18.11.2013 | 00:46
Norðvestan- og vestanumhleypingar
Vikan virðist ætla að fara í að koma tveimur lægðum austur yfir Grænland. Í sjálfu sér fer veðrakerfið létt með það - en hvernig sýndarveruleika tölvuspánna gengur að herma það - áður en lofthjúpurinn sjálfur leggur niður spilin er annað mál.
En ætli við trúum samt ekki spánum varðandi fyrri lægðina - þá sem á að fara hjá Íslandi á þriðjudaginn. En lítum áður á þykktarkort morgundagsins (mánudags 17. nóvember).
Jafnþykktarlínur eru heildregnar en hiti í 850 hPa er sýndur með litum. Það er 5040 metra jafnþykktarlínan sem umlykur landið norðaustanvert sem þýðir að loftið er meir en 10 stigum kaldara en að meðallagi í nóvember. Frostið er meira en -16 stig í 850 hPa-fletinum - en trúlega meira við jörð.
En háloftakuldinn fer fljótt hjá. Við sjáum aðeins í hlýja loftið við Suður-Grænland. Að vísu er guli bletturinn sem við sjáum hálfgert plat, þetta loft hefur hlýnað í niðurstreymi austan jökuls í mikilli norðvestanátt. Blettir sem þessir slitna ekki alltaf frá uppruna sínum. Hlýrra loft er rétt sunnan við kortið og kemur inn á það síðdegis á mánudag.
Næsta kort sýnir mun stærra svæði. Hér eru jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar en þykktin er sýnd í lit.
Rauða örin bendir á Ísland. Við sjáum að jafnhæðarlínurnar eru gríðarþéttar við landið vestanvert. Þetta er lægðardrag sem nýkomið er yfir Grænland og er á hraðri leið til suðausturs. Lægð er við sjávarmál norðan við land. Kortið gildir á hádegi á þriðjudag. (19.11.) Mörkin á milli grænu og bláu litanna er við 5280 metra. Landið er nær allt í bláa litnum - en þetta er þó mun meiri þykkt heldur en var á mánudagskortinu. En sé farið í saumana á smáatriðum kemur í ljós að kalda loftið er hér aftur komið í framsókn. Svo er næsta lægðardrag í undirbúningi vestan Grænlands.
Þetta kort er fengið úr hálfrargráðugögnum evrópureiknimiðstöðvarinnar. Sú landfræðilega upplausn er heppileg til að sýna aðalatriði máls. En líkanið er nákvæmara - reiknar á áttundahluta úr landfræðigráðu. Á næsta korti má sjá norðvestanstrenginn í þeirri upplausn - í sömu hæð, 500 hPa.
Ísland er á miðri mynd. Hér sýna litafletir hita í 500 hPa og vindur og vindhraði er sýndur með hefðbundnum vindörvum. Vel sést hversu mikill strengurinn er, 60 til 65 m/s þar sem mest er (tvö flögg og þrjú strik). Sömuleiðis sést vel hversu óskaplega þéttar jafnhitalínurnar eru - enda eins gott því hita (eða þykktarbratti) fer langt með að vega upp á móti jafnhæðarlínunum og vindur er mun minni við jörð.
Við sjáum samt að smábylgjur eru á jafnhæðarlínunum. Það eru fjöll Íslands og Grænlands sem trufla vindinn - rétt að gefa fjallabylgjum og tilheyrandi vindum auga - sérstaklega á svæðinu frá Eyjafjöllum austur á Firði síðdegis á þriðjudag og á þriðjudagskvöld.
Svo er annað - fallvindar við Austur-Grænland. Við skulum líta á eitt kort til viðbótar. Það sýnir vind líkansins í 100 metra hæð og gildir kl. 9 á þriðjudagsmorgni - þremur klukkustundum á undan kortunum hér að ofan. Ástæðan fyrir tímavalinu sést á kortinu.
Milli Vestfjarða og Grænlands er svæði þar sem vindur er meiri en 24 m/s - og þar blæs vindur úr norðvestri - þvert á Grænlandssund. Vindhraði af þessu tagi er auðvitað hvergi algengari heldur en á þessum slóðum en það er áttin sem er óvenjuleg. Strengurinn virðist eiga uppruna sinn á mjóu svæði við Grænlandsströnd.
Við austanverða jökulbrúnina er langt svæði þar sem vindur er mikill. Þessi mikli vindur nær hins vegar hvergi niður að sjávarmáli nema á mjög afmörkuðu svæði. Hungurdiskar hafa fjallað áður um fallvinda á Austur-Grænlandi og verður það ekki endurtekið hér. Líkanið segir þennan ákveðna streng ekki ná til Vestfjarða og við trúum því í bili. - Hann er mun veigaminni á hádegiskortinu og þess vegna var þetta valið.
En að lokum hvetjum við þá sem eiga eitthvað undir veðri og vindum að fylgjast vel með spám Veðurstofunnar næstu daga. Það er möguleiki á hvössum vindum, frostrigningu eða annarri óáran á stöku stað á landinu. En hungurdiskar spá engu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 4
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 1338
- Frá upphafi: 2455664
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1198
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.