7.8.2013 | 01:10
Botninn sleiktur
Eins og getið var um á þessum vettvangi fyrir nokkrum dögum var dægurlágmarksmet fyrir byggðir landsins slegið aðfaranótt þess 1. ágúst. Aðfaranótt þess 5. var landslágmarksmet þess dags jafnað þegar hiti á sjálfvirku stöðinni á Grímsstöðum fór niður í -1,6 stig. Þetta síðara met lá reyndar vel við höggi því það er ívið hærra heldur en met þeirra daga sem næst liggja.
Síðastliðna nótt (aðfaranótt þriðjudags þ.6.) fór lágmarkshitinn býsna neðarlega í Reykjavík, mældist 4,2 stig á mönnuðu stöðinni. Það er óvenjulágt lágmark í Reykjavík í fyrri hluta ágústmánaðar og mun t.d. vera það lægsta á þessum ákveðna degi í meir en 60 ár og ekki langt frá dægurmeti mannaðra en það er 3,8 stig - frá flatneskjusumrinu 1921. Ágúst það ár á líka dægurlágmarksmet í Reykjavík þann 8. og þann 10. auk þess 6.
Á sjálfvirku stöðinni á Veðurstofutúni fór lágmarkshitinn reyndar niður í 3,9 stig - nærri því niður í metið, sama lágmark mældist á hinni sjálfvirku stöðinni á Túninu. Á sjálfvirku stöðinni á flugvellinum fór lágmarkshitinn niður í 2,2 stig.
Óvenjuþurrt var í Reykjavík nóttina köldu og daggarmark undir -2°C, frost var við jörð sums staðar í borginni. Þegar þetta er skrifað rétt eftir miðnætti á þriðjudagskvöldi er hitinn á veðurstofutúni kominn niður í 7,5 stig - það sama og var sólarhring áður - og enn er léttskýjað. Daggarmark er hins vegar um +5 stig - það dregur úr líkum á því að jafnkalt verði í nótt og þá fyrri - nema að nýtt og þurrara loft streymi niður úr heiðalöndunum umhverfis borgina.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Dægurlágmarksmet slegin, jöfnuð og sleikt á síðsumri 2013 - hver er skýringin? Er að kólna á Íslandi?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.8.2013 kl. 09:13
Sælir Trausti.Hver var meðalhitinn í Reykjavík í siðastliðnum júli samborið við 1960-1990 og 1995-2012. Erum við að sjá nýtt kuldamet?
Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 7.8.2013 kl. 16:37
Samkvæmt frétt mbl. í dag, 7. ágúst, hefur talsvert borið á hafís norðan við landið síðustu daga, þar á meðal er myndarlegur borgarísjaki sem marar úti fyrir Hornbjargi. Mun meira er af ísjökum á hafíssvæðinu í sumar en síðustu ár og eru sjófarendum bent á að sýna sérstaka aðgát. Er hugsanlega að kólna á Íslandi?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.8.2013 kl. 19:44
Samkvæmt mínum hafísrannsóknum er óvenjulítill hafís austur af Grænlandi. Borgarís kemur hinsvegar af Grænlandsjökli.
Emil Hannes Valgeirsson, 7.8.2013 kl. 20:50
Hilmar. Í meðalári eru 2 til 3 dægurhitamet hvors kyns um sig slegin í Reykjavík - þau eru hins vegar óvenjulegri heldur en landsdægurmetin. Hermundur, meðalhiti í júlí var 0,3 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 hér í Reykjavík, en 0,8 stigum undir meðaltali áranna 1995 til 2012. Kuldamet eru víðs fjarri hvað hita í júlí áhrærir, hitinn nú er t.d. 2,4 stigum hærri heldur en var í júlí 1983. Fleira um júlímánuð 2013 má lesa í yfirliti Veðurstofunnar. Hilmar, eins og Emil bendir á er hafís með minnsta móti í Grænlandssundi þetta sumarið, en borgarísjakar eru að sögn kunnugra heldur fleiri en í meðalári. Hiti einstakra ára hefur engin áhrif á borgaríssframleiðslu við Norðausturgrænland - hins vegar er talið líklegt að hverfi hafís að mestu úr Austurgrænlandsstraumnum muni borgarís um síðir aukast á svæðinu þar sem talsvert af honum er nú lokað inni í fjörðum norðan við u.þ.b. 75 gráður norður. Hann verður nú að bráðna þar (að neðan) - en hverfi hafís (strangt tekið samfrosinn strandís) af þeim slóðum geti losnað um borgarísinn. Ég hef enn ekki séð neinar spár um slíkt hafísleysi árið um kring næstu áratugina.
Trausti Jónsson, 8.8.2013 kl. 01:29
Trausti. Má skilja svar þitt sem svo að árið 2013 flokkist undir "meðalár" hjá Veðurstofu Íslands? Ef svo er hvaða meðaltal er þá viðmiðunin? 1995 - 2012 eða 1961 - 1990 - eða eitthvað allt annað? Vek vinsamlegast athygli þína á því að það sem af er ágúst 2013 er meðalhiti í Reykjavík 0,4°C lægri en meðalhiti ágústmánaða kuldaskeiðið 1961 - 1990. Telst það ekki vísbending um kólnun?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.