/ras-1/oli-lokbra)

Auðvitað er rétt hjá PFÓ að skoða líka kuldamet eftir heimsálfum:

World (Antarctica) Vostok July 21, 1983 –129 –89

Asia Oimekon, Russia Feb. 6, 1933 –90 –68

Verkhoyansk, Russia Feb. 7, 1892 –90 –68

Greenland Northice Jan. 9, 1954 –87 –66

North America (excl. Greenland) Snag, Yukon, Canada Feb. 3, 1947 –81 –63

United States Prospect Creek, Alaska Jan. 23, 1971 –80 –62

U.S. (excl. Alaska) Rogers Pass, Mont. Jan. 20, 1954 –70 –56.5

Europe Ust 'Shchugor, Russia Jan.1 –67 –55

South America Sarmiento, Argentina June 1, 1907 –27 –33

Africa Ifrane, Morocco Feb. 11, 1935 –11 –24

Australia Charlotte Pass, N.S.W. June 29, 1994 –9 –22

Oceania Mauna Kea, Hawaii May 17, 1979 12 –11

Reyndar var kuldametið á Suðurpólnum slegið glæsilega í ágúst 2010 (-93,2°C) og 31. júlí 2013 var nýja metið nánast jafnað (-92,9°C). Metið frá 1983 var því slegið um -4°C!

Þar hafið þið það, félagar í bræðslunni, nýjasta metið - og eina metið á núverandi meintu "óðahlýnunartímabili" - er kuldamet frá 2010, sem jafnað var 2013, -93°C :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 02:40

15 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Tæknin er meiri í dag til að finna í skúmaskoti einhvað kuldamet, Hilmar. Hvað ætli kuldinn á Suðurpólnum hefði verið ef þessi tækni væri til fyrir 50 eða 100 árum? Sennilega 100 og einhvað stiga frost.

Geturðu svo vinsamlega hætt að uppnefna mig og aðra sem ekki hafa sömu skoðarnir og þú?

Pálmi Freyr Óskarsson, 12.1.2014 kl. 06:32

16 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sumum finnst bara allt í lagi að efast um hnattræna hlýnun og benda á staðbundnar sveiflur til að styðja mál sitt - Hilmar er þekkt keis, en svo koma fleiri fram reglulega, t.d. Björn hér fyrir ofan sem hefur greinilega ekki lesið sig til og áttar sig ekki á því að hnattræn hlýnun er hnattræn breyting yfir langan tíma (áratugi) en ekki tíma- og staðbundnar sveiflur í veðri...

Höskuldur Búi Jónsson, 12.1.2014 kl. 07:53

17 identicon

"Sennilega 100 og einhvað stiga frost."(sic)

Enn og aftur slær veðurþulurinn grandvari vindhögg í náttmyrkrinu :)

Meðfylgjandi myndskeið sýnir þegar ástralski landkönnuðurinn Mawson kom siglandi inn hafíslausan Commonwealth flóann við Suðurskautslandið á skipi sínu, SY Aurora, 8. janúar 1912. Þarna fór ekki mikið fyrir -100°C frostinu þínu!:

> http://www.youtube.com/watch?v=k-9yJ6-6aEs

Óðahlýnunarofsatrúarmenn, ástralskir, reyndu að leika þetta afrek Mawson eftir 100 árum seinna - um jólin 2013 - með hörmulegum afleiðingum :(

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 10:48

18 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Geturðu ekki vinsamlega hætt að uppnefna mig og aðra sem ekki hafa sömu skoðarnir og þú, Hilmar?

Annars er þetta gjörsamlega fáránlegt mest allt sem þú kemur með hér, og varla svaranlegt.

Pálmi Freyr Óskarsson, 12.1.2014 kl. 12:00

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Pálmi, þar hittirðu naglann á höfuðið - Hilmar er ekki svara verður og það kemur mér eiginlega mest á óvart að Trausti sé ekki fyrir löngu búinn að loka á hann, þó ekki væri nema fyrir persónulega skítkastið sem Hilmar stundar í sífellu, sem tekur eiginlega langt út yfir allan þjófabálk...

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.1.2014 kl. 17:13

20 identicon

Fyrirgefið þíð félaga í andanum. Ég gleymdi áðan að minnast á stórmerkilega heimildarmynd um ástralska Suðurheimskauts rannsóknaleiðangurinn frá 1954. Leiðangurinn kom við á Macquarie og Heard eyjum og setti upp nýjar bækistöðvar á MacRobertson-landi á ástralska hluta Suður-heimskautsins.

Leiðangurinn lagði af stað frá Melbourne í desember 1953 á skipinu Kista Dan. Öllu meiri hafís beið leiðangursfélaga en Mawson 8. janúar 1912 og svo fór að þeir festu skipið einu sinni en gátu losað það af eigin rammleik.

Þetta er frábær heimildarmynd fyrir alla áhugamenn um Suður-heimskautið og sýnir glögglega þá þróun sem virðist hafa átt sér stað í aukinni hafíssöfnun við Suður-heimskautslandið síðustu 100 árin

Auðvitað hvet ég þjáningabræðurna Pálma Frey og Svein Atla sérstaklega til að horfa á þessa mynd. Hver veit nema það kvikni hjá þeim grútartýra? ;)

> http://www.youtube.com/watch?v=wYodV01WHCA

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 18:03

21 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er munur frá því í gamla daga þegar Mawson og félagar gátu verið á ströndinni á sandölum og stuttbuxum þarna við Suðurskautslandið. Svo held ég líka að þeir hafi farið í strandblak í hitanum.
En svona í alvöru þá ræðst ísmagn þarna mjög af því hvaða vindáttir eru ríkjandi hverju sinni samanber lýsingu hér:

"The region is often swept clear of ice by this time in the summer season by strong katabatic offshore winds; Cape Denison and Commonwealth Bay (near to the stuck ship’s location) are recognized as some of the windiest places on Earth. However, December was marked by long periods of northeasterly airflow, pushing the sea ice against the coast, and piling up the thinner flows into a nearly impenetrable mass." (http://nsidc.org/arcticseaicenews/)

Emil Hannes Valgeirsson, 12.1.2014 kl. 20:25

22 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Emil - rétt athugað hjá þér. Aðstæður við Suðurskautið geta verið mjög breytilegar frá ári til árs og jafnvel til bara milli daga, vikna og mánaða. Vindar og veður hafa mikil áhrif á hafísmagnið þarna - en þessar staðbundnu sveiflur í hafísmagni segja okkur lítið sem ekkert um meðalhitastig jarðar eins og einhverjir vilja halda fram í mikilli einfeldni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.1.2014 kl. 21:32

23 identicon

EHV: Það sem ég á einfaldlega við er að gervihnattamælingar sýna stöðuga aukningu í útbreiðslu á hafís við Suður-heimskautið tímabilið 1979 - 2013, smbr.:

> http://wattsupwiththat.files.wordpress.com/2012/03/seaice-anomaly-antarctic3.png

Því miður ná gervihnattamælingar eðlilega ekki lengra aftur en spurningin er hvort gera megi ráð fyrir að þessi markvissa aukning eigi sér lengri aðdraganda?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 21:52

24 identicon

Nú er það svart maður...

CBN News:

http://www.cbn.com/cbnnews/healthscience/2014/January/Cover-Up-Mounting-Evidence-Belies-Global-Warming/

Þetta er þá alveg ótvírætt


Ironman (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 15:54

25 Smámynd: Loftslag.is

Ironmann, telur þú einhvern fót fyrir þessari bloggfærslu? Það væri gaman að fá þína persónulegu skoðun á þessu. Get ég gert ráð fyrir því að sú persóna sem er bak við Ironman telji þetta ótvíræðan sannleika? Mér þætti forvitnilegt að vita hvað þér finnst persónulega - með von um svör kæri Ironman (AKA, presturinn, pope, manni, veðurkallinn, kuldahrollur, Tölvukall, Sveitamaður o.s.frv. svo nokkur dæmi um dulnefni þín séu nefnd).

Loftslag.is, 13.1.2014 kl. 18:57

26 identicon

Hafísútbreiðsla við Suður-heimskautið stefnir nú í að verða sú mesta síðan mælingar hófust (1978):

> http://iceagenow.info/wp-content/uploads/2014/01/antarctic_sea_ice_extent_zoomed_2014_day_10_1981-2010.png

Á sama tíma færist hafís í Norður-íshafinu allur í aukana, auk þess sem hafísþykktin eykst verulega:

> http://winnipegalternativemedia.com/wp-content/uploads/2014/01/Arctic_ice_466.jpeg (samanburður á hafísþykkt/útbreiðslu í október 2012 vs. 2013)

Rannsóknagögn sýna auk þess ótvírætt lækkandi meðalhita á jörðinni frá og með 2002!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 102
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1851
  • Frá upphafi: 2348729

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 1622
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband