Smávegis um lágmarkshitameting á árinu 2013

Nú er í lagi að fara að fylgjast með metingi um köldustu daga ársins. Það kom ritstjóranum satt best að segja á óvart að mánudagurinn 18. nóvember reyndist eiga lægsta lágmark ársins á 41 sjálfvirkri veðurstöð af 175 í pottinum. Þá var meðalhiti í byggðum -5,81 stig (svo reiknað sé með keppnisaukastöfum), en -7,20 ef hálendið er talið með.

Aðalkeppinauturinn, 5. mars, á lægsta árshita á 33 stöðvum - en byggðarmeðalhitinn var þó nokkuð lægri en nú á dögunum, -7,78 stig. Fimmti mars er þannig enn kaldasti dagur ársins. Þá fór hiti ekki upp fyrir frostmark á neinni stöð. Lægsta landsdagshámark (úff) í nóvember, hingað til, er 4,5 stig - mánudagurinn (18.) á það.

Janúar og febrúar í ár voru fádæma hlýir og árslágmarksveiði þeirra rýr, engin stöð í janúar og aðeins tvær í febrúar. Mars hangir enn á 75 stöðvarárslágmörkum en nóvember er þegar kominn upp í 61 stöð - og þriðjungur mánaðarins eftir. Mikið kuldakast í apríl nældi í 35 lágmörk og maí meira að segja tvö.

Algengt er að kaldasti dagur ársins sé í desember - við bíðum frekari tíðinda.

Allt með fyrirvara um mögulegar villur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakkir fyrir snemmtæka smávegis áherslu á lágmarkshita á Íslandi Trausti. Kuldinn er auðvitað meira vandamál hér sem annars staðar í heiminum:

Mesta snjókoma frá því að mælingar hófust í Kanada:

http://www.wltribune.com/news/232683941.html

Met snjókoma í Bandaríkjunum:

http://weather.bloginky.com/2013/11/12/another-record-snowfall-for-lexington/

Met snjókoma á norðurhveli jarðar síðustu 10 ár:

http://icecap.us/images/uploads/Screen_shot_2013-05-30_at_9.42.56_AM.png

Spá um sérstaklega harðan vetur á Bretlandi:

http://www.express.co.uk/news/uk/442873/Coldest-winter-in-modern-times-on-way-with-snow-forecast-for-Britain-starting-next-week

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.11.2013 kl. 20:30

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Þú ert alltaf í sama heygarðshorni Hilmar minn. Enn það er líka hægt að finna hlýjast einhvað í smá tíma ef mundir nenna að sjá það.

Pálmi Freyr Óskarsson, 22.11.2013 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1001
  • Sl. sólarhring: 1107
  • Sl. viku: 3391
  • Frá upphafi: 2426423

Annað

  • Innlit í dag: 893
  • Innlit sl. viku: 3049
  • Gestir í dag: 869
  • IP-tölur í dag: 803

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband