9.7.2013 | 01:24
Hlýjasta loft ársins
Nú er spurningin hvort spurningarmerki eigi að fylgja í fyrirsögninni - eða hvort bæta á við - til þessa? Sum ár hafa runnið sitt skeið án þess að jafnhlýtt loft hafi farið yfir landið og það sem fara á yfir á þriðjudag og miðvikudag í þessari viku. En - þótt hlýtt loft fari hjá er ekki þar með sagt að þess gæti niður til okkar.
En þykktarkort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir á þriðjudagskvöld lofar góðu.
Jafnþykktarlínur eru svartar og heildregnar, en litafletir sýna hita í 850 hPa-fletinum í um 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Mjög hlýtt loft er yfir öllu landinu, hlýjast er það austanlands þar sem þykktin er yfir 5600 metrum. Á góðum degi dugar það í 25 til 27 stiga hámarkshita - en til að svo megi verða þarf vind, hann þarf að standa af landi - og ef vindur er hægur þarf að vera glampandi sólskin til að framkalla þessar háu tölur.
Mættishitaáhugamenn (þessir þrír) mega vita að hæsti mættishiti í 850 hPa sem enn fréttist af í spám fyrir þriðjudag og miðvikudag er 26,3 stig. Þá yfir Austurlandi á miðvikudag.
Hvort það tekst vitum við ekki - en fylgjumst vel með. Þótt líka sé hlýtt yfir Suður- og Vesturlandi er hár hiti ólíklegri þar vegna áhrifa sjávar og skýjahulu, en það er samt aldrei að vita nema einhverjir staðir á þeim slóðum verði útvaldir - ólíklegt þó.
Vindur verður að sögn reiknimiðstöðva heldur meiri á miðvikudag heldur en þriðjudag þannig að þótt þykktin minnki lítillega verða líkur á 25 stigum litlu minni þá heldur en á þriðjudeginum. Auk þess á Austurland enn möguleika á háum tölum á fimmtudaginn - en þá eru síðustu forvöð að sinni. Þá um kvöldið ryðst mun kaldara loft inn á svæðið úr vestri. Föstudagsþykktarspána má sjá á kortinu hér að neðan. Það lítur ekki vel út og umskiptin gríðarleg.
Kortið gildir kl. 6 að morgni föstudags. Þykktin er aðeins 5300 metrar við Vestfirði - á vondum degi dugar það í snjó á fjöllum - verði einhver úrkoma á annað borð. Þrjúhundruð metrar skilja að 5600 og 5300 metra. Á hitamæli samsvarar það 15 stiga hitafalli. Hitafallið í 850 hPa er ámóta, +12 stig á miðvikudag yfir í mínus 3 á fimmtudag. Niðri við jörð er meira hóf í hitafallinu.
Fimmtudags-föstudagslægðin er því leiðinleg - ekki er þó spáð miklum vindi - en einhverri úrkomu. Síðan kemur næsta lægð að sögn strax á laugardag - eftir það greinir reiknimiðstöðvar á um framhaldið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 130
- Sl. sólarhring: 244
- Sl. viku: 1095
- Frá upphafi: 2420979
Annað
- Innlit í dag: 118
- Innlit sl. viku: 967
- Gestir í dag: 115
- IP-tölur í dag: 114
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sælir Trausti. Gætirðu ekki útskýrt þessa óvenjulegu þokumyndun sem við erum búin að upplifa hér í Reykjavík í sumar. Er þetta af því að sjórinn er hlýrri en lofthitinn eða öfugt?
Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 10:08
Þoka er algengust í Reykjavík í júlí þegar loft er að meðaltali hlýrra en sjór. Hér við land er sjórinn að meðaltali hlýrri en loftið allt árið nema stuttan tíma að sumarlagi. Norðanlands og austan er þessi tími heldur lengri en vestan- og sunnanlands - sérstaklega við Austfirði. Um þetta má lesa í gamalli greinargerð um sjávarhitamælingar Veðurstofunnar.
Trausti Jónsson, 10.7.2013 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.