Á heyönnum (fjórđa mánuđi sumars)

Heyannir eru fjórđi mánuđur sumars í gamla íslenska tímatalinu. Í ár hófust ţćr 28. júlí en lauk 26. ágúst. Allir mánuđir tímatalsins eru 30 daga langir. Ţađ er ekki nógu mikiđ til ađ búa til 365,25 daga ár. Rúmlega fimm daga vantar upp á. Fjórum ţeirra er á hverju ári skotiđ inn á milli sólmánađar og heyanna og heita aukanćtur.

En til hvors mánađarins teljast ţá aukanćturnar? Hér veltum viđ ekki vöngum yfir ţví - heldur sleppum ţeim úr mánađareikningunum og lítum á sérstaklega. Til ađ fullt samrćmi haldist á milli gregoríanska tímatalsins og ţess íslenska ţarf hiđ síđara frekari leiđréttingar viđ. Á fimm til sex ára fresti er skotiđ inn aukaviku, 7 dögum - svonefndum sumarauka. Hann er einnig settur inn á miđju sumri, á eftir aukanóttum og á undan heyönnum. Ţetta virđist frekar flókiđ - en munum ađ viđ búum viđ ótrúlegt rugl í lengd mánađa í okkar hefđbundna ári, „ap, jún, sept ..“ - ţá er gott ađ hugsa til hinna jafnlöngu íslensku mánađa.

En hvađ um ţađ - komiđ er ađ hitanum á heyönnum. Fulltrúi hans er morgunhiti í Stykkishólmi 1846 til 2013.

w-blogg130913a 

Lóđrétti ásinn sýnir hita, sá lárétti árin. Súlurnar sýna ţá međalhita heyanna einstök ár tímabilsins. Hér má taka eftir ţví ađ hlýindaskeiđinu fyrir miđja öldina lýkur upp úr 1950 og kuldinn tekur viđ. Kaldasti mánuđurinn er ţó á 19. öld, ţađ er 1850. Hlýjast var á heyönnum 2010. Mjög hlýtt var einnig í ţessum mánuđi 1870 og 1872. Ţau sumur voru ţó ólík á Vesturlandi, óţurrkar 1870 en blíđa 1872. Eitthvađ ýjuđu menn ţá ađ veđurfarsbreytingum á Íslandi - veđurlagiđ ţótti svo óvenjulegt.

Heyannir ársins í ár koma ekkert sérstaklega illa út ţótt ţćr liggi í lćgra lagi miđađ viđ ţađ sem veriđ hefur á ţessari öld.

Eftir 1949 voru heyannir kaldastar 1983 og nćstkaldastar 1993, hlýjast var í Reykjavík á heyönnum 2010 - rétt eins og í Stykkishólmi. Nćrri ţví eins hlýtt var 2003, 2004 og 2012.

Aukanćturnar eru ađeins fjórar á hverju sumri ţannig ađ breytileiki milli ára er umtalsvert meiri heldur en er í 30-daga međaltölum mánađanna. En lítum samt á Stykkishólm.

w-blogg130913b

Hér er hlýjast 1936 en kaldast 1906 og 1921. Hlýinda- og kuldaskeiđin koma vel fram ţótt ekki séu teknir nema fjórir dagar á ári inn í međaltaliđ. Annars er lítiđ um ţetta ađ segja. Í Reykjavík (frá og međ 1949) voru aukanćtur hlýjastar 2005 en kaldastar 1983. Nćstkaldast var 1963 (eins og sumir muna).

Frá ţví ađ mćlingar hófust í Stykkishólmi hafa ár 30 sinnum státađ af almanakssumarauka. Hann var hlýjastur 1939 var hlýjastur, nćsthlýjastur 1990 og síđan fylgir 1883. Kaldast var á sumarauka 1911 og nćstkaldast 1906. Frá 1949 var sumaraukinn 1990 sá hlýjasti í Reykjavík.

Sólskinsstundir á heyönnum voru 139,8 ađ ţessu sinni í Reykjavík.

w-blogg130913c

Lóđrétti ásinn sýnir sólskinsstundafjöldann en sá lárétti vísar í árin. Ţađ eru heyannir 1960 sem eru langt fyrir ofan alla ađra keppinauta. Fćstar voru stundirnar rigningasumariđ frćga 1955 og síđan koma 1945 og 1947 - ţađ síđarnefnda er einnig ţekkt rigningasumar - og auđvitađ má hér finna hiđ illrćmda sumar 1983 - slćmt á heyönnum sem og öđrum mánuđum. Heyannir í ár, 2013, standa sig bara vel miđađ viđ hörmungarnar, en eru samt um 21 stund undir međallagi allra ára myndarinnar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

''Heyannir í ár, 2013, standa sig bara vel miđađ viđ hörmungarnar''. Hefur nokkur einhverju viđ ţađ ađ bćta?!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 13.9.2013 kl. 13:25

2 identicon

1983 var svo mikiđ vatn á túnum hér á Skeiđum ađ ekki var fćrt eftir hefđbundnum brautum, varđ ađ taka niđur girđingar.

Í sumar hefur (í minningunni) veriđ stöđug rigning en lítiđ vatn á túnum.

Harla ólík óţurkasumur, svona á eigin skinni!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 13.9.2013 kl. 21:09

3 identicon

Já, reyndar Sigurđur. Ég sé ađ Trausti er kominn međ hitavellu enn einu sinni :)

Hvernig vćri nú ađ Trausti birti upplýsingar um raunverulegan ársmeđalhita á Íslandi sl. 100 ár? Ţá er ég ekki ađ tala um uppáhaldshitauppsprettu hans, Stykkishólm, ţó margt gott megi sannarlega segja um ţađ ágćta bćjarfélag.

Hvernig lítur morgunhiti heyanna á Íslandi út Trausti?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 13.9.2013 kl. 21:47

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Bjarni, ég er sammála um matiđ á sumrinu 1983 og samanburđinn viđ ţađ núlíđandi.  Hilmar, ársmeđalhiti á landinu (í öllum byggđum) síđustu 100 árin er 3,6 stig, en 3,9 í Stykkishólmi, 4,6 í Reykjavík og 3,6 á Akureyri. Morgunhiti heyanna hefur ekki veriđ reiknađur fyrir landiđ allt en mćtti vera nćrri 9,6 stigum - er 9,8 stig í Stykkishólmi. Munur á byggđ og landinu öllu (jöklar ţó ekki međ) er um 0,9 stig á ársgrundvelli.

Trausti Jónsson, 14.9.2013 kl. 02:05

5 identicon

Ţakka svariđ Trausti, dropinn holar steininn :) En ţó virđist hér vera um valkvćđan misskilning ađ rćđa. Ég er ađ sjálfsögđu ađ biđja um upplýsingar um raunverulegan ársmeđalhita - á ársgrundvelli - sl. 100 ár. Fyrst Veđurstofa Íslands hefur reiknađ út ársmeđalhita fyrir sl. 100 ár - í heild sinni - hlýtur stofnunin ađ luma á grunngögnunum, ţ.e. ársmeđalhita 1913, 1914, 1915 . . . 2010, 2011, 2012 - eđa hvađ?

Um leiđ er ekki nema sjálfsagt ađ upplýsa landsmenn um ţá mćlistađi sem gögnin miđast viđ. Í ţví sambandi segir svar ţitt mér ţví miđur ekki mikiđ á međan ţú upplýsir ekki hvađa "allar byggđir" eru lagđar til grundvallar í útreikningum ţínum á 3,6°C ársmeđalhita síđustu 100 ára :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 14.9.2013 kl. 09:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 158
  • Sl. sólarhring: 371
  • Sl. viku: 1953
  • Frá upphafi: 2412973

Annađ

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 1747
  • Gestir í dag: 146
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband