Veðrið gengur smám saman niður

Norðanveðrið sem plagað hefur landsmenn i dag (sunnudag) fer að ganga niður - gangi spár eftir. Það gerist að vísu ekki snögglega og víða um land verða leiðindi allan mánudaginn. En á kortinu hér að neðan má sjá að þrýstingur stígur mun meira austan við land heldur en vestan við þegar spáin gildir, það er ki. 6 á mánudagsmorgni (16. september). Við þetta fækkar jafnþrýstilínum yfir landinu.

w-blogg160913

Heildregnar línur sýna sjávarmálsþrýsting með 4 hPa bili. Blálituð svæði sýna hvar þrýstingur hefur stigið síðastliðnar þrjár klukkustundir en rauð hvar hann hefur fallið. Yfir Austurlandi hefur hann stigið um 2 til 4 hPa frá kl. 3 en lítið vestanlands.

Ef við teljum jafnþrýstilínurnar kemur í ljós að þrýstimunur á milli Austfjarða og Vestfjarða er hér um 25 hPa en var 32 hPa kl. 21 í kvöld (sunnudag) og 30 hPa á miðnætti. Þrýstibrattinn dettur þar með niður um 7 hPa og jafnaðarþrýstivindur minnkar úr rúmum 30 m/s niður í um 25 m/s. Það munar um það - þótt í reynd sé þrýstivindurinn í þessu tilviki mun meiri yfir landinu Austanverðu heldur en þessar jafnaðartölur sýna.

Kl. 21 á mánudagskvöld á þrýstimunurinn yfir landið að vera kominn niður í 18 hPa og jafnaðarþrýstivindur því niður í um 15 m/s. En þetta er bara landsmeðaltal - vindstrengir munu þrjóskast við hærri tölur en þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og þetta gæti ekki verið meiri viðbjóður um miðjan  september.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.9.2013 kl. 01:50

2 identicon

Getum við ekki verið sammála um að það sé að kólna á Íslandi Trausti? :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 19:24

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Já, þetta er skelfilegur viðbjóður. Það hefur hingað til alltaf kólnað á Íslandi á haustin - en segir auðvitað ekkert um kólnandi eða hlýnandi veðurfar á áratugavísu.

Trausti Jónsson, 17.9.2013 kl. 00:40

4 identicon

Hvernig væri þá að draga huluna af útreikningum Veðurstofunnnar á meðaltalshita á ársgrundvelli á Íslandi síðustu 100 árin a.m.k.? Þær niðurstöður ættu væntanlega að segja okkur eitthvað um kólnandi eða hlýnandi veðurfar á áratugavísu - eða hvað? :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 29
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 2343282

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 472
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband