Fyrsti sumardagurinn í ár (í Reykjavík)

Það var varla búið að skilgreina sumardaga og jafnframt kvarta yfir algjörri fjarveru þeirra í ár þegar sá fyrsti dettur inn. Sé tekið mark á skilgreiningunni telst 20. júní fyrsti sumardagurinn í Reykjavík í ár (en er auðvitað ekki sumardagurinn fyrsti). Þá er bara spurningin hversu margir þeir verða.

En þeir eru þegar orðnir 15 á Akureyri.

Munið þó að skilgreining hungurdiska (sjá næsta pistil á undan þessum) er ekkert betri en hver sú önnur sem menn velja sér. Vonandi hafa lattelepjendur, bjórþambarar og grillir notið blíðunnar utandyra. Ritstjórinn sá þó ekki mjög marga á fæti né á hjólum í austurhverfi borgarinnar fyrr í kvöld - ætli þeir hafi ekki stokkið á fjöll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veðurstofa Íslands færir sumardaginn fyrsta í Reykjavík til bókar - 20. júní 2013.

Samkvæmt dagatalinu ber sumardaginn fyrsta, frá fornu fari, upp á 25. apríl!

Hér skakkar rétt tæpum tveimur mánuðum. Er þetta öll óðahlýnunin?

Ps. Í gærkvöldi var mikill uppsláttur í 10-fréttum RÚV um skelfilega spilliefnið - metan - sem er skyndilega orðin mikilvirkasta og skilvirkasta gróðurhúsalofttegund jarðar. Rætt var við sérfræðing á Veðurstofu Íslands sem vitnaði um skaðsemi metans fyrir andrúmsloftið.

Er CO2 kannski bara náttúrulegur áburður eftir allt saman?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1000
  • Sl. sólarhring: 1106
  • Sl. viku: 3390
  • Frá upphafi: 2426422

Annað

  • Innlit í dag: 892
  • Innlit sl. viku: 3048
  • Gestir í dag: 868
  • IP-tölur í dag: 802

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband