Linnulítil úrkoma

Í norðaustanáttinni að undanförnu hefur úrkoma verið mjög mikil sums staðar á norðan- og austanverðu landinu. Úrkomumagninu hefur þó verið mjög misskipt. Fyrstu fimm dagana (fram til kl.18 á skeytastöðvum og til kl. 9 á úrkomustöðvum) hefur úrkoman verið mest á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði - rúmlega 200 millimetrar.

Úrkoman er komin yfir 100 mm á nokkrum stöðvum á Austfjörðum, Desjarmýri á Borgarfirði eystra, á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, í Neskaupstað og á Gilsá í Breiðdal.

Þess má líka geta að meðalhiti fyrstu 5 daga mánaðarins er 2,4 stigum ofan meðallags síðustu 10 ára í Reykjavík og 2,5 á Akureyri. Kaldara hefur verið á Vestfjörðum en í Bolungarvík hefur hiti verið 0,6 stigum undir meðaltali sama tíma. Þessi hlýindi er óvenjulegust fyrir þær sakir að norðaustanátt hefur verið ríkjandi, norðanáttin meira að segja sterkari heldur en austanáttin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ha? Það hefur hvorki komið dropi úr lofti né snjókorn hér á suðvesturhorninu það sem af er árinu!

Reyndar má segja að það hafi lítil sem engin úrkoma verið síðan fyrir jól - en samt verið frekar hlýtt eða yfir frostmarki.

Torfi Kristján Stefánsson, 6.1.2014 kl. 07:37

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það stendur þarna skýrum stöfum að úrkomunni hafi verið misskipt en verið mjög mikil sums staðar á norður og austurlandi. Og eftir veðurlagi er ekki við öðru að búast.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.1.2014 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 1038
  • Frá upphafi: 2460816

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 913
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband