Af deyfunni

Við lítum í skyndingu á stöðu hita, úrkomu og sólskinsstunda í Reykjavík frá 1. júní til 15. júlí miðað við síðustu 64 ár.

Hiti: 9,8 stig. Í 35. sæti (ofanfrá), kaldast frá 2006, ekki sem verst - miðað við tímabilið allt

Úrkoma: 115,4 mm. Í 5. sæti (ofanfrá) - harla blautt. Aðeins vantar 10,2 mm upp á það úrkomumesta, það var 1969.

Sólskinsstundir 189. Í 6. sæti (neðanfrá) - harla dauft en talsvert ofan við það sólarminnsta (1969 með 162 stundir).

Síðustu sjö dagar hafa aðeins skilað 16,6 sólskinsstundum. Það er þó ekki það versta sem sést hefur áður í sömu viku (dauf getur sumarvikan verið).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo skal böl bæta að benda á eitthvað verra Trausti :D

Viltu bara ekki kannast við það að fyrri hluti júlímánaðar 2013 er einn sá kaldasti á Íslandi frá upphafi mælinga?

Úps, ég gleymdi því að öllum upplýsingum um meðalhitastig mánaða og ára frá upphafi mælinga á Íslandi er kyrfilega haldið frá almennum borgurum þessa lands og þögnin ein mætir þeim sem voga sér að kalla eftir þessum tölum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 11:14

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fróðlegar tölur Trausti - þú talar um kaldasta tímail frá 2006 - en hvernig kemur 2006 út í hita samanburðinum fyrir tímabilið?

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.7.2013 kl. 11:44

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Hilmar. Ástæðulaust er að hnýta í Veðurstofuna á þessum vettvangi - betra að þú kvartir við hana beint. Meðalhiti allra mánaða á flestum veðurstöðvum er aðgengilegur hverjum sem er - ýmist á vef Veðurstofunnar eða á timarit.is. Til hægðar tíndi ég saman öll útgefin mánaðameðaltöl fyrir 1960 í eina skrá sem ég setti í viðhengi með pistli sem tengill er á hér að neðan, ásamt upplýsingum um stöðvarnar. En það er ekkert í þeirri skrá sem ekki er annars staðar. Mánaðameðaltölin eftir 1960 eru á vef Veðurstofunnar - og fleira til. Hægt er að reikna út landsmeðalhita - en ég er hræddur um að menn myndu fljótt kvarta undan þeim - þau væru bara samsetningur sem hagrætt væri þannig að sem mest hlýnun komi fram. Betra er að horfa á mælingar stöðvanna - þótt í þeim séu kunnar ósamfellur - slíkar endurbætur væru líka lagaðar sérstaklega til til þess að sem mest hlýnun komi fram - eins og allir vita.

Tengill í átt að hitameðaltölum:

http://icelandweather.blog.is/blog/icelandweather/entry/1249149/

Sveinn, fjöldamörg 6 vikna tímabil fyrri ára eru mun kaldari en 2006 (og þar með í ár) þetta ákveðna tímabil - þar á meðal 2001, 1999, 1997 og fleiri og fleiri. Meintur kuldi í ár er langt í frá sérstakur - ekki heldur í júlí. Fyrri hluti júlímánaðar er t.d. í 66. sæti (að neðan) í Stykkishólmi frá 1846. Daglegar tölur fyrir Reykjavík hafa ekki verið reiknaðar nema aftur til 1949. Við getum ekki sífellt ár eftir ár verið að keppa um að vera í topp fimm eða tíu hlýjustu. Þá væri illa komið.

Trausti Jónsson, 16.7.2013 kl. 23:34

4 identicon

Trausti. Vinsamlegast athugaðu að ég er ekki að "hnýta" í Veðurstofuna, heldur gagnrýna hana fyrir augljóst sleifarlag. Ágætir fræðimenn eins og þú hljóta að skilja muninn.

Það er einfaldlega ekki boðlegt að vísa í mánaðameðaltöl á vef Veðurstofunnar. Þetta eru mánaðagildi fyrir valdar stöðvar en ekki meðalgildi fyrir landið í heild - hvað þá meðalársgildi.

Það liggur fyrir að spámenn Veðurstofu Íslands telja sig þess umkomna að spá fyrir um þróun veðráttu á Íslandi út þessa öld, þ.e. næstu 87 ár(!), smbr:

"Líklegast er að hlýnun við Ísland á næstu áratugum verði rúmlega 0,2 °C á áratug og um miðja öldina hafi hlýnað um 1°C, miðað við núverandi meðalhita (mynd 5). Eins og gefur að skilja eru nokkur óvissumörk á þessu mati, en líklegast verður hlýnunin á bilinu 0 til 2 °C." (vedur.is > Loftslag > Líklegar breytingar á Íslandi)

Í þessum dæmalausa 87 ára spádómi er augljóslega miðað við meðalárshita á Íslandi hverju sinni og þróun hans. Varla ertu að segja mér - og öðrum lesendum - að upplýsingar um meðalárshita á Íslandi (og þróun hans frá því að mælingar hófust) liggi ekki fyrir, útreiknaðar hjá Veðurstofu Íslands?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 01:44

5 identicon

ps. Trausti. Ég verð líka, af gefnu tilefni, að fá að gera athugasemd við svar þitt við fyrirspurn Sveins Atla. Þú skrifar "Meintur kuldi í ár er langt í frá sérstakur - ekki heldur í júlí."

Þetta svar þitt virðist stangast á við þær upplýsingar sem Haraldur Ólafsson veðurfræðingur gaf hlustendum Morgunútvarps RÚV þriðjudaginn 16. júlí:

"Það er hins vegar frekar að síga á ógæfuhliðina í þessu máli því að júlímánuður er ekki bara blautur og sólarlítill á suðvesturlandi og suðurlandi, heldur er hann líka kaldur. Og það sem af er, er hann nú bara með köldustu júlímánuðum og þarf þá að fara heilan mannsaldur aftur til að finna marga kaldari júlímánuði. Hann er eiginlega að keppa um annað sætið núna," segir Haraldur.

Hann segir enga einfalda skýringu á þessum kulda. Einhvers staðar verði kalda heimskautaloftið að vera og það virðist þvælast um stjórnlaust hvort sem er í janúar eða júlí. Meðalhitinn það sem af er júlí er 9,6 stig sem er, að sögn Haraldar, heilli gráðu meira en hitinn var í júlí 1983 sem er sá kaldasti síðustu 80 ár. (http://www.ruv.is/frett/kaldur-juli)

Haraldur virðist þarna, a.m.k., styðjast við meðaltalsmánaðahitaútreikninga sem leynast einhvers staðar innan veggja Veðurstofunnar.

Þar sem hér er minnst á RÚV læt ég fylgja með áhugaverða frétt sem RÚV birti í gær, þriðjudaginn 16. júlí: "Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, hefur ákveðið að afnema sérstakan kolefnaskatt á fyritæki og heimili. Á blaðamannafundi tilkynnti hann ásamt Chris Bowen, fjármálaráðherra Ástralíu, að skatturinn sem var 25 ástralskir dollarar á ári fyrir hvert heimili, yrði afnuminn að ári liðnu." (http://ruv.is/frett/kolefnisskattur-afnuminn-i-astraliu)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 02:23

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir svarið Trausti - ég bjóst einmitt við að hitastigið sumarið í ár væri ekkert einstakt - það má búast við sveiflum milli ára hér á Íslandi og er það eðlilegt. En þessi meinti kuldi virðist þó ætla að trufla landann - sérstaklega þegar kemur að umræðuefni manna á milli og t.d. á blogg- og samskiptamiðlum, þar sem stundum mætti ætla að veðrið væri mun verra en það er í raun ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.7.2013 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 29
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 2343282

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 472
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband