31.10.2013 | 00:21
Hindranalítill hringakstur á norðurhveli
Háloftaspákortið hér að neðan gildir um hádegi á föstudag. Þar má sjá að lítið sést til mikilla hryggja norður úr heimskautaröstinni. Hún hringar sig hindranalítið um allt norðurhvelið.
Ísland er rétt neðan við miðja mynd, norðurskautið þar fyrir ofan. Myndin batnar mjög við stækkun. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar. Því þéttari sem þær eru því hvassari er vindurinn. Hneppi af þéttum línum liggur umhverfis blálitaða svæðið - það er röstin. Litirnir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin á milli grænu og bláu litanna er við 5280 metra - í þetta sinn skammt suður og austur af Íslandi.
Norðan við röstina er aðallega flatneskja í háloftunum, jafnhæðarlínur eru t.d. ekki mjög þéttar við Ísland. Ef vel er að gáð sést samt að þar í grennd eru tvær jafnhæðarlínur. Lega þeirra gefur til kynna að vindur sé af norðaustri í 5 km hæð yfir landinu. Á milli línanna eru 60 metrar, það samsvarar um 8 hPa bratta.
Eini kuldapollurinn sem nær að hringa sig svo heitið geti er sá fjólublái, skammt norður af Síberíu. Þéttar jafnhæðarlínur eru allt í kringum hann. Fjólublái liturinn hefur varla sýnt sig til þessa í haust en ætti að fara að leggjast í fasta búsetu - af stærð hans má ráða hvernig veturinn hefur það. En þetta er bara fyrsti fjólublái liturinn af fjórum. Hinir sýna sig síðar.
Svo virðist sem það dragi nú úr hlýindunum óvenjulegu sem verið hafa í Alaska mestallan mánuðinn. Röstin liggur enn beint úr vestri inn yfir Evrópu og þótt nú sé ekki beinlínis spáð frekari stórviðrum þar um slóðir er allur varinn góður ef röstin fer að hnykla sig. Sömuleiðis er röstin mjög sterk yfir Bandaríkjunum (er það oft) og má sjá krappa bylgju við vötnin miklu. Hún gæti valdið vandræðum.
Þeir sem ekki treysta sér til að rýna í kortið geta sér að skaðlitlu sleppt tveimur næstu málsgreinum.
En víkjum aftur að stöðunni við Ísland. Þar er eins og áður sagði hófleg norðaustanátt í háloftunum. Ef við rýnum í smáatriðin á kortinu má sjá að þykktarbrattinn er töluverður norður af landinu, þar tekur hver blái liturinn við af öðrum. Það er 60 metra bil á milli jafnþykktarlitanna og hvert þeirra samsvarar líka um 8 hPa þrýstibratta.
Ef við teljum bláu litina frá og með þeim sem er yfir Íslandi og norður á bóginn til Norðausturgrænlands fáum við út 6 liti eða 5 bil. Það eru þá um 300 metrar, safnast þegar saman kemur. Undir þessu til þess að gera flata háloftasviði er sum sé efni í töluverðan vind. Norðaustanátt hæðarsviðsins gefur þar að auki viðbót á vindinn norður af landinu. - Á móti kemur hins vegar að þar sem kaldast er við Norðausturgrænland er kuldapollur, sunnan við hann er suðvestanátt sem jafnar þykktarbrattann út (úff - dálítið snúið - en við látum ekki deigan síga).
Síðara kort dagsins (einnig frá evrópureiknimiðstöðinni) sýnir legu 925 hPa-flatarins á sama tíma og sömuleiðis hita og vind í fletinum.
Hæð flatarins við Vestfirði er um 600 metrar, en um 480 metrar við Langanes. Munurinn er um 120 metrar (15 hPa). Því þéttari sem jafnhæðarlínurnar eru því meiri er vindurinn. Hann flaggar á stóru svæði norðan við land og úti fyrir Vestfjörðum. Þar sem flagg birtist á vindör er vindurinn 25 m/s eða meiri. Nú er vindur við sjávarmál minni en þetta (vegna núnings) - en samt er ekki hægt að segja annað en að um vonskuveður sé að ræða.
Vindur er væntanlega enn minni inni yfir landi og svo er hæðarsviðið flatt um landið sunnanvert. Litla lægðin við Norðausturland er komin úr austri og fer væntanlega suður um landið austanvert - eða eyðist við að rekast á landið. Við skulum þó hafa í huga að nærri tveir sólarhringar eru í þessa stöðu þegar skrifað er (um miðnætti á miðvikudagskvöldi) og varla hægt að búast við því að smálægðir eins og sú sem hér um ræðir skili sér í réttri stærð eða verði á réttum stað um hádegi á föstudag. En nútímareiknilíkönum er alveg trúandi til að hitta rétt í - alla vega er ekki hægt að ganga út frá því að rangt sé reiknað.
Takið eftir hitabrattanum - litur við lit á stormsvæðinu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:57 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 949
- Sl. sólarhring: 1119
- Sl. viku: 3339
- Frá upphafi: 2426371
Annað
- Innlit í dag: 845
- Innlit sl. viku: 3001
- Gestir í dag: 825
- IP-tölur í dag: 760
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.