Norđaustanáttin endalausa

Enn herjar norđaustanáttin á landiđ, hlýnar og kólnar lítillega á víxl. Verđur samt ađ teljast í hlýrra lagi miđađ viđ árstíma, hámarkshitinn á landinu liggur í +7 til 9 stigum dag eftir dag - og fyrstu ţrjá daga nýja ársins hefur veriđ kaldast á Ţverfjalli fyrir vestan - í 700 metra hćđ. Dćgurlágmarkiđ ţar var í dag (föstudag) -5,7 stig og í byggđ var kaldast í Svartárkoti, -3,7 stig.

Leit er ađ mjög köldu lofti á stóru svćđi nema í örmjórri röst suđur međ Norđaustur-Grćnlandi - og ţar nćr ţađ ekki nema upp í 1 til 2 kílómetra ofan viđ sjávarmál - en nćgir til ađ halda viđ illindum hér á landi.

Viđ lítum á 500 hPa hćđar- og ţykktarkort sem sýnir stöđuna. Ţađ er ađ ţessu sinni klippt út úr hefđbundnu norđurhvelskorti og sýnir svćđiđ frá Grćnlandi austur um til Rússlands og suđur um Miđjarđarhaf.

w-blogg040114a 

Viđ sjáum risalćgđina lengst til vinstri. Hún dćlir hlýju lofti til norđurs og austurs - eins og fyrirrennarar hennar hafa veriđ ađ gera ađ undanförnu. Ţrátt fyrir alla ţessa dćlingu hefur ekki enn tekist ađ byggja upp stóra fyrirstöđu á svćđinu. Fyrir utan röstina viđ lćgđina er vindur mjög hćgur í 500 hPa (langt á milli jafnhćđarlína) alls stađar á kortinu.

Kalda loftiđ er langt í burtu - yfir Síberíu og nokkuđ snarpur kuldapollur viđ Norđvestur-Grćnland. Viđ Norđaustur-Grćnland má sjá stutt strik (gulbrúnt). Ţar má sjá ađ litir liggja ţétt - ţykktarsviđiđ er bratt. Ţađ eru 60 metrar á milli litanna og ţeir eru rúmlega ţrir undir strikinu. Ţađ eru 180 metrar - gefa efni í 22 hPa ţrýstibratta - ţarna undir ólmast norđan- og norđaustanstrengurinn og hefur ekkert ađ fara nema til suđvesturs um Grćnlandssund, stundum Vestfirđi, hálft eđa heilt Ísland.

Nćsta risalćgđ er í undirbúningi yfir Ameríku - spurning er hvort henni tekst ađ búa til fyrirstöđuna - nú eđa ţá brjótast austur um - eđa kannski gera ekki neitt. Komi fyrirstađa hjá okkur eđa norđaustan viđ - gćti Síberíukuldinn fariđ ađ hugsa til Evrópu. 

En viđ skulum líka gjóa augum til Vesturheims og líta á samskonar kort sem sýnir bróđurpart Norđur-Ameríku. Ţar er ólíkt ástand.

w-blogg040114b

Hér er gríđarlegur kuldapollur, miđja hans er viđ landamćri Kanada og Bandaríkjanna - ţar má sjá ţrjá fjólubláa liti. Sá dekksti sýnir ţykkt minni en 4800 metra. Viđ sjáum líka ađ kuldinn er á hreyfingu til suđausturs. En ţađ er aldrei langt í hlýja loftiđ í suđaustanverđum Bandaríkjunum - á milli er heimskautaröstin - mjög ţéttar jafnhćđarlínur og jafnţykktarlínurnar eru líka ţéttar, ţćr liggja mikiđ til samsíđa vindinum undir röstinni og jafna hana út - vindur er ţví ekki mikill ţegar hér er komiđ sögu. En kuldapollurinn mun raska ţessu - ţađ verđur bara ađ koma í ljós.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gćtuđ ţér sagt mér, háćruverđugur, hvort Síberíukuldinn sé óvenjulítill nú og undanfariđ og ef svo er, er ţađ eđlileg sveifla. Hann hefur ekkert sótt ađ Finnlandi, Svíţjóđ og miđ- og austur-Evrópu eftir ţví sem ég hef séđ til í vetur. Svo sem ekki "öll von/kuldi? úti enn" janúar eftir og febrúar...

Ari (IP-tala skráđ) 5.1.2014 kl. 19:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 645
  • Frá upphafi: 2351206

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 578
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband