27.11.2013 | 01:10
Óvenjuleg hlýindi - fjúka hjá
Óvenju hlýtt hefur verið víða um land í dag (þriðjudag 26. nóvember) og í gær. Sérlega hlýtt hefur verið á Austfjörðum og komst hiti í 20,2 stig á Dalatanga. Sjaldgæft er að hiti nái 20 stigum í nóvember og aðeins er vitað til þess að það hafi gerst í tveimur fyrri nóvembermánuðum, 1999 og 2011. Í nóvember 1999 fór hiti raunar í 20 stig tvisvar með nokkurra daga millibili.
Hámarkshitamet mánaðarins var sett í fyrri hrinunni 1999, 23,2 stig mældust þá á sjálfvirku stöðinni á Dalatanga og 22,7 á mönnuðu stöðinni á sama stað.
Hitinn í dag er sá hæsti sem mælst hefur svo seint á árinu og var dægurmet dagsins slegið svo um munaði, fyrra metið var sett á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði 1994 og var 14,5 stig. Met dagsins var sum sé 5,7 stigum hærra.
Mikil hrúga af dægurmetum stöðva féll eins og vera ber, flest á sjálfvirkum stöðvum sem ekki hafa athugað lengi, en dægurmet féllu reyndar á mönnuðu stöðinni á Akureyri þar sem nokkuð öruggur dægurhámarkalisti nær aftur til 1938 (13,9 stig) - og á mönnuðu stöðinni á Dalatanga en þar er dægurmetalistinn 64 ár (65 með nýju færslunni).
Tafla sem sýnir ný met fyrir nóvember allan á veðurstöðvunum er hins vegar heldur rýr. Hitahrinurnar 1999 og 2011 eiga enn flestöll mánaðametin. Þeim var ekki haggað í dag.
Hvasst var á landinu í dag og á hvassviðrið sinn þátt í hinum háa hita. Það er óvenjulegt að hiti á veðurstöð nái mættishita í 850 hPa. Yfirleitt blandast hlýindin í háloftunum við kalt loft neðar þannig að munur sé á þessu tvennu - jafnvel fljóti hlýja loftið alveg yfir. Evrópureiknimiðstöðin sagði mættishitann við Austurland hafa komist í rúm 20 stig. Þykktin var meiri en 5540 metrar - það er eins og á góðum sumardegi.
En þetta er væntanlega það hlýjasta í bili, við vonum auðvitað það besta en ekki er víst að 20 stigunum verði náð aftur fyrr en í maí næsta vor - eða enn síðar. Veðrið hefur samt lag á að koma okkur sífellt á óvart. Umhleypingarnir eiga samt að halda áfram en með venjubundnari hita. Svo er alltaf eitthvað kuldakast lengra framundan ef trúa má spánum. Við vonum að slíkt rætist ekki.
Vegna flókinna átaka á alþingi hungurdiska um framtíðarritstjórnarstefnu miðilsins verður minna um pistla á næstunni en verið hefur að jafnaði undanfarin ár. Leitað er pólitískra lausna.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 996
- Sl. sólarhring: 1102
- Sl. viku: 3386
- Frá upphafi: 2426418
Annað
- Innlit í dag: 888
- Innlit sl. viku: 3044
- Gestir í dag: 866
- IP-tölur í dag: 800
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir þetta, fræðandi og skemmtilegt.
Brynjólfur Tómasson, 27.11.2013 kl. 10:02
Einnig takk frá mér þú ert frábær veðurfræðingur og fl.Kveðja
Haraldur Haraldsson, 27.11.2013 kl. 11:12
Bestu þakkir. Vonandi finnst "pólitísk" lausn hið fyrsta. Veit ekki hvernig maður þolir
við ef ekki koma frá þér pistlar.
Kveðja
Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 16:01
Við Stórhöfðafeðgar eru sammála þeim Brynjólfi, Haraldi og Gunnari. Endilega ekki láta "sérvitringinn" Hilmar eyðileggja þetta veðurblogg.
Pálmi Freyr Óskarsson, 27.11.2013 kl. 18:02
Takk fyrir góða pistla í gegnum tíðina og vonandi heldur áfram stöðugur straumur veðurfróðleiks á blogginu - hvað sem líður pólitísku argaþrasi á ritstjórninni.
Sveinn Atli Gunnarsson, 28.11.2013 kl. 01:18
Kærar þakkir fyrir allan fróðleikinn, má ekki til þess hugsa að þessir pistlar hætti að sjást.
Birna Lárusdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 13:30
Á ekkert að ræða hrakfarirnar á loftslagsráðstefnunni í Póllandi á alþingi hungurdiska? :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.