Hægviðrasamur mánuður - það sem af er

Októbermánuður hefur verið hægviðrasamur það sem af er. Enn eru þó átta dagar eftir þegar þetta er skrifað (á miðvikudagskvöldi 23.) og hlutirnir fljótir að breytast.

w-blogg241013 

Hér má sjá landsmeðalvindhraða fyrstu 23 daga októbermánaðar 1949 til 2013. Bláa línan sýnir meðaltal mannaðra stöðva en sú rauða meðaltal sjálfvirkra í byggð. Mjög hægviðrasamt var einnig á sama tíma í fyrra en síðan þarf að fara aftur til októbermánaðar 1982 til að finna ámóta. Síðan var einnig mikið hægviðri á sama tíma 1960 og 1961.

Október 1961 sprakk reyndar á limminu því illviðrasamt var síðustu vikuna og svipað má segja með október 1982. Október 1960 stóð vaktina til enda og verður erfitt fyrir núlíðandi mánuð að ná sama árangri - að enda innan við 3 m/s. Þess verður þó að gæta að logn var yfirleitt oftalið á fyrri hluta þessa tímabils sem hér er sýnt. Ritstjórinn hefur ekki athugað hvort svo var haustið 1960.

Mjög þurrt hefur nú verið um stóran hluta landsins og fáir októbermánuðir sem byrjað hafa á jafnrýrri úrkomu um landið vestanvert og nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Í gær 23. október var 50 ár liðinn síðan einn mesti vindhraði sem hefur geisað á Stórhöfða. 10 mín.meðalvindhraði fór þá í "56"m/s.

 Undir hvað flokkast Stórhöfði í línuritinu, Trausti? 

Pálmi Freyr Óskarsson, 24.10.2013 kl. 18:46

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Stórhöfði er með í meðaltali sjálfvirkra stöðva - en ekki í mannaða meðaltalinu. Sjá má veðurkort frá 23. október 1965 í fróðleikspistli á vef Veðurstofunnar, eftirminnileg veðurkort. Sömuleiðis kom þetta veður við sögu í gömlum hungurdiskapistli 3. október 2011 og reyndar líka 9. október 2010.

Trausti Jónsson, 26.10.2013 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg230325a
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 1340
  • Frá upphafi: 2455666

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1200
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband