Lćgđardrög úr norđvestri

Eftir helgina stefna hingađ tvö lćgđardrög úr norđvestri - ţess fyrra fer ađ gćta á sunnudagskvöld. Styrkur og stefna ţessara lćgđardraga skipta miklu fyrir veđur hér á landi í vikunni. Ţađ hringlar dálítiđ í reiknimiđstöđvum frá einni spárunu til annarrar. Viđ lítum á spá evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir á sunnudagskvöld (20. október) - fyrst 500 hPa hćđar og hitaspá.

w-blogg191013a

Jafnhćđarlínur eru heildregnar, hiti er sýndur í litum og sömuleiđis má sjá hefđbundnar vindörvar - öll smáatriđi sjást mun betur viđ stćkkun. Suđvestanátt lćgđardragsins ríkir yfir mestöllu Íslandi og Grćnlandssundi. Lćgđardragiđ er fullt af köldu lofti og ţess vegna gćtir suđvestanáttarinnar lítiđ sem ekki viđ sjávarmál heldur er norđaustanstrekkingur milli Vestfjarđa og Grćnlands. Viđ skulum ekki alveg gleyma söđulpunktinum fyrir sunnan land. Austan viđ hann er hćg sunnan- og suđaustanátt sem ber rakt og hlýtt loft til norđurs - en hikandi ţó.

Lćgđardragiđ teygir sig beint til suđurs á mánudag og ţá birtist annađ yfir Grćnlandi og tekur ţađ síđan völdin.

Kortiđ ađ neđan sýnir ţrýsting, vind og úrkomu viđ sjávarmál og hita í 850 hPa-fletinum (strikalínur).

w-blogg191013b

Hér má sjá talsverđa úrkomuklessu viđ Suđausturland á leiđ vestur. Úrkomusvćđiđ fyrir norđan land tengist hins vegar háloftalćgđardraginu og dregst međ ţví til suđurs - međ vindi í neđstu lögum en á móti háloftavindi. Viđ segjum - til mikilla ţćginda - ađ úrkomusvćđi hreyfist en ćttum strangt tekiđ ađ tala um hreyfingu góđra skilyrđa til úrkomumyndunar. - Heldur óţjált ţađ.

Ţetta fyrra lćgđardrag er ekki sérlega kalt - en ţó er meir en -10 stiga frost ađ ţvćlast í kringum miđlínu í Grćnlandssundi. Ţađ snjóar líka á hálendi suđaustanlands. Spurning hversu hátt yfir sjávarmáli. Hvađ síđara lćgđardragiđ gerir verđur ađ líka ađ koma í ljós - ţví fylgir kaldara loft.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 399
  • Frá upphafi: 2343312

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 361
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband