Óvenjuhlýtt

Hćđarhryggurinn sem var til umrćđu í síđasta pistli er sannarlega hlýr. Hann skilađi dćgurmeti fyrir landiđ 10. október en hiti mćldist 20,3 stig á Kollaleiru í Reyđarfirđi. Gamla metiđ, 19,2 stig, var sett á Teigarhorni 1937. Nokkuđ gamalt sum sé.

Ţađ má geta ţess ađ talan frá Teigarhorni stóđ sem opinbert met októbermánađar alls í nokkur ár eđa ţar til 19,4 stig mćldust á Húsavík 5. og 6. október 1944. Síđar kom í ljós ađ hiti hafđi fariđ í 19,6 stig á Seyđisfirđi á athugunartíma 6. október 1914 en ţar var ekki hámarksmćlir um ţađ leyti. Hiti mćldist í fyrsta skipti 20 stig á landinu ţann 6. október 1959, líka á Seyđisfirđi.

Síđan hefur hiti nokkrum sinnum náđ 20 stigum í október, mestur mćldist hann á Dalatanga ţann 1. áriđ 1973, 23,5 stig. Ţar sem talan er skráđ kl. 6 um morguninn er ţetta dćmi um mánađamet sem smámunasömum ţykja óţćgileg. Fór hitinn í 23 stig fyrir eđa eftir miđnćtti, ef ţađ gerđist fyrir miđnćtti eiga 23,5 stigin heldur heima í september? En reglur eru reglur, í uppgjöri hámarks- og lágmarkshita byrjar október kl. 18 ţann 30. september, allt eftir ţann tíma heitir október.

En auđvitađ vildum viđ helst fá hćrri tölu örugglega inni í október - og bíđum enn. Annars fór hiti í 20 stig eđa meira á ađ minnsta kosti 5 stöđvum 1. og 2. október 1973 sem ţýđir ađ Dalatangatalan er vel studd.

Tuttugustigin (20,3) á Kollaleiru í dag eru ţau fyrstu á landinu síđan 19. október 2007. Ţađ dugir ţó ekki í októbermet á stađnum, hiti hefur mćlst hćrri í október bćđi á sjálfvirku stöđinni (21,1 stig 26. október 2003) og á ţeirri mönnuđu (20,9 stig 15. október 1985).

En hlýindunum er ekki lokiđ. Ef trúa má spám eiga ţau ađ endast ađ minnsta kosti fram á sunnudag. Mćttishiti í 850 hPa verđur yfir 20 stigum alla dagana yfir hluta landsins ađ minnsta kosti. Ţegar ţetta er skrifađ (á fimmtudagskvöldi) er óljóst hvort sunnan- og vestanvert landiđ njóta góđs af - eđa sitja áfram í íviđ kaldara lofti undir öflugum hitahvörfum. Ţađ er ţó varla hćgt ađ kvarta undan ţví. En dćgurhámörk um ţetta leyti árs í Reykjavík eru í kringum 14 til 15 stig.

Í viđhenginu er tafla sem sýnir hćstu hámörk hita í einstökum ţrýstiflötum yfir Keflavík á árunum 1993 til 2012.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Morgunblađiđ 2. október 1973:

"24 stig í hnúkaţey.

Til ţess ađ finna sambćrilegan hita og var í fyrrinótt á Austurlandi, verđur ađ leita allt til sunnanverđra Bandaríkjanna, ţar sem í Evrópu mćldist hvergi svo mikill hiti. Eitthvađ á ţessa leiđ sagđi Knútur Knudsen, veđurfrćđingur, er viđ leituđum frétta af óvenjulegum hita hér á landi á ţessum tíma árs. Á Dalatanga mćldist hitinn 24 stig, en fór niđur i 23 stig međ morgninum.

Astćđan fyrir ţessum hita er suđvestlćg átt. Ţegar vindurinn kemur upp ađ landinu, er hann 10 til 11° heitur, en ţegar upp á Iandiđ kemur, hitnar loftiđ og myndast hnúkaţeyr. Getur loftiđ ţá náđ allmiklum hita. Um allt Ísland var hlýtt veđur í gćr, votviđrasamt á Suđvesturlandi, en ţurrt á Norđausturlandi. A landinu sjálfu var ekki óvenjulegur hiti — ađeins á austurströndinni var unnt ađ tala um óvenjulegan hita." (http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1446800)

Var ekki kuldaskeiđ á Íslandi 1973? :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 11.10.2013 kl. 10:00

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Smá truflun á kólnuninni hans Hilmars :)

En jú ţađ var frekar kalt á Íslandi um 1973 og međalhitinn ţađ ár var 4.0°C í Reykjavík á međan 2013 stefnir í ađ verđa nálćgt 5 stigum sem telst bara nokkuđ gott ţrátt fyrir allt.

Veđuröfgar í nokkra daga segja ekkert um hvađ er ađ gerast til lengri tíma. Skammvinn hlýindi geta komiđ á köldum tímabilum og kuldar geta komiđ á hlýjum tímabilum. Ágćtt t.d. ađ hafa ţađ í huga nćst ţegar kalda norđanáttin hellist yfir.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.10.2013 kl. 12:43

3 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Hilmar, veđur er oftast tvískipt á Íslandi, og ţess vegna notast mađur viđ međaltal.

Trausti, hvađ var međatalshiti á Íslandi í gćr ţann 10. sept.? Er ţađ óvenjulega hátt í septembermánuđi?

Pálmi Freyr Óskarsson, 11.10.2013 kl. 18:12

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Fimm stiga ársmeđalhiti hér í höfuđborginni telst nú alls ekki gott, Emil, nema viđ berum saman viđ kuldatímabilin undir lok 19. aldar og svo aftur frá 1965-95. Viđ búum jú viđ alheimshlýnun sem hefur veriđ sérstaklega mikiil frá og međ 1998, eđa er ekki svo?!

Undanfariđ hefur međalhitinn veriđ um 5,5 gráđur ţannig ađ um umtalsverđa kólnun er ađ rćđa.

Svo er októbermánuđur núna en ekki september (til Pálma!)!

Torfi Kristján Stefánsson, 11.10.2013 kl. 18:36

5 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Úps!!!! Hvernig gat ég klikkađ á mánuđinum. Takk fyrir leiđréttinguna Torfi.

Ţannig ađ spurningin til Trausta átti ađ vera svona: Trausti, hvađ var međaltalshiti á Íslandi í gćr ţann 10. október, eđa ţá í dag 11. október? Er ţađ óvenjulega hátt í októbermánuđi?

Pálmi Freyr Óskarsson, 11.10.2013 kl. 19:30

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef 5 stiga međalhiti ţykir ekki gott er ţađ bara til marks um hve mikiđ hefur hlýnađ og hversu góđu menn eru vanir. Međalhitinn á hlýindaárunum margrómuđu 1930-1960 var einmitt tćp 5 stig í Reykjavík.

En ţađ er samt talsvert eftir af árinu og ekki hćgt ađ segja hvoru megin viđ 5 stigin viđ verđum í ár.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.10.2013 kl. 21:29

7 Smámynd: Trausti Jónsson

Pálmi, sjá pistil 12. okt.

Trausti Jónsson, 12.10.2013 kl. 01:54

8 identicon

Ţú veist ţetta eflaust betur en ég, Emil enda sérfrćđingurinn en ekki ég. Ţó vil ég benda á ađ samkvćmt opinberum tölum ţá er međalhiti fyrstu níu mánađa ársins hér í Reykjavík 0,6 stigum undir međaltali síđustu 10 ára. Áriđ er í 31. til 32. sćti hlýindaára (miđađ viđ mćlingar frá 1871).

Ţetta tel ég nú ekkert sérstakt í ljósi kenningarinnar um alheimshlýnunina.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 12.10.2013 kl. 12:46

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Torfi - yfirleitt er talađ um hnattrćna hlýnun, ekki "alheimshlýnun". Annađ er ađ hitastig getur sveiflast töluvert á milli ára - sérstaklega stađbundiđ (veđur á Íslandi t.d.). Eitt í viđbót, ef ţú hefur međaltal hita t.d. á Íslandi, ţá máttu búast viđ ađ fá gildi fyrir ofan og neđan međaltaliđ á milli ára - ţađ er eđlilegt. Ég er viss um ađ viđ eigum eftir ađ upplifa köld ár á Íslandi áfram, hvađ sem líđur hnattrćnni hlýnun af manna völdum (sem er rćkilega skjalfest) - sjá t.d. Loftslagsbreytingar og áhrif ţeirra - stađan 2013

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2013 kl. 17:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.5.): 192
 • Sl. sólarhring: 392
 • Sl. viku: 1882
 • Frá upphafi: 2355954

Annađ

 • Innlit í dag: 177
 • Innlit sl. viku: 1751
 • Gestir í dag: 174
 • IP-tölur í dag: 169

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband