Hringlandi spár (enn og aftur)

Hungurdiskar fjalla ađ jafnađi lítiđ um spár meir en einn til tvo daga fram í tíma - en nú birtist ágćtt dćmi um mjög misvísandi 4 daga spár. Rétt ađ líta á ţađ.

Fyrsta kortiđ er sjaldan sýnt. Ţađ sýnir hćđ 400 hPa-flatarins, form hans, lćgđir og hćđir eru svo líkar 500 hPa-fletinum ađ ástćđulítiđ er ađ hanga yfir honum. En á kortinu hér ađ neđan má auk hćđar flatarins einnig sjá svonefnda mćttisiđu í fletinum. Viđ skulum ekki hafa áhyggjur af ţví hvađ ţađ í ósköpunum er - en hér notum viđ ţađ til ađ sjá legu snarpra háloftalćgđardraga og krappra lćgđa í sjónhendingu.

w-blogg201013a

Í pistli gćrdagsins var fjallađ um tvö lćgđardrög á leiđ suđaustur um Grćnland. Ţau sjást mjög vel á ţessu korti sem gildir um hádegi á ţriđjudag (22. október). Ţađ fyrra er ţá yfir Vesturlandi en ţađ seinna - og öflugra er rétt ađ komast yfir Grćnland á leiđ til okkar.

Ţađ er ţetta seinna lćgđardrag sem virđist vera sérlega erfitt fyrir spárnar í framhaldinu. Lítum nú á tvö 500 hPa hćđar- og ţykktarkort sem gilda um hádegi á miđvikudag - sólarhring eftir kortinu hér ađ ofan.

w-blogg201013b

Kortiđ til vinstri sýnir reikninga evrópureiknimiđstöđvarinnar. Ţar má sjá lćgđardragiđ orđiđ ađ mjög krappri háloftalćgđ skammt undan Suđurlandi, miđjuhćđ hennar er 5090 metrar. Svarta örin markar stefnuna. Rauđar strikalínur sýna ţykktina. Fleygur af köldu lofti (minna en 5220 metra ţykkt) liggur til austurs rétt suđvestur af landinu. Lćgđinni hefur tekist ađ ná í hlýtt loft sem á kortinu stefnir til vesturs yfir Norđurland, býsna hlýtt međ ţykktina 5400 metra skammt undan Norđausturlandi.

Jafnţykktarlínurnar liggja samsíđa í stafla yfir Norđurlandi - alveg hornrétt á jafnhćđarlínurnar. Ţetta lítur ekki vel út. Ţykktarmunur á Vestfjörđum og Norđausturlandi (ţykktarbrattinn) er um 180 metrar - ţađ samsvarar 22 hPa í sjávarmálsţrýstingi. Viđ látum lesendum eftir ađ breyta ţví í vind.

En - kortiđ til hćgri sýnir reikninga bandarísku veđurstofunnar fyrir sama tíma. Hér er lćgđardragiđ bara lćgđardrag - kannski er um 5210 metra lćgđ viđ Suđvesturland. Alla vega munar hér 120 metrum á dýpt lćgđarinnar í spánum tveimur - ţađ er um 15 hPa. Lćgđardraginu hefur ekki tekist ađ ná í neitt hlýtt loft - vćgt kalt ađstreymi er ríkjandi á svćđinu. Ţykktin viđ Miđnorđurland er um 5160 metrar - en er um 5320 metrar í hinni spánni. Hér munar 160 metrum, ţađ eru um 8°C. Býsna mikiđ. Undir ţessu 500 hPa-veđri er ţó norđaustanátt - ekki ţó svo mjög hvöss.

Ekki er nóg međ ađ reiknimiđstöđvarinnar tvćr séu ósammála heldur er evrópureiknimiđstöđin hrikalega ósammála sjálfri sér 12 klukkustundum áđur. Viđ sjáum ţađ á kortinu hér ađ neđan. Ţađ sýnir sjávarmálsţrýsting á miđvikudagskvöld (heildregnar línur) og mismun spárunanna tveggja (á miđnćtti og hádegi 19. október) í lit.

w-blogg201013c

Grćna örin bendir á stađ ţar sem ţrýstingur í hádegisspánni er 31,7 hPa lćgri heldur en í nćstu spárunu á undan. Ekki traustvekjandi ţađ.

En hvađ verđur svo? Allar spár virđast sammála um ađ norđanátt verđi á miđvikudaginn og ađ sennilega verđi hún leiđinlega hvöss. Trúlega slaknar eitthvađ á evrópureiknimiđstöđinni aftur - eftir reglunni almennu um ađ taka eigi óvćntum og öfgakenndum spám af mikilli varúđ - en fyrir 36 tímum var hún reyndar ađ spá austanhríđarveđri á Suđvesturlandi á miđvikudaginn - hćtti svo snarlega viđ ţađ - bauđ svo upp á .... Hver verđur matseđill miđvikudagsins á morgun?

Muniđ ţađ ađ alvöruspár má finna á vef Veđurstofunnar og í almennum veđurfréttum. Hungurdiskar spá engu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ţetta endar sennilega í risa-heimskautafellibyl eins og í myndinni "The Day After Tomorrow" og svo ísöld í framhaldinu.

Emil Hannes Valgeirsson, 20.10.2013 kl. 02:04

2 identicon

Ţetta hringlandi spáblogg er órćkur vitnisburđur um ađ fćrustu veđurstofur heims geta ekki spáđ fyrir um ţróun veđurs lengra en 10 daga fram í tímann, međ einhverri vissu.

Ţrátt fyrir ţessa stađreynd stendur ekki á spámönnum Veđurstofu Íslands ađ spá allt ađ 6°C hitaaukningu á ársgrundvelli á ţessari öld!

Ţćr eru margar "alvöruspárnar" :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 20.10.2013 kl. 09:22

3 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Ţessi mikla veđurspáóvissa núna er ekki daglegt brauđ Hilmar, og ţess vegna eru ţessar ásakarnir ţínar á veđurfrćđinga frekar ósanngjarnar.

Pálmi Freyr Óskarsson, 20.10.2013 kl. 18:54

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ađ bera saman veđurfar frá degi til dags og hlýnandi loftslag vegna breytinga í samsetningu lofthjúps er eins og ađ bera saman epli og appelsínur. En allavega, alltaf fróđlegt ađ fylgjast međ veđurpćlingum hér (ţó engar veđurspár séu gerđar).

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.10.2013 kl. 20:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.4.): 19
 • Sl. sólarhring: 472
 • Sl. viku: 2261
 • Frá upphafi: 2348488

Annađ

 • Innlit í dag: 17
 • Innlit sl. viku: 1980
 • Gestir í dag: 17
 • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband