4.12.2013 | 01:27
Kaldir dagar
Kalt loft úr norðri kemur nú suður yfir landið og virðist einna kaldast eiga að vera á fimmtudag og föstudag. Hér verður ekki reynt að ráða í það hversu kalt mun verða - en við lítum á þykktarspá sem gildir um hádegi á fimmtudag.
Heildregnar línur sýna þykktina og eru merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Litafletir sýna hita í 850 hPa (ansi kuldalegt).
Það er 4940 metra jafnþykktarlínan sem snertir norðausturhornið. Stöðvar á útnesjum og eyjum verjast kuldanum best - en samt er þar nokkuð gott samband á milli hita og þykktar. Sjávarylurinn tryggir góða blöndun og fréttir berast greiðlega á milli stöðvar og loftsins ofan við. Við fylgjumst því með hitanum á Stórhöfða, í Surtsey, Grímsey og Papey í þessu kuldakasti. Skyldu falla dægur- eða mánaðarmet á þessum stöðum? Ef það gerist ekki nær þetta kuldakast varla máli.
Sama má segja um stöðvarnar fáu á fjallstindum, Skálafell, Þverfjall og Gagnheiði. Falla met þar? Gerist það ekki nær þetta kuldakast ekki heldur máli.
Stöðvar á sléttlendi norðanlands og sunnan sem og á hálendinu missa hins vegar oft tengslin við það sem ofar er. Mun verra samband er þar á milli þykktar og hita heldur en á áðurnefndu stöðvunum. Auðvitað eru kuldar samt líklegri inn til landsins við litla þykkt en mikla. En - þar getur líka orðið mjög kalt þótt þykktin sé ekki svo lítil - séu geislunaraðstæður þannig. Í björtu veðri tapast tengsl á milli hita á láglendi og í háloftum mjög fljótt. Met á innsveitastöðvum eru því ekki eins marktæk um hvort eitthvað óvenjulegt er á seyði í háloftunum eða ekki.
Dægurmet eru stöðugt að falla - við fáum því hrinu nýrra lágmarkshitameta - en vafasamara er með mánaðarmetin - hvað þá ársmet.
En munum að hungurdiskar gera ekki spár.
Nú er mjög illskeytt lægð að myndast við Suður-Grænland - hún á að æða til austurs á morgun (miðvikudag) og á fimmtudag. Við sleppum líklega alveg - hugsanlega sjáum við til blikubakkans í norðurjaðri lægðarinnar. En kortið sýnir stöðuna kl. 18 á miðvikudag (ekki sami tími og á kortinu að ofan).
Lægðin er hér suður af landinu og fer ört dýpkandi. Hún á að fara rétt norðan Skotlands og síðan til austsuðausturs við suðurodda Noregs. Skotar, Danir og Þjóðverjar (og e.t.v. fleiri) búa sig undir það versta. Þó er enn mikil óvissa um hvernig fer - kannski fer spáin í vaskinn?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 122
- Sl. sólarhring: 221
- Sl. viku: 1654
- Frá upphafi: 2457209
Annað
- Innlit í dag: 101
- Innlit sl. viku: 1505
- Gestir í dag: 93
- IP-tölur í dag: 91
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það er varað við stormi hérna í Danmörku á Fimmtudaginn og fram á Föstudag. Þeir spá reyndar 20 m/s þar sem ég á heima, en það er nógu slæmt. Sérstaklega þar sem ekki er búið að gera við allar þær skemmdir sem urðu í síðasta stormi hérna í Danmörku.
Jón Frímann Jónsson, 4.12.2013 kl. 05:35
Veðurfræðingurinn á RÚV er enn í miklum ham þó heldur hafi sljákkað í honum eftir -25 gráðu spána í gærkvöldi.
Nú verður aðeins -7 til -15 stig á landinu, sem hann kallar reynar fimbulkulda.
Reyndar gat hann ekki slitið sig alveg frá spánni í gær og skellti sér í -17 til -23 gráðurnar einhvern tímann á fimmtudag/föstudag!
Svo er að bara að sjá hvort þetta rætist!
Torfi Kristján Stefánsson, 4.12.2013 kl. 19:43
Snjó kyngir niður í USA. Idaho, Wyoming, Minnesota, Oregon, Nevada, Montana, Norður Dakota, Utah and norður Arizona á kafi: http://usnews.nbcnews.com/_news/2013/12/03/21734950-arctic-invasion-brutal-weather-system-threatens-most-of-us-with-snow-ice-wind?lite
Hitastig í USA 30 - 40°F fyrir neðan meðallag: https://twitter.com/RyanMaue/status/408285227803373568/photo/1
Hættulegust vetrarmánuðir á síðustu 100 árum í uppsiglingu í USA: http://www.weatheraction.com/displayarticle.asp?a=606&c=5
Versti vetrarstormur í áratugi í uppsiglingu í Þýskalandi: http://www.spiegel.de/international/germany/germans-prepare-for-violent-storm-on-thursday-a-937226.html
En þetta er sjálfsagt allt hluti af óðahlýnunni!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 16:59
Það er greinilega kominn vetur á Norðurhveli jarðar - einhverjir greinilega að missa sig yfir því að vetri fylgi vetrarveður með lægðum og snjókomu (að venju). Á meðan þá er meðalhitastig jarðar nærri sögulegu hámarki, samkvæmt NOAA NCDC þá eru fyrstu 10 mánuðir ársins þeir 7. heitustu fyrir tímabilið frá upphafi mælinga - sjá t.d. Global Analysis - October 2013. Jájá, hvað um einhverjar leiðinda staðreyndir...það er leiðinlegt að spá í svoleiðis á köldum vetrardögum - dómsdagsspár um hnattræna kólnun - það er málið í huga sumra ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.12.2013 kl. 17:50
"Jájá, hvað um einhverjar leiðinda staðreyndir"(sic):
> Global cooling? New evidence suggests climate change may be on hold: http://www.syracuse.com/news/index.ssf/2013/09/global_cooling_new_evidence_suggests_climate_change_may_be_on_hold.html
> Climate Expert Warns of Impending Global Cooling Crisis:
http://freebeacon.com/climate-expert-warns-of-impending-global-cooling-crisis/
> Planet Is Going Through Global 'Cooling' Now, Say Scientists:
http://www.malaysiandigest.com/frontpage/29-4-tile/479039-planet-is-going-through-global-cooling-now-say-scientists.html
> Climate Theories Crumble as Data and Experts Suggest Global Cooling:
http://www.thenewamerican.com/tech/environment/item/16372-climate-theories-crumble-as-data-and-experts-suggest-global-cooling
> The Ice Age Cometh: Scientists increasingly moving to global cooling consensus:
http://www.sott.net/article/269538-Scientists-increasingly-moving-to-global-cooling-consensus
> Multiple lines of evidence suggest global cooling:
http://dailycaller.com/2013/11/13/multiple-lines-of-evidence-suggest-global-cooling/
> Global Cooling is Here - Evidence for Predicting Global Cooling for the Next Three Decades:
http://www.globalresearch.ca/global-cooling-is-here
> AVERY: Dreading the inevitable global cooling:
http://www.washingtontimes.com/news/2013/dec/1/avery-dreading-the-inevitable-global-cooling/
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 18:29
Jæja Hilmar bara í essinu sínu núna í kuldakastinu.
Hvað með hina hliðina Hilmar, t.d. miklu hýindin í Austfjörðum um daginn?
Pálmi Freyr Óskarsson, 5.12.2013 kl. 22:12
Pálmi - ekki skemma þetta hjá honum með einhverjum leiðinda staðreyndum - kuldinn hríslast um öll skilningarvit Hilmars nú um stundir.
En allaveg þá má lesa þessa skemmtilegu mýtu af loftslag.is, Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun - svona umræða virðist dúkka upp á ári hverju og því gott að eiga svona mýtur á lager ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 6.12.2013 kl. 00:01
Já, piltar, þetta er alvörukuldakast. Og líka alvöruillviðri í Norður-Evrópu. Hvað næst?
Trausti Jónsson, 6.12.2013 kl. 01:30
Hef á tilfinningunni að í vetur munu falla 4 þúsund kuldamet af öllu tagi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.12.2013 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.