Enn af því sama

Rétt er að fylgja enn miðvikudagssyrpunni sem grasserað hefur á hungurdiskum undanfarna daga - en nú fer að verða nóg komið. Í dag (þriðjudag) náði norðanillviðri um Vestfirði og allt suður á Snæfellsnes. Sá stormur virðist nú þokast vestur - kemur síðan aftur - en er þá að ganga endanlega niður.

Spáin um legu 500 hPa-flatarins, vind í honum og hita sem gildir um hádegi á morgun (miðvikudag) sýnir kuldapollinn nærri Suðvesturlandi.

w-blogg231013a

Hann kemur að vestan en svo er að sjá að hann skilji kaldasta loftið eftir við Grænland. Vestanháloftastrengurinn fer fyrir sunnan land - en yfir landinu er suðaustanátt í 5 km hæð. Hún liggur til Grænlands en undir ríkir norðanáttin - býsna hvöss, jafnvel fárviðri undan Brewsterhöfða sunnan við Scoresbysund. Það sést á 925 hPa-kortinu sem gildir á sama tíma.

w-blogg231013b

Á kortinu er flöturinn í um 500 m hæð yfir Reykjavík. Háloftasuðaustanáttin þokar vindstrengnum til vesturs í bili en þegar háloftalægðin er komin lengra verður vindáttin yfir svæðinu austlægari og hægari. Þá slaknar á aðhaldinu. Vindur í 925 hPa-vindstrengnum snýst þá úr norðnorðaustri í norðaustur og jafnvel austur og hann fellur aftur inn á Vestfirði - en vegna þess að aðhaldið hefur minnkað dregur fljótt úr vindhraða.

Að lokum ná vindar í neðri og efri lögum saman og búa til sameiginlega hringrás í kringum kuldapollinn. Hann á síðan að fara austur með Suðurlandi og til norðausturs úti af Austfjörðum. Sögu þessa kerfis verður þá lokið hér við land og eitthvað annað tekur við. Mikil lægð á að fara til austurs fyrir sunnan land - en kalda loftið sem skilið var eftir yfir Grænlandi gerir aðra tilraun til að komast hingað á sunnudag/mánudag - en það er önnur saga - og svo önnur og önnur og önnur og ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119f
 • w-blogg151119e

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.11.): 337
 • Sl. sólarhring: 408
 • Sl. viku: 1803
 • Frá upphafi: 1850646

Annað

 • Innlit í dag: 300
 • Innlit sl. viku: 1571
 • Gestir í dag: 296
 • IP-tölur í dag: 285

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband