2.9.2013 | 00:04
Og Reykjavíkursumarið lenti í ...
Í júnímánuði fjallaði ritstjóri hungurdiska um meting um sumargæði - eða sumarhrak. Þar voru í skemmtunarskyni notaðar tvær mismunandi aðferðir til röðunar. Önnur aðferðin var kynnt í pistli þann 20. júní og kennd við sumardagatalningu. Hin birtist viku síðar og byggði á mánaðarmeðaltölum hita, fjölda úrkomudaga, mánaðarúrkomu og mánaðarsólskinsstundafjölda. Út frá þessu var gæðaeinkunn sumarsins reiknuð. Sumardagatalningin náði reyndar til ársins alls en gæðakvarðinn aðeins til mánaðanna júní, júlí og ágúst.
Hér verður ekkert fjallað um skilgreiningar - aðeins vísað í fyrri pistla og sterklega mælt með því að lesendur kynni sér leikinn frá grunni.
En hvernig kemur sumarið 2013 þá út í Reykjavík? Skemmst er frá því að segja að það var harla dauft og fær aðeins 9 stig í gæðaeinkunn. Til samanburðar má geta þess að meðaltal síðustu 10 áranna næst á undan er 33.stig Meðaltalið 1961 til 1990 er 20 stig. Þetta mat nær aftur til 1923, versta sumar alls tímabilsins fékk núll stig, það var 1983 en 2009 fékk flest, 41 stig.
Sumarið 2013 er í fimmta til sjötta neðsta sæti frá og með 1923. Lægri eru aðeins áðurnefnt 1983 og auk þess 1984 og 1925 (með 6 í einkunn) og 1976 (8 í einkunn), 1923 er með 9 stig eins og sumarið í ár. Með 10 stig eru 1989, 1975 og 1955, ómarktækt lægri en sumarið sem við nú höfum upplifað.
Sé litið á einstaka mánuði fékk júní 3 stig (af mest 20) og hafa ekki verið jafnfá í þeim mánuði síðan 1999, júní 2006 var með 4 stig. Júlímánuður var með 4 stig, það lægsta síðan 2001 - en sá júlí fékk þrjú stig. Ágústmánuður var lakastur allra með aðeins 2 stig og þarf að fara allt aftur til 1995 til að finna annan jafnslakan.
En hvernig kemur þá sumardagatalningin út? Hafa verður í huga að hún var býsna hörkuleg og allmargir sannarlegir góðviðrisdagar í Reykjavík 2013 náðu ekki inn á listann. Það var yfirleitt vegna þess að hiti var ekki nægilega hár. Rifjum upp að sumardagarnir töldust 50 í fyrrasumar, 2012, og meðaltal síðustu 10 ára (2003 til 2012) er 39 dagar.
Fjöldinn í ár er 13. Auðvitað er aðeins hugsanlegt að einhverjir bætist við í september en þegar haft er í huga að meðaltalið fyrir september 1961 til 1990 er 0,4 er ólíklegt að um það geti munað. Spár fyrir næstu viku gera líka ráð fyrir áframhaldandi garganda.
En þótt 13 sé aumingjaleg tala er hún þó jöfn meðaltalinu 1961 til 1990. Það þýðir að finna má haug af árum þegar sumardagarnir voru færri en nú. Fæstir voru þeir 1983, aðeins einn sumardagur skráði sig það árið. En sumardagar (samkvæmt skilgreiningu hungurdiska) hafa ekki orðið færri en nú síðan 1996 - þá voru þeir 10.
Á Akureyri urðu sumardagarnir í ár 39 (þar eru hins vegar að meðaltali þrír sumardagar eftir við lok ágústmánaðar. Meðalfjöldi sumardaga á Akureyri 1961 til 1990 er 36 (september þá innifalinn). Sumarið 2013 er sum sé yfir því meðaltali. Sumardagar voru færri á Akureyri sumarið 2011 heldur en nú.
Munið að hér er um leik að ræða en ekki mat á hnattrænum umhverfisbreytingum af mannavöldum eða af öðrum ástæðum. Sömuleiðis er hér nær eingöngu átt við ástandið í Reykjavík en lítið um aðra landshluta - og nákvæmlega ekkert um Austurland.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 53
- Sl. sólarhring: 225
- Sl. viku: 1018
- Frá upphafi: 2420902
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 895
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Jæja, þá byrjar ballið!
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.9.2013 kl. 00:16
Meðalsumar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.9.2013 kl. 00:18
Trausti var fjórum mínútum á undan mér með þetta yfirlit og dæmir sumarið 2013 jafnvel enn harðar enn ég geri.
Emil Hannes Valgeirsson, 2.9.2013 kl. 00:29
Elsku Siggi minn! Hvernig færðu út að þetta sé meðalsumar (miðarðu við kuldaskeiðið 1961-90, núna á miðju alheimshlýindaskeiðinu?)en ekki við "mega"hitaskeiðið sem nú stendur yfir?
Meira að segja Trausti viðurkennir að þetta sumar var ömurlegt!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 07:32
Torfi, setti þetta nú aðallega inn sem smástriðni áður en umræðurnar fara í gang. En eigi að síður má ekki yfirsjást þessi setning Trausta: ''En þótt 13 sé aumingjaleg tala er hún þó jöfn meðaltalinu 1961 til 1990.'' Þú sást hana meira að segja sjálfur. Og reyndar er meðaltalið 1961-1990 ENN í gildi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.9.2013 kl. 11:38
Annars finnst mér það reyndar einkennileg staða að ég, sem alltaf hef verið mikill blíðviðrisvinur og önugur út í leiðindaveður, hvers skýr dæmi má sjá um í veðurkskrifum mínum um margra ára skeið, og hef lítið tekið þátt í umræðu um um hlýnun jarðar og fremur verið skammaður fyrir að vera þar tregur í taumi en hitt , skuli nú vera uppsettur sem sérstakur varnarmaður fyrir leiðindi í veðri (af því ég vil reyna að sjá málin á landsvísu fremur en landshluta), að því er virðist vegna þess að ég vilji ekki viðurkenna að einhver alheimshlýnun sé að stöðvast. Ég hef skrifað hundruði bloggpistla um íslenskt veðurfar og allmargar blaðagreina en ekki einn einasti þeirra fjallar um hlýnun jarðar. En þetta, eitt af mörgu öðru, vitnar um þær algjöru ógöngur sem athugasemdir á veðurbloggum er komnar í.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.9.2013 kl. 12:07
Já, meðaltalið 1961-90 er enn í (fullu) gildi því það hentar ágætlega ... fyrir suma. Þetta er nefnilega kaldasta 30 ára tímabilið frá því að mælingar hófust!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 12:28
Í sakleysi mínu spyr ég hvort sumarið 1969 hafi gleymst. Í minningunni var rigning nánast allt sumarið, ekkert ósvipað og sumarið í ár. Varðandi sumarið 1983, var það svona slæmt? Ég man ekki eftir neinni slæmsku þá, allavega ekki meðan ég var í sumarleyfi sem minnir að hafi verið í ágúst 1983. Heyrði reyndar af leiðindum í veðrinu í Reykjavík á meðan legið var í dokku í Hamborg í sex vikur í blíðskaparveðri nánast allan tímann :)
Anna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 13:48
Við það er miðað vegna þess að það er í alþjóðlegu gildi. Oft hef ég miðað við önnur meðaltöl. Mjög oft og borið þau saman. En þú ert Torfi að gefa í skyn að ég sé að nota þetta alþjóðlega meðaltal til að vera með einhvers konar undanbrögð. Að ég standi í einhverri hugmyndalegri baráttu þar sem um að gera sé að hagræða eftir hentugleikum fyrir einvhern málsstað, hlýnun eða kólnun eða hvað það skal vera. Ég nenni ekki að standa frekar í umræðu af þessu tagi. En ég segi: Það er svona umræða sem er að drepa veðurblogg í landinu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.9.2013 kl. 13:58
Þá er loksins komin tölfræði frá Veðurstofunni um veðrið í ágúst - og í sumar:
Hér á höfuðborgarsvæðinu var tíð lengst af óhagstæð með þrálátum úrkomum og þungbúnu veðri. Meðalhiti í Reykjavík mældist 10,1 stig (sem er nr. 91 af 143 ágústmánuðum). Það er 0,2 stigum neðan meðaltals áranna 1961 til 1990 en 1,6 stigum undir meðaltali síðustu 10 ára. Þetta er kaldasti ágústmánuður í Reykjavík síðan 1993. Meðalhitinn á Akureyri var 10,6 stig eða 0,5 stigum undir meðallagi síðustu 10 ára.
Úrkoman í Reykjavík mældist 86,3 mm og er það tæplega 40% umfram meðalúrkomu og það mesta í ágúst síðan 2007. Dagar þegar úrkoma mældist 1 mm eða meiri voru 16 í Reykjavík, fjórum dögum fleiri en í meðalári.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 135,3 og er það 19 stundum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en aftur á móti 54 stundum undir meðallagi síðustu 10 ágústmánaða. Svo fáar sólskinsstundir hafa ekki mælst í Reykjavík í ágúst síðan árið 2000. Einnig var sólarlítið á Akureyri.
Vindhraði á landinu var um það bil 0,5 m/s yfir meðallagi og sá mesti síðan í ágúst 2005 en þá var hann lítillega hærri. Loftþrýstingur í Reykjavík var 5,8 hPa undir meðallagi, sá lægsti í ágúst síðan 1992.
Sumarið (júní til ágúst)
Meðalhiti í Reykjavík í sumar mældist 10,3 stig og er það 0,4 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990, en 1,2 stigum undir meðaltali síðustu 10 ára. Hitinn er í 61. til 62. sæti meðalhita í Reykjavík (frá 1871).
Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna þriggja 11,1 stig og er það 0,3 stigum ofan við meðallag síðustu 10 ára. Þetta er 19. hlýjasta sumarið á Akureyri frá upphafi samfelldra mælinga 1881.
Á Egilsstöðum var meðalhiti mánaðanna þriggja 10,9 stig og er það 0,8 stigum ofan meðallags síðustu 10 ára. Þetta er 6. hlýjasta sumar á Egilsstöðum frá upphafi samfelldra mælinga þar 1954.
-----
Þá á eftir að reikna meðaltal á öllu landinu til að sjá hvar í röðunni þetta sumar hefur verið á landinu í heild. Mér sýnist það lenda neðarlega þrátt fyrir þokkalega útkomu norðan og austan.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 15:18
Já, þær eru sannarlega miklar ógöngurnar sem sjálfskipaðir veðurbloggarar allra landsmanna eru komnir í. Stórvandamál hjá þeim að lenda í því að menn beri brigður á meinta hæfileika þeirra til að lesa í háloftin :)
Sigurður Þór Guðjónsson er búinn að rembast eins og rjúpan við staurinn í allt sumar við það að tala upp sumarverðráttuna og skamma regnbarða og skjálfandi landsmenn fyrir að sjá ekki sólina.
Sérlegur gestapenni loftslag.is hefur leitað logandi ljósi að ímyndaðri "bræðsluvertíð" í norðurhöfum með afar döprum árangri og glímir nú við grettistök á heiðum uppi.
Kolefnissamsæturnar Svatli og Höski hafa keppst við að telja landsmönnum trú um að þrátt fyrir skelfilegt sumar á Íslandi, kulda og vosbúð, sé það allt partur af guðdómlega planinu þeirra um undirliggjandi hlýnun í tímabundinni kuldasveiflu.
Sjálfur óðahlýnunartrúboðinn Trausti Jónsson hefur þurft að svara kalli vísindanna og upplýsa alþjóð um aestas horribilis 2013. Auðvitað er það utan starfssviðs Veðurstofu Íslands að gefa upp útreiknaðan meðalhita á ársgrundvelli - enda spurning hvort starfsmenn nái utan um svo viðamikið verkefni.
Þessir ágætu einstaklingar kveinka sér mjög undan umræðum um meinta hnatthlýnun af manna völdum og virðast kjósa að útbreiða fagnaðarboðskapinn óhindraðir af athugasemdum skattpíndra Íslendinga. Sannleikurinn er nefnilega sá að eitt af skemmdarverkum "norrænu velferðarstjórnarinnar" var að leggja kolefnisgjald á "eldsneyti sem inniheldur kolefni af jarðefnauppruna og notað er á fljótandi eða loftkenndu formi í iðnaðarferlum þannig að sú notkun leiði til losunar koltvísýrings í andrúmsloftið."
"Fjárhæð kolefnisgjalds skal vera 5,75 kr. á hvern lítra af gas- og dísilolíu, 5,00 kr. á hvern lítra af bensíni, 7,10 kr. á hvert kílógramm af brennsluolíu og 6,30 kr. á hvert kílógramm af jarðolíugasi og öðru loftkenndu kolvatnsefni." (http://skattalagasafn.is/?log=129.2009.1)
Kostnaður við rekstur venjulegs fjölskyldubíls er því kr. 6000 - 10000 á ári í formi kolefnisgjalds, sem aftur byggist á snargalinni tilgátu um að styrkur CO2 í andrúmslofti hafi áhrif á hlýnun jarðar.
Þann 16.07.'13 birti RÚV eftirfarandi frétt: "Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, hefur ákveðið að afnema sérstakan kolefnaskatt á fyritæki og heimili. Á blaðamannafundi tilkynnti hann ásamt Chris Bowen, fjármálaráðherra Ástralíu, að skatturinn sem var 25 ástralskir dollarar á ári fyrir hvert heimili, yrði afnuminn að ári liðnu." (http://www.ruv.is/frett/kolefnisskattur-afnuminn-i-astraliu)
Er ekki kominn tími til að vinda ofan af kolefniskjaftæðinu á Íslandi?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 16:50
Meira að segja vinsamleg tilmæli Trausta varðandi innihald pistilsins duga ekki gegn venjubundnu athugasemda framíkalli sumra einstaklinga hér í bloggheimum - spurning að endurtaka þau, þar sem það er ekki víst að sumir hafa náð að lesa allan pistilinn áður en þeir byrjuðu að rita misvitrar athugasemdir og þetta var jú í blá lokin - ekki víst að athyglin dugi til að lesa alla leið:
Það er ljóst í huga mínum að það munu koma bæði slæm og góð sumur í Reykjavík (og flestum stöðum í heiminum) í framtíðinni (eins og verið hefur), hvað sem umræðumenningu í bloggheimum um núverandi hnatthlýnun líður...
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.9.2013 kl. 17:51
Það er rétt hjá Sigurði Þór að athugasemdastagl með stöðugum persónulegum árásum og aðdróttunum (sérstaklega um alls óskylda aðila) er að gera út af við sæmilega heiðarlegt veðurblogg bæði hér og erlendis. Anna spyr um sumarið 1969 - nei það gleymist ekki og er í hópi sígildra rigningasumra hér sunnanlands - er með 11 gæðastig, sjónarmun ofar heldur en sumarið í ár.
Trausti Jónsson, 3.9.2013 kl. 00:34
Því miður verður þú að kyngja þeirri staðreynd, Trausti Jónsson, að kolefnistrúboðar eru búnir að gefa skotleyfi á veðrið þitt. Hér er ekki lengur um sakleysislega veðurleiki að ræða heldur þúsund-milljarða svikamyllu, með tilheyrandi ofurtollum og gjöldum á almenning.
Af því að þú telur þig sæmilega heiðarlegan í umræðunni er ekki úr vegi að minna þig á skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem unnin var fyrir umhverfisráðuneytið árið 2008. (http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/visindanefndloftslagsbreytingar.pdf)
"Nefndina skipuðu
Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur, formaður,
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur, varaformaður,
Anna Kristín Daníelsdóttir, líffræðingur,
Árni Snorrason, vatnafræðingur,
Bjarni D. Sigurðsson, skógfræðingur,
Gísli Viggóssón, verkfræðingur,
Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíffræðingur,
Snorri Baldursson, líffræðingur,
Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur,
Trausti Jónsson, veðurfræðingur.
Ritari nefndarinnar var Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur."
Það vantar ekki að íslenska vísindanefndin um loftslagsbreytingar velti sér upp úr sviðsmyndum IPCC og geri þær að sínum. Þó tekur steininn úr þegar vísindamennirnir snúa sér að framtíðarhorfum á Íslandi:
"Fram undir miðja öld er talið að hlýna muni um rúmlega 0,2 gráður á áratug. Um miðja öldina nemur hlýnunin 1°C en óvissumörk eru ±1,1°C. Þrátt fyrir að óvissumörkin séu álíka mikil og hlýnunin, eru þó yfirgnæfandi líkur á hlýnun.
• Fyrir síðari hluta aldarinnar er hlýnunin háðari sviðsmyndum og liggur á bilinu 1,4 til 2,4°C með líklegri óvissu ±1,0 til 1,5°C." (bls. 76)
Það er að hlýna á Íslandi - eða hvað, Trausti?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 14:54
"Hilmar (Þór) Hafsteinsson" (ef þú heitir það þá): Hver er eiginlega tilgangur þinn með að búa til einhvað "stríð" þegar það fer ekkert milli mála að það sé að hlýna í heiminum (þó ekki óðahlýnun eins og vilt alltaf túlka svo)?
Pálmi Freyr Óskarsson, 3.9.2013 kl. 19:41
Pálmi Freyr. Vinsamlegast lestu með mér ofanritað: "Hér er ekki lengur um sakleysislega veðurleiki að ræða heldur þúsund-milljarða svikamyllu, með tilheyrandi ofurtollum og gjöldum á almenning." Það verður aldrei þjóðfélagsleg sátt um upplogna ofurtolla og gjöld á skattpíndan almenning í landinu.
Staðreyndin er að meint hnatthitun af manna völdum hefur staðið í stað sl. fimmtán (15) ár þrátt fyrir að magn CO2 í andrúmslofti hafi aukist með hverju árinu sem líður. Gervivísindamennirnir hjá IPCC hafa verið uppvísir að raðlygum á undanförnum árum varðandi meinta hnatthlýnun og heilu þjóðirnar, eins og Ástralir, hafa risið upp og hrist af sér pólitíska loddara og kolefnisskatt.
Að lokum vil ég, í fullri hógværð, benda þér á að hugtakið "óðahlýnun" er sótt í smiðju Trausta Jónssonar, sem virðist mjög umhugað um að útbreiða fagnaðarerindi kolefniskirkjunnar - burt séð frá íþyngjandi áhrifum á greiðslugetu íslenskra heimila, sem var nú ekki beysin fyrir.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 20:37
Þú svarar auðvitað ekki spurningunni minni "Hilmar", nema með einhverju hefðbundið útúrsnúningi.
Pálmi Freyr Óskarsson, 3.9.2013 kl. 21:17
Má skilja þig sem svo, Hilmar, að þrátt fyrir að ríflega 9 af hverjum 10 þeirra fræðimanna sem fást mögulega hlýnun jarðar, telji hlýnunina vera af mannavöldum, þá sé í raun um samsæri að ræða?
Jóhann (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 23:52
Hilmar. Ég er ekki að kvarta undan kveini þinni í minn garð - heldur skítkasti á óskylda aðila. Þeir ættu líka að láta skítkast í þinn garð eiga sig hér á þessum vettvangi þótt eðlilega verði þeir til svara ef á þá er hallað. Síðan má minna á að ekkert röklegt samband er á milli skoðana manna á hnattrænum umhverfisbreytingum annars vegar og skoðana þeirra sömu á kolefnisskattlagningu hins vegar. Að gefa sér slíkt að óreyndu er slæm rökvilla. En hungurdiskar fjalla ekki um stjórnmál eða stjórnmálaskoðanir - svo einfalt er það.
Trausti Jónsson, 4.9.2013 kl. 01:05
Það er undarlegt, að þegar maður hugsar til baka, að þá man maður eiginlega bara eftir sólskinsdögunum. Þess vegna var sumarið í mínum huga gott.
Ágúst H Bjarnason, 4.9.2013 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.