13.9.2013 | 00:17
Á heyönnum (fjórða mánuði sumars)
Heyannir eru fjórði mánuður sumars í gamla íslenska tímatalinu. Í ár hófust þær 28. júlí en lauk 26. ágúst. Allir mánuðir tímatalsins eru 30 daga langir. Það er ekki nógu mikið til að búa til 365,25 daga ár. Rúmlega fimm daga vantar upp á. Fjórum þeirra er á hverju ári skotið inn á milli sólmánaðar og heyanna og heita aukanætur.
En til hvors mánaðarins teljast þá aukanæturnar? Hér veltum við ekki vöngum yfir því - heldur sleppum þeim úr mánaðareikningunum og lítum á sérstaklega. Til að fullt samræmi haldist á milli gregoríanska tímatalsins og þess íslenska þarf hið síðara frekari leiðréttingar við. Á fimm til sex ára fresti er skotið inn aukaviku, 7 dögum - svonefndum sumarauka. Hann er einnig settur inn á miðju sumri, á eftir aukanóttum og á undan heyönnum. Þetta virðist frekar flókið - en munum að við búum við ótrúlegt rugl í lengd mánaða í okkar hefðbundna ári, ap, jún, sept .. - þá er gott að hugsa til hinna jafnlöngu íslensku mánaða.
En hvað um það - komið er að hitanum á heyönnum. Fulltrúi hans er morgunhiti í Stykkishólmi 1846 til 2013.
Lóðrétti ásinn sýnir hita, sá lárétti árin. Súlurnar sýna þá meðalhita heyanna einstök ár tímabilsins. Hér má taka eftir því að hlýindaskeiðinu fyrir miðja öldina lýkur upp úr 1950 og kuldinn tekur við. Kaldasti mánuðurinn er þó á 19. öld, það er 1850. Hlýjast var á heyönnum 2010. Mjög hlýtt var einnig í þessum mánuði 1870 og 1872. Þau sumur voru þó ólík á Vesturlandi, óþurrkar 1870 en blíða 1872. Eitthvað ýjuðu menn þá að veðurfarsbreytingum á Íslandi - veðurlagið þótti svo óvenjulegt.
Heyannir ársins í ár koma ekkert sérstaklega illa út þótt þær liggi í lægra lagi miðað við það sem verið hefur á þessari öld.
Eftir 1949 voru heyannir kaldastar 1983 og næstkaldastar 1993, hlýjast var í Reykjavík á heyönnum 2010 - rétt eins og í Stykkishólmi. Nærri því eins hlýtt var 2003, 2004 og 2012.
Aukanæturnar eru aðeins fjórar á hverju sumri þannig að breytileiki milli ára er umtalsvert meiri heldur en er í 30-daga meðaltölum mánaðanna. En lítum samt á Stykkishólm.
Hér er hlýjast 1936 en kaldast 1906 og 1921. Hlýinda- og kuldaskeiðin koma vel fram þótt ekki séu teknir nema fjórir dagar á ári inn í meðaltalið. Annars er lítið um þetta að segja. Í Reykjavík (frá og með 1949) voru aukanætur hlýjastar 2005 en kaldastar 1983. Næstkaldast var 1963 (eins og sumir muna).
Frá því að mælingar hófust í Stykkishólmi hafa ár 30 sinnum státað af almanakssumarauka. Hann var hlýjastur 1939 var hlýjastur, næsthlýjastur 1990 og síðan fylgir 1883. Kaldast var á sumarauka 1911 og næstkaldast 1906. Frá 1949 var sumaraukinn 1990 sá hlýjasti í Reykjavík.
Sólskinsstundir á heyönnum voru 139,8 að þessu sinni í Reykjavík.
Lóðrétti ásinn sýnir sólskinsstundafjöldann en sá lárétti vísar í árin. Það eru heyannir 1960 sem eru langt fyrir ofan alla aðra keppinauta. Fæstar voru stundirnar rigningasumarið fræga 1955 og síðan koma 1945 og 1947 - það síðarnefnda er einnig þekkt rigningasumar - og auðvitað má hér finna hið illræmda sumar 1983 - slæmt á heyönnum sem og öðrum mánuðum. Heyannir í ár, 2013, standa sig bara vel miðað við hörmungarnar, en eru samt um 21 stund undir meðallagi allra ára myndarinnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 104
- Sl. sólarhring: 327
- Sl. viku: 1636
- Frá upphafi: 2457191
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 1489
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 77
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
''Heyannir í ár, 2013, standa sig bara vel miðað við hörmungarnar''. Hefur nokkur einhverju við það að bæta?!
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.9.2013 kl. 13:25
1983 var svo mikið vatn á túnum hér á Skeiðum að ekki var fært eftir hefðbundnum brautum, varð að taka niður girðingar.
Í sumar hefur (í minningunni) verið stöðug rigning en lítið vatn á túnum.
Harla ólík óþurkasumur, svona á eigin skinni!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 21:09
Já, reyndar Sigurður. Ég sé að Trausti er kominn með hitavellu enn einu sinni :)
Hvernig væri nú að Trausti birti upplýsingar um raunverulegan ársmeðalhita á Íslandi sl. 100 ár? Þá er ég ekki að tala um uppáhaldshitauppsprettu hans, Stykkishólm, þó margt gott megi sannarlega segja um það ágæta bæjarfélag.
Hvernig lítur morgunhiti heyanna á Íslandi út Trausti?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 21:47
Bjarni, ég er sammála um matið á sumrinu 1983 og samanburðinn við það núlíðandi. Hilmar, ársmeðalhiti á landinu (í öllum byggðum) síðustu 100 árin er 3,6 stig, en 3,9 í Stykkishólmi, 4,6 í Reykjavík og 3,6 á Akureyri. Morgunhiti heyanna hefur ekki verið reiknaður fyrir landið allt en mætti vera nærri 9,6 stigum - er 9,8 stig í Stykkishólmi. Munur á byggð og landinu öllu (jöklar þó ekki með) er um 0,9 stig á ársgrundvelli.
Trausti Jónsson, 14.9.2013 kl. 02:05
Þakka svarið Trausti, dropinn holar steininn :) En þó virðist hér vera um valkvæðan misskilning að ræða. Ég er að sjálfsögðu að biðja um upplýsingar um raunverulegan ársmeðalhita - á ársgrundvelli - sl. 100 ár. Fyrst Veðurstofa Íslands hefur reiknað út ársmeðalhita fyrir sl. 100 ár - í heild sinni - hlýtur stofnunin að luma á grunngögnunum, þ.e. ársmeðalhita 1913, 1914, 1915 . . . 2010, 2011, 2012 - eða hvað?
Um leið er ekki nema sjálfsagt að upplýsa landsmenn um þá mælistaði sem gögnin miðast við. Í því sambandi segir svar þitt mér því miður ekki mikið á meðan þú upplýsir ekki hvaða "allar byggðir" eru lagðar til grundvallar í útreikningum þínum á 3,6°C ársmeðalhita síðustu 100 ára :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.