2.8.2013 | 00:47
Nóttin kalda
Ágúst byrjar mjög kuldalega - eftir að júlí hafði náð sér upp úr volæðinu á frábærum endaspretti. Nánari fréttir af júlí má finna í frétt á vef Veðurstofunnar.
Frost mældist á 12 veðurstöðvum fyrstu nótt mánaðarins, þar af fjórum í byggð (sjá lista í viðhengi). Mest mældist það á Brúsastöðum í Vatnsdal, -2,4 stig. Það reynist vera dægurmet, hiti hefur aldrei mælst jafnlágur í byggð aðfaranótt 1. ágúst. Jökulheimar eiga -2,5 stig sem landsmet þennan dag. það var 1965.
Bjartviðri komandi nætur (aðfaranótt föstudagsins 2. ágúst) býður líka upp á lágan hita. Sérlega þurrt er víða um landið vestanvert og það eykur líkur á næturkulda. Þykktin er þó hærri en var síðastliðna nótt - það hjálpar eitthvað. Möðrudalur á lægsta lágmark 2. ágúst, -3,0 stig sem mældust 1986.
Kuldapollurinn yfir norðurskautinu sem gaf tilefni til pistils í gær virðist ætla að senda okkur tvo kuldaskammta í næstu viku (ekki gott það) - en spár svo langt fram í tímann riðlast oft þannig að við höfum leyfi til að vona hið besta.
Rétt er að geta þess að nú stendur silfurskýjatíminn sem hæst. Í gær (aðfaranótt miðvikudags) mátti sjá góða sýningu milli kl. 1 og 2 (kannski aðeins lengur) - en skýin eru ekki alveg jafn áberandi nú í kvöld (hvað sem síðar verður). Silfurský sjást oft á lofti hér á landi á tímabilinu 25. júlí til 17. ágúst. Tímabil þeirra er lengra - en hér er allt of bjart þegar sól er lengst á lofti til að hægt sé að sjá þau - síðan hverfa þau snögglega einn daginn um miðjan ágúst þegar hlýna fer í miðhvörfunum (í um 90 km hæð). Það er ein margra ábendinga um að sumri sé farið að halla.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:17 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þá er það (væntanlega) staðfest: "...hiti hefur aldrei mælst jafnlágur í byggð aðfaranótt 1. ágúst." Þetta er m.ö.o. nýtt kuldamet í byggð 1. ágúst. Nú fara kuldametin að falla ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.