9.1.2014 | 01:28
Mátuleg fyrirstöðuhæð í undirbúningi?
Fyrirstöðuhæðir verða til þegar hlýtt loft úr suðri lokast inni á norðurslóðum - eða alla vega mun norðar heldur en hlýindi venjulega ná. Séu hæðirnar mjög fyrirferðarmiklar eða óvenju hlýjar valda þær miklum öfgum í veðri og hita. Óvenjuhlýtt er þá í vestur- og oftast líka norðurjaðri hæðanna en sérlega kalt austan við þær og jafnvel sunnan við líka.
Fyrirstöðuhæðir eru algengar á okkar slóðum, valda hlýindum séu þær yfir Skandinavíu eða Bretlandseyjum - oftast góðviðri (hitum á sumrin) séu þær yfir landinu eða í næsta nágrenni þess, en geta valdið miklum kuldum og þræsingum búi þær um sig yfir Grænlandi eða þar suður og vestur af.
Það er sömuleiðis nokkuð algengt að miklar hæðir sem byrja líf sitt austan við landið færist smám saman vestur fyrir. Þannig verða til ákveðnar áhyggjur hjá hlýindasinnuðum veðurnördum séu hæðirnar stórar og miklar - jafnvel þótt þær séu að búa til hlýindi (í bili).
Hóflegar fyrirstöður eru mun heppilegri heldur en þær stóru - þær halda lægðum í skefjum en eru engar æsingakenndar dramadrottningar. Jú, fyrir kemur að þær eru leiðinlega staðsettar - en sjaldan eru allir hlutir jákvæðir í senn.
Þetta er gert að umræðuefni hér vegna þess að nú gæti mátuleg fyrirstöðuhæð verið að myndast á mjög hagstæðum stað - fyrir norðan og norðaustan land. Enn er þetta sýnd veiði en ekki gefin en við skulum líta á háloftastöðuna um hádegi á föstudag - 10. janúar (í boði evrópureiknimiðstöðvarinnar).
Hæðin er efnileg á kortinu - staðsett norðarlega við norðausturströnd Grænlands - örin sem merkt er með bókstafnum a bendir á miðju hennar. Jafnhæðarlinur eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því hvassari er vindurinn í 500 hPa-fletinum. Af þeim má einnig ráða vindstefnu - rétt eins og á hefðbundnu sjávarmálskorti. Litafletir sýna þykktina - hún segir til um hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Mörkin milli grænu og bláu litanna er við 5280 metra - meðallag janúar hér á land er um 5240 metrar eða svo. Á föstudaginn er hiti ofan við meðallag við Ísland.
Mörkin milli litanna eru á 60 metra bili þannig að við sjáum að þykktin í fyrirstöðunni er meiri en 5340 metrar - langt yfir meðallagi við Norðaustur-Grænland. Innsta jafnhæðarlínan er þarna 5340 metrar líka - í dramahæðunum er hæðin mun meiri - við sjáum tölur jafnvel yfir 5700 metra á okkar slóðum í janúar - en þykktin er mest í kringum 5500 metrar - reyndar sjaldan svo mikil í hæðarmiðjunum sjálfum.
En á föstudaginn verður ekki alveg útséð með áhrifamátt þessarar hæðar hér við land því einmitt þá sækir kalt loft að úr suðvestri - ættað frá Kanada, ör merkt bókstafnum b bendir á mjög snörp kuldaskil sem eiga að fara norður yfir land á föstudagskvöld. Þá gæti gert skammvinna vestanhríð á Suðvesturlandi - en bara kannski.
Þriðja örin á kortinu, merkt bókstafnum c, sýnir litla lægðarbylgju - við sjáum að litafletirnir taka smásveigju til norðurs. Sé spá evrópureiknimiðstöðvarinnar rétt mun þessi lægð ná í nýjar birgðir af hlýju lofti sem þá færi norður yfir landið á sunnudag - ef til vill með suðaustanstormi. Fari svo styrkist hæðin svo að hún gæti veitt okkur skjól frá illviðrum fram undir þarnæstu helgi. En fyrir það þarf að greiða með suðaustanáttinni - vonandi verður það gjald ekki of hátt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 160
- Sl. sólarhring: 211
- Sl. viku: 1357
- Frá upphafi: 2453088
Annað
- Innlit í dag: 135
- Innlit sl. viku: 1230
- Gestir í dag: 126
- IP-tölur í dag: 123
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Einmitt! Þetta með kaldara veður austan við hæðina getur vel staðist því nú eru Norðmenn að spá miklum kulda hjá sér í næstu viku eða allt að 25 stiga frosti, í norður-Noregi strax um helgina. Hæðin sýgur til sín kalt loft frá Rússlandi:
http://www.yr.no/nyheter/1.11454474
Við virðust sleppa við þetta ... þó svo að ekki verði nein hlýindi.
Torfi Kristján Stefánsson, 9.1.2014 kl. 08:18
Við þurfum góða hláku til að vinna á þessum hryllilegu svellalögum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.1.2014 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.