Af deyfunni

Viđ lítum í skyndingu á stöđu hita, úrkomu og sólskinsstunda í Reykjavík frá 1. júní til 15. júlí miđađ viđ síđustu 64 ár.

Hiti: 9,8 stig. Í 35. sćti (ofanfrá), kaldast frá 2006, ekki sem verst - miđađ viđ tímabiliđ allt

Úrkoma: 115,4 mm. Í 5. sćti (ofanfrá) - harla blautt. Ađeins vantar 10,2 mm upp á ţađ úrkomumesta, ţađ var 1969.

Sólskinsstundir 189. Í 6. sćti (neđanfrá) - harla dauft en talsvert ofan viđ ţađ sólarminnsta (1969 međ 162 stundir).

Síđustu sjö dagar hafa ađeins skilađ 16,6 sólskinsstundum. Ţađ er ţó ekki ţađ versta sem sést hefur áđur í sömu viku (dauf getur sumarvikan veriđ).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo skal böl bćta ađ benda á eitthvađ verra Trausti :D

Viltu bara ekki kannast viđ ţađ ađ fyrri hluti júlímánađar 2013 er einn sá kaldasti á Íslandi frá upphafi mćlinga?

Úps, ég gleymdi ţví ađ öllum upplýsingum um međalhitastig mánađa og ára frá upphafi mćlinga á Íslandi er kyrfilega haldiđ frá almennum borgurum ţessa lands og ţögnin ein mćtir ţeim sem voga sér ađ kalla eftir ţessum tölum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 16.7.2013 kl. 11:14

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fróđlegar tölur Trausti - ţú talar um kaldasta tímail frá 2006 - en hvernig kemur 2006 út í hita samanburđinum fyrir tímabiliđ?

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.7.2013 kl. 11:44

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Hilmar. Ástćđulaust er ađ hnýta í Veđurstofuna á ţessum vettvangi - betra ađ ţú kvartir viđ hana beint. Međalhiti allra mánađa á flestum veđurstöđvum er ađgengilegur hverjum sem er - ýmist á vef Veđurstofunnar eđa á timarit.is. Til hćgđar tíndi ég saman öll útgefin mánađameđaltöl fyrir 1960 í eina skrá sem ég setti í viđhengi međ pistli sem tengill er á hér ađ neđan, ásamt upplýsingum um stöđvarnar. En ţađ er ekkert í ţeirri skrá sem ekki er annars stađar. Mánađameđaltölin eftir 1960 eru á vef Veđurstofunnar - og fleira til. Hćgt er ađ reikna út landsmeđalhita - en ég er hrćddur um ađ menn myndu fljótt kvarta undan ţeim - ţau vćru bara samsetningur sem hagrćtt vćri ţannig ađ sem mest hlýnun komi fram. Betra er ađ horfa á mćlingar stöđvanna - ţótt í ţeim séu kunnar ósamfellur - slíkar endurbćtur vćru líka lagađar sérstaklega til til ţess ađ sem mest hlýnun komi fram - eins og allir vita.

Tengill í átt ađ hitameđaltölum:

http://icelandweather.blog.is/blog/icelandweather/entry/1249149/

Sveinn, fjöldamörg 6 vikna tímabil fyrri ára eru mun kaldari en 2006 (og ţar međ í ár) ţetta ákveđna tímabil - ţar á međal 2001, 1999, 1997 og fleiri og fleiri. Meintur kuldi í ár er langt í frá sérstakur - ekki heldur í júlí. Fyrri hluti júlímánađar er t.d. í 66. sćti (ađ neđan) í Stykkishólmi frá 1846. Daglegar tölur fyrir Reykjavík hafa ekki veriđ reiknađar nema aftur til 1949. Viđ getum ekki sífellt ár eftir ár veriđ ađ keppa um ađ vera í topp fimm eđa tíu hlýjustu. Ţá vćri illa komiđ.

Trausti Jónsson, 16.7.2013 kl. 23:34

4 identicon

Trausti. Vinsamlegast athugađu ađ ég er ekki ađ "hnýta" í Veđurstofuna, heldur gagnrýna hana fyrir augljóst sleifarlag. Ágćtir frćđimenn eins og ţú hljóta ađ skilja muninn.

Ţađ er einfaldlega ekki bođlegt ađ vísa í mánađameđaltöl á vef Veđurstofunnar. Ţetta eru mánađagildi fyrir valdar stöđvar en ekki međalgildi fyrir landiđ í heild - hvađ ţá međalársgildi.

Ţađ liggur fyrir ađ spámenn Veđurstofu Íslands telja sig ţess umkomna ađ spá fyrir um ţróun veđráttu á Íslandi út ţessa öld, ţ.e. nćstu 87 ár(!), smbr:

"Líklegast er ađ hlýnun viđ Ísland á nćstu áratugum verđi rúmlega 0,2 °C á áratug og um miđja öldina hafi hlýnađ um 1°C, miđađ viđ núverandi međalhita (mynd 5). Eins og gefur ađ skilja eru nokkur óvissumörk á ţessu mati, en líklegast verđur hlýnunin á bilinu 0 til 2 °C." (vedur.is > Loftslag > Líklegar breytingar á Íslandi)

Í ţessum dćmalausa 87 ára spádómi er augljóslega miđađ viđ međalárshita á Íslandi hverju sinni og ţróun hans. Varla ertu ađ segja mér - og öđrum lesendum - ađ upplýsingar um međalárshita á Íslandi (og ţróun hans frá ţví ađ mćlingar hófust) liggi ekki fyrir, útreiknađar hjá Veđurstofu Íslands?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 17.7.2013 kl. 01:44

5 identicon

ps. Trausti. Ég verđ líka, af gefnu tilefni, ađ fá ađ gera athugasemd viđ svar ţitt viđ fyrirspurn Sveins Atla. Ţú skrifar "Meintur kuldi í ár er langt í frá sérstakur - ekki heldur í júlí."

Ţetta svar ţitt virđist stangast á viđ ţćr upplýsingar sem Haraldur Ólafsson veđurfrćđingur gaf hlustendum Morgunútvarps RÚV ţriđjudaginn 16. júlí:

"Ţađ er hins vegar frekar ađ síga á ógćfuhliđina í ţessu máli ţví ađ júlímánuđur er ekki bara blautur og sólarlítill á suđvesturlandi og suđurlandi, heldur er hann líka kaldur. Og ţađ sem af er, er hann nú bara međ köldustu júlímánuđum og ţarf ţá ađ fara heilan mannsaldur aftur til ađ finna marga kaldari júlímánuđi. Hann er eiginlega ađ keppa um annađ sćtiđ núna," segir Haraldur.

Hann segir enga einfalda skýringu á ţessum kulda. Einhvers stađar verđi kalda heimskautaloftiđ ađ vera og ţađ virđist ţvćlast um stjórnlaust hvort sem er í janúar eđa júlí. Međalhitinn ţađ sem af er júlí er 9,6 stig sem er, ađ sögn Haraldar, heilli gráđu meira en hitinn var í júlí 1983 sem er sá kaldasti síđustu 80 ár. (http://www.ruv.is/frett/kaldur-juli)

Haraldur virđist ţarna, a.m.k., styđjast viđ međaltalsmánađahitaútreikninga sem leynast einhvers stađar innan veggja Veđurstofunnar.

Ţar sem hér er minnst á RÚV lćt ég fylgja međ áhugaverđa frétt sem RÚV birti í gćr, ţriđjudaginn 16. júlí: "Kevin Rudd, forsćtisráđherra Ástralíu, hefur ákveđiđ ađ afnema sérstakan kolefnaskatt á fyritćki og heimili. Á blađamannafundi tilkynnti hann ásamt Chris Bowen, fjármálaráđherra Ástralíu, ađ skatturinn sem var 25 ástralskir dollarar á ári fyrir hvert heimili, yrđi afnuminn ađ ári liđnu." (http://ruv.is/frett/kolefnisskattur-afnuminn-i-astraliu)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 17.7.2013 kl. 02:23

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir svariđ Trausti - ég bjóst einmitt viđ ađ hitastigiđ sumariđ í ár vćri ekkert einstakt - ţađ má búast viđ sveiflum milli ára hér á Íslandi og er ţađ eđlilegt. En ţessi meinti kuldi virđist ţó ćtla ađ trufla landann - sérstaklega ţegar kemur ađ umrćđuefni manna á milli og t.d. á blogg- og samskiptamiđlum, ţar sem stundum mćtti ćtla ađ veđriđ vćri mun verra en ţađ er í raun ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.7.2013 kl. 01:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 53
  • Sl. sólarhring: 521
  • Sl. viku: 2375
  • Frá upphafi: 2413809

Annađ

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 2193
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband