17.9.2013 | 00:29
Alþjóðaósondagurinn 16. september
Jú, sérstakur dagur er frátekinn á dagatalinu fyrir lofttegundina óson. Þess er minnst 16. september ár hvert að þennan dag árið 1987 var skrifað undir Montrealyfirlýsinguna svonefndu en hún inniheldur samkomulag um takmarkanir á losun ýmissa ósoneyðandi efna.
Rokið var í að gera þennan samning þegar í ljós kom að á hverju hausti var farið að gæta vaxandi ósonrýrðar á suðurhveli - mest nærri Suðurskautslandinu og yfir því síðla vetrar og að vorlagi (í ágúst til október). Illa leit út með framhaldið - en samningurinn er talinn hafa bjargað í horn - hvað sem svo síðar verður. Enn útlitið er þó talið hafa batnað síðan 1987. Hungurdiskar fjölluðu lítillega um óson í pistli í apríl 2011. Finna má umfjöllun um samninginn á vef umhverfisráðuneytisins.
En lítum af þessu tilefni á ósonkort bandarísku veðurstofunnar í dag. Við sleppum hitabeltinu, en lítum bæði á norður- og suðurhvel. Fyrst norðurhvelið.
Ísland er rétt neðan við miðja mynd - kortið skýrist mjög við stækkun. Hér við land er hámark ósonmagns seint að vetri en lágmarkið í skammdeginu. Á þessum tíma árs (í september) fer ósonmagn hægt minnkandi á norðurhveli. Á grænum svæðum myndarinnar er meira óson heldur en á þeim bláu.
Einingarnar eru kenndar við Gordon Dobson (1889 til 1976) en hann var frömuður ósonmælinga á sinni tíð. Ein dobsoneining (DU) samsvarar 10 míkrómetra þykku lagi af ósoni væri það allt flutt niður að sjávarmáli og 0°C hita. Við sjáum (já, stækkið myndina) að talan við Austurland er 348 dobsoneiningar, þar væri ósonlagið um 3,5 mm þykkt væri það allt flutt til sjávarmálsþrýstings.
Talað er um ósonrýrð (ozone depletion) fari magnið niður fyrir 200 DU. Suðurhvelskort dagsins í dag sýnir einmitt slíka rýrð þar um slóðir.
Suðurskautið er rétt ofan við miðja mynd. Á fjólubláa svæðinu er ósonmagnið á bilinu 125 til 150 DU. Freistandi er að tala um ósongat á dekkstu svæðum myndarinnar. Séð frá þessu sjónarhorni er það samt varla rétt því ósonmagnið yfir Suðurskautslandinu er nú um 35% af því sem það er nú austan við Ísland - en alls ekki núll.
Hið eiginlega ósongat kemur hins vegar fram í lóðréttum þversniðum af ósonmagninu. Styrkur ósons er að jafnaði langmestur í 20 til 30 km hæð. Á þeim tímabilum sem ósoneyðing er sem mest hverfur það nærri því alveg á þessu hæðarbili eða hluta þess - en eitthvað situr eftir ofan og neðan við - gat er að sjá á styrkleikaferlinum lóðrétta. Hvort rýrnunin sem sést greinilega á þessu korti er þessa eðlis - eða hvort hún deilist jafnar á hæðina veit ritstjórinn ekki - enda á hálum ís þegar að ósonmálum kemur. Ættu lesendur ekki að styðja sig alvarlega við þennan pistil en fletta upp traustari heimildum vilji þeir vita meira um óson.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 40
- Sl. sólarhring: 1131
- Sl. viku: 2711
- Frá upphafi: 2426568
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 2415
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Bíddu nú við Trausti - ætlar þú að segja okkur að "ósongat" sé enn ráðandi yfir Suðurskautslandinu? Og það eftir allar alþjóðlegu "björgunaraðgerðirnar"? "Ósongat"/þynning á stærð við USA?
Hvernig væri nú að bæta því við að meint "ósongat"/þynning er árlegt fyrirbæri yfir Suðurskautslandinu, þ.e. kemur og fer, af náttúrulegum ástæðum að sjálfsögðu. Hefur verið þarna frá alda öðli og mun halda áfram að verða til staðar yfir Suðurskautslandinu hvað sem öllum heimsbjörgunarsamningum líður :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 13:10
Bíddu nú við, Hilmar, - ætlar þú að segja okkur að Montrealsamningurinn hafi verið algerlega óþarfur og að rétt sé að leggja ósondaginn niður af því að "ósongatið yfir Suðurskautslandinu hafi verið þar frá alda öðli og verði það áfram, hvað sem öllum heimsbjörgunarsamningum liður?"
Ómar Ragnarsson, 17.9.2013 kl. 22:20
Já, Ómar :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 00:51
Ósonrýrðin hefur minnkað yfir suðurhveli undanfarin ár miðað við það sem hún var þegar mest gekk á. Montrealyfirlýsngin þykir til fyrirmyndar meðal alþjóðasamninga en þó virðast í henni fáeinir lekar sem menn hafa auðvitað nýtt sér. Ósonrýrðar gætti ekki á vorin syðra fyrr en á áttunda áratugnum. Ég man vel eftir því hversu fáránlegar og ólíkindalegar manni þóttu hugmyndir um eyðingu ósons í heiðhvolfinu vegna örlítils magns af freonloftegundum. En þannig er það nú samt.
Trausti Jónsson, 18.9.2013 kl. 01:32
Trausti samur við sig: "En þannig er það nú samt"(sic) Og rökin Trausti? - Sannanir? - Vísindagreinar sem styðja tilgátuna?
Þetta minnir mig óþægilega á tilgátu íslenskra veðurfræðinga um allt að 6°C hlýnun á þessari öld. Allar mælingar benda í átt til kólnunar þessa dagana - jafnvel 50 ára kólnunarfasa, en Trausti Jónsson er viss í sinni sök: "Þannig er það nú samt"!
Ofurvissir veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands geta ekki birt upplýsingar um ársmeðalhita síðustu 100 ára á Íslandi en þeir fara létt með að fullyrða "en þannig er það nú samt"... ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 02:27
Fróðleg þessi afneitun vísinda - þetta er ekki bara ein vísindagrein sem Hilmar afneitar (loftslagsvísindin eru honum ofarlega í huga) - nei, ósonlagið og eyðing þess (vegna mannlegra þátta) er líka á lista yfir vísindasamsæri og bull í huga Hilmars...merkilegt. Væntanlega er þróunarkenningin, notkun bóluefnis, tunglferðirnar o.fl. líka á svörtum lista hans yfir samsæri vísindamanna. Meira má lesa um þetta efni í eftirfarandi grein Science denial in the 21st century - þarna kemur m.a. fram:
Hilmari virðist ekki skorta hvöt til að setja fram sín sjónarmið - sjónarmið sem oftast eru í beinni mótsögn við niðurstöður vísinda...og þannig er það nú bara.
Sveinn Atli Gunnarsson, 18.9.2013 kl. 07:52
Sveinn Atli Gunnarsson er lifandi sönnun þess að menn eru komnir af öpum.:)
Höldum okkur við staðreyndir - ekki kolefnistrúarbrögð Svatla:
"CLIMATE STUDY: EVIDENCE LEANS AGAINST HUMAN-CAUSED GLOBAL WARMING (18 Sep 2013)
On Tuesday, a group of 50 international scientists released a comprehensive new report on the science of climate change that concluded that evidence now leans against global warming resulting from human-related greenhouse gas emissions.
The report, which cites thousands of peer-reviewed articles the United Nations-sponsored panel on climate change ignored, also found that "no empirical evidence exists to substantiate the claim that 2°C of warming presents a threat to planetary ecologies or environments" and no convincing case can be made that "a warming will be more economically costly than an equivalent cooling." The U.N.'s panel is scheduled to release its next report next month.
In Climate Change Reconsidered II: Physical Science, which The Heartland Institute published and released on Tuesday, lead authors Craig D. Idso, Robert M. Carter, and S. Fred Singer worked with a team of scientists to produce a 1,200-page report that is "comprehensive, objective, and faithful to the scientific method." They found that even "if the concentration of atmospheric carbon dioxide were to double," whatever "warming may occur would likely be modest and cause no net harm to the global environment or to human well-being."
The U.N.'s IPCC's first key claim is that "a doubling of atmospheric CO2 would cause warming between 3°C and 6°C." The study's authors, though, conclude that the "IPCC ignores mounting evidence that climate sensitivity to CO2 is much lower than its models assume." The NIPCC study discovered that warming actually "ceased around the end of the twentieth century and was followed (since 1997) by 16 years of stable temperature."
The IPCC also claims in its reports that "CO2 caused an atmospheric warming of at least 0.3°C over the past 15 years." The lead authors of the report, though, found that the IPCC used incomplete climate models in their research. In fact, the NIPCC's authors found that "no excess warming has been demonstrated."
In light of these findings, which are "stated plainly and repeated in thousands of articles in the peer-reviewed literature" that are not "fringe," the authors emphasize that policymakers "should resist pressure from lobby groups to silence scientists who question the authority of the IPCC to claim to speak for 'climate science.'"
(http://www.breitbart.com/Big-Government/2013/09/16/PLS-HOLD-FOR-TUESDAY-9-17-AFTER-11AM-ET-Climate-Study-Evidence-Leans-Against-Human-Caused-Global-Warming)
Trausti Jónsson ("en þannig er það nú samt") og vinur Veðurstofunnar, Sveinn Atli Gunnarsson ("og þannig er það nú bara") virðast ekki vita að sannir vísindamenn vita að þeir vita ... ekki neitt.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 16:54
Hilmar: Þú ert semsagt að segja að lítill hópur fúlra vísindamanna (sem eru á fullum launum hjá olíuiðnaðinum vestanhafs) hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé að óttast. Sú niðurstaða fékkst, að því er virðist, með því að nota þær greinar sem meirihluiti vísindamanna heims telja ekki þess virði að nota. Getur verið að þú sért í afneitun
Höskuldur Búi Jónsson, 19.9.2013 kl. 22:57
Mér sýnist sem menn séu að byrja halla sér út fyrir efni pistilsins - minni á að hann fjallaði um óson í gfs-líkaninu í tilefni af alþjóðaósondeginum en ekki NIPCC-skýrsluna (eða hvað hún heitir).
Trausti Jónsson, 20.9.2013 kl. 00:38
Nei, Höski minn, ég er semsagt ekki að segja það. Þessi túlkun þín segir meira um þig en viðfangsefnið. Óðahlýnunin skelfilega er ekki lengur í kortunum. Hún var og er og verður ömurlegur vitnisburður um vísindatrúarbrögð sem byggjast á fáfræði fjöldans.
Það er rétt að halda því til haga að meðal merkra vísindamanna innan NIPCC ("eða hvað hún nú heitir" sú góða stofnun, svo maður síteri Trausta) eru:
Craig D. Idso (USA), Robert M. Carter (Australia), S. Fred Singer (USA)
Timothy Ball (Canada), Robert M. Carter (Australia), Don Easterbrook (USA), Craig D. Idso (USA), Sherwood Idso (USA), Madhav Khandekar (Canada), William Kininmonth (Australia), Willem de Lange (New Zealand), Sebastian Lüning (Germany), Anthony Lupo (USA), Cliff Ollier (Australia), Willie Soon (USA)
J. Scott Armstrong (USA), Joseph D’Aleo (USA), Don Easterbrook (USA), Kesten Green (Australia), Ross McKitrick
(Canada), Cliff Ollier (Australia), Tom Segalstad (Norway), S. Fred Singer (USA), Roy Spencer (USA)
Habibullo Abdussamatov (Russia), Joe Bastardi (USA), Franco Battaglia (Italy), David Bowen (UK), Roy Clark (USA), Vincent Courtillot (France), Christopher Essex (Canada), David Evans (Australia), Sören Floderus (Denmark), Stewart Franks (Australia), Eigil Friis-Christensen (Denmark), Fred Goldberg (Sweden), Larry Gould (USA), William Gray (USA), Vincent Richard Gray (New Zealand), Howard Hayden (USA), Martin Hovland (Norway), Olavi Kärner (Estonia), James O’Brien (USA), Garth Paltridge (Australia), Donald Rapp (USA), Carl Ribbing (Sweden), Nicola Scafetta (USA), John Shade (UK), Gary Sharp (USA), Jan-Erik Solheim (Norway), Antón Uriarte Cantolla (Spain), Gerd Weber (Germany)
Höski, Svatli og Veðurstofa Íslands flagga hins vegar . . . John Crook :D
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 06:38
Afsakaðu Trausti, eitt í viðbót til Hilmars og svo er ég hættur:
Þessir menn eru langflestir á launaskrá afneitunariðnaðarins* og vel þekktir sem slíkir.
*Olíuiðnaðurinn og Koch bræður í USA styrkja þá til "góðra verka".
Höskuldur Búi Jónsson, 20.9.2013 kl. 10:06
Dæmigerð viðbrögð umhverfistalíbana: "Þessir menn eru langflestir á launaskrá..."(!) Það vantar ekki að veraldarvefararnir hjá loftslag.is sækja rökin til John Crook hjá scepticalscience.com. Smearing-taktíkin og hræðsluáróðurinn eru ær og kýr fylgjenda prestssonarins og mannkynslausnarans Al Gore.
Fulltrúar NIPCC svara þessum aðdróttunum best sjálfir:
"December 19, 2008 Joseph L. Bast and James M. Taylor:
On November 28, the global warming alarmist Web site “RealClimate” posted a ridiculously lame attack by Michael Mann and Gavin Schmidt against “Nature, Not Human Activity, Rules the Climate,” the summary for policymakers of the 2008 report of the Nongovernmental International Panel on Climate Change (NIPCC).
Now consider Mann’s and Schmidt’s qualifications. Mann is the author of the “hockey stick” temperature graph that did so much to fuel global warming hysteria when it was featured in an IPCC report, but which a Congressionally appointed panel of experts found was not supported by scientific data. Gavin Schmidt is a climate modeler at the Goddard Institute for Space Studies and in recent weeks has been frantically trying to explain why his organization falsely reported that October 2008 was the warmest October in recorded history. Many climate researchers believe Mann and Schmidt are deliberately falsifying temperature data to keep their global warming scare going a few more years.
With no apparent sense of irony or shame, these two discredited authors call one of the world’s leading scientists “dishonest.”
Mann and Schmidt pretend to be engaged in a scientific debate over global warming, but they are not. They have banned global warming “skeptics” from posting on their blog, resort to ad hominem attacks against anyone who dissents, and have repeatedly declined invitations to appear in public forums to debate their critics. They are what the history of their organization says they are: A PR shop for discredited global warming alarmism."
(http://heartland.org/press-releases/2008/12/19/reply-realclimate%E2%80%99s-attacks-nipcc-climate-report)
Ég fæ ekki betur séð en að vefrit Höskuldar Búa Jónssonar og Sveins Atla Gunnarssonar falli vel að þessari skilgreiningu: A PR shop for discredited global warming alarmism. . . . ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 14:15
Hilmar: Merkilegt að þú finnir allt því til foráttu að við venjulegir bloggarar séum að vitna í bloggið Skeptical Science - kannski af því að þar eru sett niður rök og góðar tilvísanir í nýlegar vísindagreinar. Svo kemur þú hér og vitnar í Heartland stofnunina, sem er hugveita styrkt af Exxon olíufyrirtækinu og fleiri slíkum.
Vísindin eru okkar megin - peningarnir og áróðurinn er þín megin.
Höskuldur Búi Jónsson, 20.9.2013 kl. 20:12
Mikið ósköp áttu erfitt með að fara rétt með staðreyndir Höski minn. "...við venjulegir bloggarar séum að vitna í bloggið Skeptical Science"(!) ritar vefarinn mikli. Á vefsíðu sorpvefritsins sceptical science má finna þessar upplýsingar um einn "liðsmanninn" sem stendur að ófögnuðinum:
"Hoskibui
Hoskibui, full name Höskuldur Búi Jónsson is a geologist in Iceland. He is one of the two editors of loftslag.is (loftslag meaning climate) and translator of skeptical science articles." (http://www.skepticalscience.com/team.php)
En þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem þú reynir að villa um fyrir Íslendingum . . . ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 20:31
Heartland hefur ekkert með vísindi að gera - Skeptical Science (sem við Höski erum stoltir af að vera liðsmenn af) og loftslag.is hafa vísindin sín megin. Merkilegt reyndar hversu mikið sem að Hilmar afneitar vísindum beint út, með því t.d. að ráðast beinum orðum á nafngreinda vísindamenn og þá sem tala máli vísinda - þá telur hann sig samt vera vísa í vísindi (Heartland er það ekki og persónulegt skítkast er það heldur ekki) - meiri firru er vart hægt að finna í þessari umræðu.
En eins og ég hef nefnt áður, þá hvet ég Hilmar til að halda áfram, þar sem hann er einn mesti óvinur "efasemdamanna" þar sem engin getur tekið mark á hinum fullkomnu rökleysum og persónulegu skítkasti sem hann setur fram. Áfram Hilmar :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.9.2013 kl. 20:46
"Skeptical Science (sem við Höski erum stoltir af að vera liðsmenn af)"(sic) :)
"Skeptical Science is a climate alarmist website created by a self-employed cartoonist, John Cook. It is moderated by zealots who ruthlessly censor any and all form of dissent from their alarmist position. This way they can pretend to win arguments, when in reality they have all been refuted. The abuse and censorship does not pertain to simply any dissenting commentator there but to highly credentialed and respected climate scientists as well; Dr. Pielke Sr. has unsuccessfully attempted to engage in discussions there only to be childishly taunted and censored while Dr. Michaels has been dishonestly quoted and smeared. The irony of the site's oxymoronic name "Skeptical Science" is that the site is not skeptical of even the most extreme alarmist positions.
John Cook is now desperately trying to cover up his background that he was employed as a cartoonist for over a decade with no prior employment history in academia or climate science.
Thanks to the Wayback Machine we can reveal what his website originally said,
"I'm not a climatologist or a scientist but a self employed cartoonist" - John Cook, Skeptical Science"
(http://www.populartechnology.net/2012/03/truth-about-skeptical-science.html)
Svatli og Höski eru sannarlega stoltir af því að vera liðsmenn Pappírs Pésa! :D
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 22:58
Hilmar, ertu að hjóla í manninn - hélt þú værir á móti því ;)
Höskuldur Búi Jónsson, 20.9.2013 kl. 23:26
Áfram Hilmar ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.9.2013 kl. 23:52
Fleiri umsagnir um Pappírs Pésa, "loftslagssérfræðing" Höska og Svatla:
"So, what John Cook has done with his various statements is to draw a cartoon version of what skeptics like Professor Lindzen have said and then debunks it. The end result is about as accurate as a bugs bunny cartoon explaining quantum physics. But then, what would anyone expect of a website ran by a self employed cartoonist?"
"The deletions carried out by Cook don’t make sense as an exercise in moderation. They seem driven by an ardent need to present a clean and neat view of global warming. Of a need to reassure that no intelligent discussions exist, and all possible questions have (long) been answered.
The structure of Cook’s website appears to push things in his direction. In the beginning, pages are born as undemanding and easy arguments. Cook then seems to realize that the skeptical arguments are more involved and complex than the simplistic picture he presents. He updates the same pages with more detail. But messy comments have accumulated below the line, sticking out like sore thumbs. The ‘broad picture’ that Cook so wants to convey is sullied.
In the meantime fresh readers, oblivious to the confusing mish-mash of claim and counter-claim, arrive in greater numbers on the shores of the global warming debate. Journalists, policy-makers and other influential opinion-makers land up everyday at skepticalscience, looking for a quick grasp on the consensus position in climate issues. How does one protect these newcomers?
Cook’s solution: the inconvenient comments go flying out the window."
"…[John Cook] and his psych sidekick Dr. Stephan Levandowsky are big on conspiracy theory studies as a tool to smear skeptics, quite certain that climate skeptics are mentally aberrant, even though they never gave the readers of this blog a chance to vote in their horridly self serving and skewed survey. Given that, I think a case could easily be made for psychological projection in Cook’s thinking. That flawed sampling of actual skeptic websites could be why Lewandowsky’s paper was recently pulled from publication by the scientific journal…. But, this behavior is pretty much par for the course given the juvenile antics we’ve seen from the cartoonist turned conspiracy theory publisher and the whole crew at SkS."
Síðasta setningin endurtekin (af gefnu tilefni) fyrir Höska og Svatla: "But, this behavior is pretty much par for the course given the juvenile antics we’ve seen from the cartoonist turned conspiracy theory publisher and the whole crew at SkS."
Vefararnir miklu hjá loftslag.is eru sannarlega stoltir af því að vera í liði með Pappírs Pésa . . . :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.