7.1.2014 | 01:31
Ætli hann fari ekki að ganga niður?
Nú lítur loksins út fyrir að norðaustanþráviðrið sem nú hefur staðið í meir en hálfan mánuð fari að ganga niður. Hvassviðrið hefur þó ekki verið mikið á landsvísu nema jóladagana og síðan aftur á föstudaginn var (þann 3.). En stórir hlutar af landinu vestanverðu hafa þó legið í illviðri og umtalsverðum leiðindum flesta daga. Síðan er hin mikla úrkoma sem fylgt hefur veðrinu bæði norðan til á Vestfjörðum og víða um landið norðaustan- og austanvert.
Engin langtímavindhraðamet hafa þó fallið en það kom þó á óvart að hvassara skyldi verða á sjálfvirku stöðinni á Hjarðarlandi í Biskupstungum heldur en hefur þar áður mælst. Þar fór 10-mínútna meðalvindur í 26,7 m/s kl. 6 að morgni föstudagsins (3.). Stöðin hefur verið starfrækt í níu ár. Sömuleiðis kom á óvart að vindhraðamet skyldi slegið á Flateyri síðastliðna nótt (kl. 1 aðfaranótt þess 6.), 10-mínútna vindur fór þar í 27,8 m/s sem er það mesta í 15 ára sögu stöðvarinnar. Í báðum þessum tilvikum var vindur af norðaustri.
Eins og fjallað var um í pistli í gær má fara að gefa úrkomumagni norðaustanlands gaum. Taflan (frumstæða) hér að neðan sýnir samanburð heildarúrkomunnar það sem af er mánuðinum við það sem mest hefur orðið sömu sex daga áður á stöðvunum (þrjár stöðvanna hafa ekki skilað nema fimm dögum í gagnasafnið).
stöð | ár | mán | til dags | úrk | eldra ár | eldri tala | frá | nafn | |
231 | 2014 | 1 | 6 | 85,7 | 2002 | 65,5 | 1959 | Mjólkárvirkjun | |
252 | 2014 | 1 | 6 | 66,0 | 1998 | 62,7 | 1994 | Bolungarvík | |
400 | 2014 | 1 | 6 | 51,2 | 1999 | 29,0 | 1990 | Sauðanesviti | |
425 | 2014 | 1 | 6 | 26,5 | 1998 | 15,2 | 2000 | Torfur | |
427 | 2014 | 1 | 5 | 26,8 | 2009 | 17,5 | 1997 | Gullbrekka | |
437 | 2014 | 1 | 5 | 88,9 | 1998 | 51,3 | 1997 | Þverá í Dalsmynni | |
479 | 2014 | 1 | 6 | 32,3 | 1991 | 31,4 | 1956 | Mánárbakki | |
515 | 2014 | 1 | 6 | 35,6 | 2013 | 10,2 | 1999 | Miðfjarðarnes | |
527 | 2014 | 1 | 6 | 233,4 | 1999 | 206,4 | 1994 | Skjaldþingsstaðir | |
565 | 2014 | 1 | 5 | 107,0 | 1999 | 62,3 | 1991 | Svínafell | |
608 | 2014 | 1 | 6 | 109,5 | 1999 | 90,0 | 1998 | Desjarmýri | |
616 | 2014 | 1 | 6 | 100,5 | 2007 | 53,4 | 2002 | Hánefsstaðir | |
626 | 2014 | 1 | 5 | 108,5 | 2005 | 86,6 | 2002 | Neskaupstaður |
Fyrri úrkomudálkurinn sýnir úrkomusummuna nú, en sá síðari það sem mest hefur orðið áður á stöðinni sömu daga. Aftasti ártaladálkurinn sýnir hvenær stöðin byrjaði. Mánárbakki og Mjólkárvirkjun hafa athugað lengst þannig að heildarúrkoman á þeim stöðvum verður að teljast óvenjulegust. Svo er spurningin hvort þetta heldur til lengdar - auðvitað er það ólíklegt en samt þess virði fyrir veðurnördin að fylgjast með. Þurrkurinn hér suðvestanlands verður líka smám saman óvenjulegri - en ekki þarf nema einn úrkomudag til að hnika við því.
Sagt er að norðaustanáttin gangi niður á miðvikudaginn - en hætt er við því að vindaásókn næstu lægðar byrji í norðaustri - síðan gengur í austur og jafnvel suðaustur. Þessi næsta lægð er nokkuð snúin og ekki gott að segja hvað verður úr henni. Svona lægðir geta valdið töluverðri snjókomu suðvestanlands - fylgist með spám Veðurstofunnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 61
- Sl. sólarhring: 208
- Sl. viku: 1258
- Frá upphafi: 2452989
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 1140
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
"Í Montana fór frostið niður í -52°C með vindkælingu og í fylkjunum Illinois, Indiana, Iowa, Maryland, Minnesota, Nebraska og fleiri fylkjum var hitastigið á bilinu -40°C til -50°C með vindkælingu. Í slíkum kulda er til að mynda hægt að skvetta sjóðandi vatni úr bolla utandyra og fellur vatnið niður á jörðin í formi snjós.
Hitastigið á Mars undanfarna daga hefur verið á bilinu -25°C til -31°C og því er heldur kaldara í Bandaríkjunum. Að sögn veðurfræðinga mun hlýna á morgun."(!)
> http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/01/07/kaldara_i_bandarikjunum_en_a_mars/
Segðu mér Trausti, er "hnatthitun af manna völdum" líka valid vísindi á Mars?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 23:11
Ætlarðu virkilega að apa vitleysuna eftir "Bandaríkjamönnum" með því að bæta alltaf við vindkælingu núorðið, Hilmar?
Pálmi Freyr Óskarsson, 8.1.2014 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.