Af ágengu sjávarlofti

Dagurinn í dag (fimmtudagur 25. júlí) skilađi ekki eins mörgum nýjum hámörkum fyrir áriđ 2013 og undanfarnir dagar - hitinn er búinn ađ toppa víđast hvar. Ţó skiluđu 16 stöđvar hćrri tölum en ţćr hafa gert hingađ til (sjá viđhengiđ). Ţar á međal Möđrudalur (međ 24,5 stig) og stöđvar á hálendinu, ţar á međal Hveravellir (22,7 stig). Ţađ er jafnhátt og mćldist allan tímann sem mannađa stöđin var starfrćkt, en lćgra en sjálfvirka stöđin mćldi í risahitabylgjunum í ágúst 2004 og júlí 2008.

Vestmannaeyjastöđvarnar ţrjár skiluđu ađeins hćrri gildum en áđur á árinu. Stórhöfđi komst úr 12,3 upp í 12,7 stig - hann hlýtur ađ eiga meira inni. Sömuleiđis áttu nokkrar heiđastöđvar Vegagerđarinnar sinn besta dag (sjá viđhengiđ). Ţverfjall (18,2) virđist hafa toppađ fyrra júlímet (17,7) en er langt frá ofurmetinu í ágúst 2004 (23,3).

Hafgolan og ţar međ ţokuloftiđ voru ágengari í dag heldur en undanfarna daga ţar á međal í Reykjavík. Sjávarloftiđ liggur neđan hitahvarfa sem eru í ađeins nokkur hundruđ metra hćđ. Ađ deginum nćr sólarylur landsins ađ hita loftiđ upp í mćttishita ţess lofts sem liggur ofan á hitahvörfunum og ţar međ útrýma ţeim.

Ţetta má sjá á ţversniđi mćttishita og vinds eins og harmonie-líkaniđ spáir kl. 15 á morgun föstudag. Hér er rétt ađ vara viđ myndinni - hún er býsna snúin og ađeins fyrir ţolinmóđa lesendur ađ komast fram úr textanum. En viđ reynum samt ađ rýna í myndina. Hún ţolir töluverđa stćkkun (tvisvar).

w-blogg260713b

Fyrst ber ađ veita athygli örsmáu Íslandskorti í efra hćgra horni myndarinnar. Ţar má sjá línu sem liggur frá stađ undan Suđausturlandi til norđurs ţvert yfir landiđ austanvert til stađar norđur af Melrakkasléttu (16,6° Vestur). Gráu svćđin á myndinni sýna landslagiđ undir línunni. Vatnajökull langhćstur, síđan hálendi Austurlands og loks láglendi og sjór. Breiddarstigin eru á lárétta ás myndarinnar, 65°N nćrri miđjum ásnum.

Lóđrétti ásinn sýnir loftţrýsting. Hann er nćrri 1000 hPa viđ sjávarmál en lćkkar síđan upp á viđ og efst er komiđ niđur í 250 hPa - ţađ er ekki fjarri 10 km hćđ. Litirnir sýna vindhrađa, skilin milli grćnu og bláu litanna eru viđ 10 m/s. Hvergi er hvasst í sniđinu - hvassast ţó allra efst. Vindörvar sýna vindstefnu og styrk, mikilvćgt er ađ átta sig á ţví ađ stefna örvanna hefur ekkert međ sniđiđ ađ gera, heldur er kemur austanátt frá hćgri, vestanátt frá vinstri og norđanátt ađ „ofan“. Viđ skulum ekki láta ţetta rugla okkur. Áttin er úr norđri í bláa litnum efst á myndinni, en úr vestri í bláa fletinum neđarlega til hćgri.

Svörtu, heildregnu línurnar sem liggja ţvert yfir myndina sýna mćttishitann. Hann er hér tilfćrđur í Kelvinstigum, 300K = 27°C. Jafnhitalínurnar eru dregnar međ tveggja stiga bili.

Örvarnar benda á nokkur atriđi sem vert er ađ skođa nánar. Sú sem merkt er međ tölustafnum 1 bendir á svćđi ţar sem ţrjár mćttishitalínur liggja mjög ţétt, mćttishitinn hćkkar ört međ hćđ. Svona líta hitahvörf út á ţversniđi. Ţađ er 292K línan sem er efst línanna ţriggja, ef ţetta loft vćri fćrt niđur til sjávarmáls myndi hitinn ţar verđa 19°C (292-273=19). Neđst línanna ţriggja er 288K, ef ţađ loft vćri tekiđ til sjávarmáls vćri hitinn ekki nema 15 stig (288-273). Síđan kemur tiltölulega langt bil í nćstu línu (286K) ţar sem hiti er 13 stig. Ţađ er sćmilega blandađ sjávarloft sem er undir hitahvörfunum, sjávarhitinn er trúlega nćrri 13 stigum.

Norđur af landinu, viđ töluna 2 eru jafnmćttishitalínurnar einnig ţéttar og margar - en munurinn er sá ađ ţéttleikinn helst nćrri ţví til sjávarmáls. Hér er sjávarloftiđ lítiđ blandađ. Ef viđ teljum okkur niđur ađ neđstu línu reynist hún sýna 278K (lítill línubútur alveg neđst viđ horniđ). Ţetta eru ekki nema 5 stig. Ćtli ţađ sé ekki sjávarhitinn á svćđinu. Hvass vindur myndi róta í loftinu og blanda ţví. Ţá yrđu til hitahvörf ofan á blönduđu lagi - svipađ og viđ Suđausturland.

Viđ töluna 3 liggja mćttishitalínur hins vegar beint upp og niđur. Ţar á mikil blöndun sér stađ - engin hitahvörf. Hér sést hvernig hlýtt yfirborđ landsins nćr ađ hita loftiđ og blanda ţví alveg upp í 850 hPa (um 1500 metra hćđ). En ef viđ förum til hćgri frá örinni sést vel ađ blöndunin nćr styttra og styttra upp eftir ţví sem norđar dregur. Ţar er svo mikiđ af köldu lofti ađ sólarylurinn megnar ekki meir - á einum degi. Nóttin býr strax til hitahvörf - nćturkólnunin byrjar viđ lćgri og lćgri hita eftir ţví sem norđar dregur.

Viđ töluna 4 er allt opiđ upp fyrir 850 hPa. Hér er loft vel blandađ, mćttishitinn er á stóru svćđi á bilinu 296 til 298 stig eđa 23 til 25°C - sem hitinn viđ sjávarmál vćri - en hálendiđ er í um 500 metra hćđ, viđ getum ţví dregiđ frá um 5 stig til ađ reikna út hálendishitann og fáum 18 til 20 stig. Ţađ er bara gott.

Kastiđ nú mćđinni og lítiđ á viđhengiđ.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 639
  • Sl. sólarhring: 773
  • Sl. viku: 2434
  • Frá upphafi: 2413454

Annađ

  • Innlit í dag: 598
  • Innlit sl. viku: 2198
  • Gestir í dag: 589
  • IP-tölur í dag: 573

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband