Af heiđhvolfinu í byrjun árs

Ţađ er best ađ lauma inn einni fćrslu međ fréttum úr heiđhvolfinu - svo lítiđ beri á. Eigendafélagiđ segir ađ fáir hafi áhuga á slíku og ţađ sé ţví ekki bloggefni.

Heiđhvolfiđ hefur komiđ oft viđ sögu á hungurdiskum (sennilega um 20 sinnum alls), má ţar t.d. nefna  pistil frá 2. janúar í fyrra.  Eins og margir vita er lofthjúpnum skipt í hvolf - eftir ţví hversu hiti breytist hratt međ hćđ. Veđrahvolfiđ er neđst - ofan á ţví liggja veđrahvörf en heiđhvolfiđ er ţar ofan á. Veđrahvörfin liggja mishátt - hćst í hitabeltinu. Ţar eru 16 til 18 kílómetrar upp í ţau. Yfir heimskautaslóđum liggja ţau lágt - oft í 8 til 10 km hćđ en stundum neđar.

Viđ lítum á tvö kort sem sýna hita í 30 hPa-fletinum og hćđ hans. Annars vegar er spákort sem gildir síđdegis á mánudaginn (6.1. 2014) en hins vegar kort frá sama degi í fyrra. Fyrst nýja kortiđ.

w-blogg050114a

Gríđarmikil lćgđarmiđja er yfir Norđur-Grćnlandi og nćr hringrás lćgđarinnar um mestallt norđurhvel. Jafnhćđarlínur eru heildregnar og sýna hćđ flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Lćgđarmiđjan er í 21900 metra hćđ - en hćđin viđ Aljúteyjar er nćr upp í 24000 metra (24 km). Hiti í lćgđarmiđjunni er um -85°C en hćstur yfir Austur-Síberíu sunnanverđri. Ţar er ekki nema -32 stiga frost. Mjög hlýtt er yfir Miđjarđarhafi.

Kortiđ frá í fyrra er allt öđru vísi.

w-blogg050114b

Á ţrettándanum í fyrra (6.1.) skiptist heiđhvolfslćgđin snögglega í tvennt - og hvarf nćrri ţví um tíma um mánuđi síđar. Hér á landi fengum viđ fyrst einhverja hlýjustu janúar og febrúarmánuđi allra tíma - og síđan varđ međalloftţrýstingur í mars sá hćsti um áratugaskeiđ. Miklir kuldar ríktu um stund í Vestur-Evrópu og einnig var kalt í Ameríku.

Afgang ársins var mikiđ rćtt um tengsl ţessa veđurlags viđ atburđinn í heiđhvolfinu. Sá orđrómur er á kreiki ađ meira hafi veriđ um röskun á heiđhvolfshringrásinni síđustu 4 til 5 árin en veriđ hefur lengi. Tilhneiging er til ađ tengja allar stórar uppákomur breyttu veđurlagi vegna aukinna gróđurhúsaáhrifa af manna völdum - og stórir heiđhvolfsatburđir eru ekki undanskildir. En skyldi vera eitthvađ til í ţví?

Í dag (laugardaginn 4. janúar) er allt međ felldu í heiđhvolfinu - eđa hvađ? Ritstjórinn gefur  heiđhvolfinu auga á nćstu vikum (eins gott).  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ munar ekki miklu á hitanum í heiđhvolfinu og manndrápskuldanum í Kanada og USA í dag.

"Ţar er fólk varađ viđ ţví ađ fara út í kvöld og sagt ađ veđurfrćđingar tali um kuldastigiđ sem lífshćttulegt."(sic)

> http://visir.is/gridarlega-kalt-i-bandarikjunum/article/2014140109613

Jafnvel sumariđ á Suđur-heimskautinu lćtur ekki sjá sig.

"Bandaríski ísbrjóturinn Polar Star lagđi af stađ í dag til Suđurheimskautsins til ţess ađ ađstođa rússneska rannsóknaskipiđ Akademik Shokalskiy og kínverska ísbrjótinn Snćdrekann (Xue Long) sem eru föst í ís á svćđinu."(sic)

> http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/01/05/bandariskur_isbrjotur_til_bjargar/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 5.1.2014 kl. 11:22

2 identicon

Samkvćmt ţessu verđur hitinn tvo fyrstu mánuđina í ár ekki eins mikill og í fyrra, ţar sem ţađ er kaldara í heiđloftunum nú en ţá. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvernig 12 mánađa tímabiliđ mars 2013-mars 2013 kemur út hitalega séđ - hvort ţađ verđi kaldasta árstímabil sem mćlst hefur síđan á kuldaskeiđinu 1965-95 (2000?).

Trausti hefur skipt kuldaskeiđinu sem hann segir vera frá 1965 til 1986 (obs!) í ţrjú styttri tímabil, hafísárin svokölluđu 1965 til 1971, skárri ár 1972 til 1978 og síđan kuldaskeiđiđ 1979 til 1986. Síđan hafi hitinn legiđ upp á viđ, ađ vísu međ smábakslagi á árunum 1992 til 1995 (sem hann seinna kallar einnig kuldaskeiđ). Síđustu árin, 2003 til 2006, hafi veriđ jafnhlý og best gerđist á fyrra hlýindaskeiđi (ţ.e. á hlýindaskeiđinu eftir 1920 (1925-65)). http://www.vedur.is/loftslag/loftslag/fra1800/hitafar/

Ţetta stenst ekki alveg ef miđađ er viđ mćlingar Emils Valgeirssonar sem ná frá 1979 en ţćr eru reyndar ađeins fyrir Reykjavík. http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/1343376/

Ţađ má alveg skrifa undir skiptinguna í kaldari/heitari tímabil hjá Trausta en ekki ađ kuldaskeiđinu ljúki 1986. Ađ vísu er 1987 hlýtt ár (5,4 stig) en öll árin á eftir eru köld nema 1991 (5 stig) allt til 1996 er fer ađ hlýna. Kuldaskeiđiđ nćr ţannig alveg örugglega fram til 1995 eins og reyndar er talađ um yfirleitt.

Nćr öll árin eftir 2000 eru yfir 5 stigin og nćr hlýnunin hámarki 2003 ţegar hitinn fer yfir sex stig (6,1).

Réttast er ţannig ađ tala um tímabiliđ 2001 til lok árs 2012 sem samfellt hlýskeiđ, en ekki fyrr.

Hins vegar má einnig tala um ađ kuldaskeiđiđ nái alveg til ársins 2000 (sbr. ađ ofan).

Frá 2010 hefur svo fariđ hćgt kólnandi en ţađ er nćst heitasta áriđ (5,9 stig) á nýrri öld.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 5.1.2014 kl. 11:37

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Torfi, viđ skulum ekki eigna mér mćlingar Veđurstofunnar. Ég gerđi hinsvegar mynd út frá ţeirra gögnum sem reyndar nćr aftur til 1971.

Ég er annars á ţví er ađ kalda tímabilinu hafi lokiđ međ árinu 1995 en síđan ţá hefur ekki komiđ kalt ár (međalhiti í Rvík áriđ 1995: 3,8°C).

Emil Hannes Valgeirsson, 5.1.2014 kl. 14:53

4 identicon

Já auđvitađ, ţetta eru mćlingar Veđurstofunnar en matreiddar upplýsingar frá ţér!

Ég vil ţó halda mig viđ ađ kuldakastiđ vari alveg til aldamóta eđa í heil 35 ár. Ţarna koma ađ vísu tvö hlý ár inní (1996 og 97) međ hita um og yfir 5 gráđur (5,0 og 5,1) en svo koma ţrjú ár í röđ undir 5 stigum (1998-2000 eđa 4,7, 4,5 og 4,5 gráđur).

Svipađur hiti var á kuldaskeiđinu, svo sem á árunum 1976-78 og 1990-93.

Ţađ má einnig finna ár á kuldaskeiđinu sem ná 5 stigunum (svo sem 1972, 74, 87 (heilar 5,4 gráđur), og 91).

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 5.1.2014 kl. 17:47

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Var ađ gauka ađ ţér hugmyndum ađ "verkbeiđnum" á bloggi mínu varđandi veđurfariđ nú og áđur. Bestu kveđjur.

Ómar Ragnarsson, 6.1.2014 kl. 00:39

6 Smámynd: Trausti Jónsson

Ómar - ég gef ţessu gaum á nćstunni en hef ţó eitthvađ um ţetta skrifađ áđur t.d. í pistli 22. mars 2013. Ég var líka fyrir nokkru búinn ađ gera lista um hlýjar norđanáttir en ekki hefur gefist tilefni til ađ vinna meira í honum. Torfi - ţađ er hćgt ađ skipta tímabilum á ýmsa vegu. Ţađ er ţví auđveldara eftir ţví sem lengra frá líđur - en ekki hćgt um leiđ og atburđir gerast. Sagt er ađ kuldatímabiliđ síđasta hafi endađ 2. nóvember 1995. Sumariđ viđ Suđurskautslandiđ er í góđum gír.

Trausti Jónsson, 6.1.2014 kl. 01:46

7 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Međ snjóflóđinu á Flateyri?

Torfi Kristján Stefánsson, 6.1.2014 kl. 07:29

8 identicon

Auđvitađ Trausti, hvernig lćt ég, "sumariđ viđ Suđurskautslandiđ er [auđvitađ] í góđum gír. :)

1. Hafísútbreiđsla viđ Suđurskautiđ slćr öll fyrri met:

> http://nsidc.org/arcticseaicenews/files/2013/12/Figure4b.png

2. Međalárshiti fer lćkkandi:

> http://www.drroyspencer.com/wp-content/uploads/Dome-A-daily-Tsfc-AMSU-retrieved.png

3. Kuldamet jafnađ 31. júlí 2013 = -93°C:

> http://www.upi.com/Science_News/Blog/2013/12/10/Antarctica-records-record-low-temperature/2441386678825/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 6.1.2014 kl. 16:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 580
  • Sl. viku: 3777
  • Frá upphafi: 2429199

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 3299
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband