Kaldir dagar

Kalt loft úr norđri kemur nú suđur yfir landiđ og virđist einna kaldast eiga ađ vera á fimmtudag og föstudag. Hér verđur ekki reynt ađ ráđa í ţađ hversu kalt mun verđa - en viđ lítum á ţykktarspá sem gildir um hádegi á fimmtudag.

w-blogg041213a 

Heildregnar línur sýna ţykktina og eru merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Litafletir sýna hita í 850 hPa (ansi kuldalegt).

Ţađ er 4940 metra jafnţykktarlínan sem snertir norđausturhorniđ. Stöđvar á útnesjum og eyjum verjast kuldanum best - en samt er ţar nokkuđ gott samband á milli hita og ţykktar. Sjávarylurinn tryggir góđa blöndun og fréttir berast greiđlega á milli stöđvar og loftsins ofan viđ. Viđ fylgjumst ţví međ hitanum á Stórhöfđa, í Surtsey, Grímsey og Papey í ţessu kuldakasti. Skyldu falla dćgur- eđa mánađarmet á ţessum stöđum? Ef ţađ gerist ekki nćr ţetta kuldakast varla máli.

Sama má segja um stöđvarnar fáu á fjallstindum, Skálafell, Ţverfjall og Gagnheiđi. Falla met ţar? Gerist ţađ ekki nćr ţetta kuldakast ekki heldur máli.

Stöđvar á sléttlendi norđanlands og sunnan sem og á hálendinu missa hins vegar oft tengslin viđ ţađ sem ofar er. Mun verra samband er ţar á milli ţykktar og hita heldur en á áđurnefndu stöđvunum. Auđvitađ eru kuldar samt líklegri inn til landsins viđ litla ţykkt en mikla. En - ţar getur líka orđiđ mjög kalt ţótt ţykktin sé ekki svo lítil - séu geislunarađstćđur ţannig. Í björtu veđri tapast tengsl á milli hita á láglendi og í háloftum mjög fljótt. Met á innsveitastöđvum eru ţví ekki eins marktćk um hvort eitthvađ óvenjulegt er á seyđi í háloftunum eđa ekki.

Dćgurmet eru stöđugt ađ falla - viđ fáum ţví hrinu nýrra lágmarkshitameta - en vafasamara er međ mánađarmetin - hvađ ţá ársmet.

En munum ađ hungurdiskar gera ekki spár.

Nú er mjög illskeytt lćgđ ađ myndast viđ Suđur-Grćnland - hún á ađ ćđa til austurs á morgun (miđvikudag) og á fimmtudag. Viđ sleppum líklega alveg - hugsanlega sjáum viđ til blikubakkans í norđurjađri lćgđarinnar. En kortiđ sýnir stöđuna kl. 18 á miđvikudag (ekki sami tími og á kortinu ađ ofan).

w-blogg041213b

Lćgđin er hér suđur af landinu og fer ört dýpkandi. Hún á ađ fara rétt norđan Skotlands og síđan til austsuđausturs viđ suđurodda Noregs. Skotar, Danir og Ţjóđverjar (og e.t.v. fleiri) búa sig undir ţađ versta. Ţó er enn mikil óvissa um hvernig fer - kannski fer spáin í vaskinn?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ţađ er varađ viđ stormi hérna í Danmörku á Fimmtudaginn og fram á Föstudag. Ţeir spá reyndar 20 m/s ţar sem ég á heima, en ţađ er nógu slćmt. Sérstaklega ţar sem ekki er búiđ ađ gera viđ allar ţćr skemmdir sem urđu í síđasta stormi hérna í Danmörku.

Jón Frímann Jónsson, 4.12.2013 kl. 05:35

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Veđurfrćđingurinn á RÚV er enn í miklum ham ţó heldur hafi sljákkađ í honum eftir -25 gráđu spána í gćrkvöldi.

Nú verđur ađeins -7 til -15 stig á landinu, sem hann kallar reynar fimbulkulda.

Reyndar gat hann ekki slitiđ sig alveg frá spánni í gćr og skellti sér í -17 til -23 gráđurnar einhvern tímann á fimmtudag/föstudag!

Svo er ađ bara ađ sjá hvort ţetta rćtist!

Torfi Kristján Stefánsson, 4.12.2013 kl. 19:43

3 identicon

Snjó kyngir niđur í USA. Idaho, Wyoming, Minnesota, Oregon, Nevada, Montana, Norđur Dakota, Utah and norđur Arizona á kafi: http://usnews.nbcnews.com/_news/2013/12/03/21734950-arctic-invasion-brutal-weather-system-threatens-most-of-us-with-snow-ice-wind?lite

Hitastig í USA 30 - 40°F fyrir neđan međallag: https://twitter.com/RyanMaue/status/408285227803373568/photo/1

Hćttulegust vetrarmánuđir á síđustu 100 árum í uppsiglingu í USA: http://www.weatheraction.com/displayarticle.asp?a=606&c=5

Versti vetrarstormur í áratugi í uppsiglingu í Ţýskalandi: http://www.spiegel.de/international/germany/germans-prepare-for-violent-storm-on-thursday-a-937226.html

En ţetta er sjálfsagt allt hluti af óđahlýnunni!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 5.12.2013 kl. 16:59

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ţađ er greinilega kominn vetur á Norđurhveli jarđar - einhverjir greinilega ađ missa sig yfir ţví ađ vetri fylgi vetrarveđur međ lćgđum og snjókomu (ađ venju). Á međan ţá er međalhitastig jarđar nćrri sögulegu hámarki, samkvćmt NOAA NCDC ţá eru fyrstu 10 mánuđir ársins ţeir 7. heitustu fyrir tímabiliđ frá upphafi mćlinga - sjá t.d. Global Analysis - October 2013. Jájá, hvađ um einhverjar leiđinda stađreyndir...ţađ er leiđinlegt ađ spá í svoleiđis á köldum vetrardögum - dómsdagsspár um hnattrćna kólnun - ţađ er máliđ í huga sumra ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.12.2013 kl. 17:50

5 identicon

"Jájá, hvađ um einhverjar leiđinda stađreyndir"(sic):

> Global cooling? New evidence suggests climate change may be on hold: http://www.syracuse.com/news/index.ssf/2013/09/global_cooling_new_evidence_suggests_climate_change_may_be_on_hold.html

> Climate Expert Warns of Impending Global Cooling Crisis:

http://freebeacon.com/climate-expert-warns-of-impending-global-cooling-crisis/

> Planet Is Going Through Global 'Cooling' Now, Say Scientists:

http://www.malaysiandigest.com/frontpage/29-4-tile/479039-planet-is-going-through-global-cooling-now-say-scientists.html

> Climate Theories Crumble as Data and Experts Suggest Global Cooling:

http://www.thenewamerican.com/tech/environment/item/16372-climate-theories-crumble-as-data-and-experts-suggest-global-cooling

> The Ice Age Cometh: Scientists increasingly moving to global cooling consensus:

http://www.sott.net/article/269538-Scientists-increasingly-moving-to-global-cooling-consensus

> Multiple lines of evidence suggest global cooling:

http://dailycaller.com/2013/11/13/multiple-lines-of-evidence-suggest-global-cooling/

> Global Cooling is Here - Evidence for Predicting Global Cooling for the Next Three Decades:

http://www.globalresearch.ca/global-cooling-is-here

> AVERY: Dreading the inevitable global cooling:

http://www.washingtontimes.com/news/2013/dec/1/avery-dreading-the-inevitable-global-cooling/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 5.12.2013 kl. 18:29

6 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Jćja Hilmar bara í essinu sínu núna í kuldakastinu. Hvađ međ hina hliđina Hilmar, t.d. miklu hýindin í Austfjörđum um daginn?

Pálmi Freyr Óskarsson, 5.12.2013 kl. 22:12

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Pálmi - ekki skemma ţetta hjá honum međ einhverjum leiđinda stađreyndum - kuldinn hríslast um öll skilningarvit Hilmars nú um stundir.

En allaveg ţá má lesa ţessa skemmtilegu mýtu af loftslag.is, Ţađ er kalt á Klonke Dinke og ţví er engin hnattrćn hlýnun - svona umrćđa virđist dúkka upp á ári hverju og ţví gott ađ eiga svona mýtur á lager ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.12.2013 kl. 00:01

8 Smámynd: Trausti Jónsson

Já, piltar, ţetta er alvörukuldakast. Og líka alvöruillviđri í Norđur-Evrópu. Hvađ nćst?

Trausti Jónsson, 6.12.2013 kl. 01:30

9 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hef á tilfinningunni ađ í vetur munu falla 4 ţúsund kuldamet af öllu tagi.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 7.12.2013 kl. 20:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg23124-kosningaspa-ec a
  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 110
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 2432
  • Frá upphafi: 2413866

Annađ

  • Innlit í dag: 106
  • Innlit sl. viku: 2247
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 99

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband