Næsta lægð

Nú virðast verða dálítil kaflaskil í veðri - það er reyndar ekki fullljóst hvert verður efni næsta kafla - kannski fer allt í sama farveg eftir stutt millispil. En næsta lægð er þegar þetta er skrifað (seint á þriðjudagskvöldi 7. janúar) í foráttuvexti nyrst í Labrador. Evrópureiknimiðstöðin segir hana fara niður í 941 hPa í nótt - en hún grynnist síðan fljótt aftur. Þessi lága tala er óvenjuleg á þessum slóðum - en þó langt í frá einsdæmi.

En um hádegi á fimmtudag hefur lægðin grynnst verulega (972 hPa í miðju) á nánast sama stað en hefur sent á undan sér úrkomusvæði átt til okkar. Þetta sést vel á kortinu a neðan sem er úr smiðju hirlam-líkansins.

w-blogg070114a

Lægð hefur myndast skammt austur af Hvarfi á Grænlandi eins og iðulega gerist þegar stór lægðakerfi rekast á Grænland úr vestri. Strikalínurnar á kortinu sýna hita í 850 hPa-fletinum. Lægstu tölurnar eru yfir Labrador - sunnan við lægðina - þar má sjá -35 stiga jafnhitalínuna - ekki alveg óvenjulega á þeim slóðum.

En kalda loftið breiðist eins og blævængur til austurs út yfir Atlantshafið (bláu örvarnar). Vegna þess að framrásin dreifist á lengri og lengri línu að baki skilanna (falin í græna beltinu) á undan hægja þau á sér og er ekki enn útséð um það hvenær úrkoman byrjar hér á landi. Ekki er heldur ljóst hvers konar veður er að baki skilanna - þar gæti verið býsna mikil snjókoma. En á undan er hlýrra loft, af jafnhitalínunum má ráða að þar er hiti í 850 hPa aðeins rétt neðan frostmarks. Sé það rétt mun rigna á undan skilunum.

Framtíðin er ekki ljós. Lægðardrag er þar sem x-merkið er sett lengst til vinstri á myndinni og við y-ið má sjá einhvers konar úrkomubakka - efniviður í nýja lægð sem e.t.v. veldur illviðri hér þegar kemur fram á sunnudag eða mánudag - en jafnframt gæti háloftafyrirstaða verið að byggjast upp norðan við land. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"En kalda loftið breiðist eins og blævængur til austurs út yfir Atlantshafið (bláu örvarnar)."(sic) Já, það er sannarlega kalt í Norðu-Ameríku um þessar mundir.

"Frosthörkur eru enn í Bandaríkjunum þótt veðurfræðingar spá því að á næstu dögum fari að hlýna á ný. Í gær gerðist sá einstæði atburður að frost mældist í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna." (http://visir.is/frost-maeldist-i-ollum-rikjum-bandarikjanna/article/2014140109234)

"Í gær var svo kalt í Chicago að flytja þurfti ísbjörn nokkurn, sem heldur til í Lincoln-dýragarðinum þar í borg, inn í hlýjuna." (http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/01/08/sbjorninn_tholdi_illa_kuldann/)

Samkvæmt Trausta ber væntanlega að túlka þessa einstöku kuldatíð í Norður-Ameríku þannig að "veturinn sé í góðum gír" :)

Í öllu falli hefur Trausti ekki miklar áhyggjur af meintu sumri við Suðurskautslandið, þrátt fyrir kostulegar hrakfarir heittrúarsinna í leit að "hnatthlýnun" suður í sumarlandinu.

Hér getur að líta gervihnattamælingar á meðalhita á Suðurskautinu allar götur frá 1979 - 2013:

> http://notalotofpeopleknowthat.files.wordpress.com/2013/12/image84.png

Ósköp fer nú lítið fyrir hnatthlýnuninni þarna suðurfrá!

Hér getur svo að líta meðalhita í suðurhöfum 1982 - 2013:

> http://bobtisdale.files.wordpress.com/2013/12/14-southern.png

Greinileg kólnun í gangi!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 17:19

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hér getur svo að líta meðalhita í öllum höfum 1982 - 2013:

http://bobtisdale.files.wordpress.com/2014/01/01-monthly-global-ssta.png

Greinileg hlýnun í gangi!

Emil Hannes Valgeirsson, 8.1.2014 kl. 18:03

3 identicon

Er það nú svo EHV? Skoðaðu nú grafið aðeins betur. Hvað Suðurhöf varðar er greinileg kólnun í gangi á tímabilinu 1998 - 2013 og hvað meðalhita í öllum höfum varðar er líka kólnun í gangi á tímabilinu 1998 - 2013 :) Hvernig stendur á þessu? Óðahlýnunartrúboðar hafa básúnað að heimshöfin séu að hlýna! Getur verið að Al Gore sé dæmigerður stjórnmálamaður eftir allt saman?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 19:43

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ath. Gröfin sýna árin 1982-2013 en ekki 1998-2013 og fyrir heimshöfin öll er hlýnun á tímabilinu. Og eins og oft er búið að nefna þá er global warming, global mál - ekki lókal mál. Það þýðir því ekki að taka bara þann hluta út úr sem hentar hverju sinni.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.1.2014 kl. 00:28

5 identicon

Fyrir heimshöfin öll er greinileg hlýnun á tímabilinu 1982 - 1998 en þá er toppinum náð. Tímabilið 1998 - 2013 er kólnun í gangi eins og grafið sýnir. Þessi þróun sést svo enn betur á yfirlitsmynd um meðalhita í Suðurhöfum :)

Á jörðinni skiptast á hlýskeið og kuldaskeið EHV. Úhöfin eru stærsti hluti jarðar og eðlilegt að þau hlýni og kólni. Þetta hélt ég að þú gerðir þér grein fyrir.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 10:02

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar: 
Emil bað þig um að rugla ekki saman global og local. Veist hver munurinn er á tímabundnum sveiflum og langtímaleitni (trend)?

Höskuldur Búi Jónsson, 9.1.2014 kl. 10:52

7 identicon

Höskuldur Búi:

Já.

Árið og friðinn ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 1548
  • Frá upphafi: 2348793

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 1349
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband