19.6.2013 | 01:11
Sitja enn eftir
Fyrir viku var hér fjallað um hæsta hita ársins á öllum sjálfvirkum veðurstöðvum landsins. Í dag hjökkum við í sama fari og kynnum uppfærðan lista. Hann má nálgast í viðhenginu.
Á listanum má sjá að stigin 15,4 sem mældust á sjálfvirku stöðinni á Dalatanga hanga enn inni sem hæsti hiti ársins þar á bæ. Heldur einkennilegt (en ekki einstakt). Fáeinar stöðvar sitja enn eftir með maíhita efstan á blaði. Þær má sjá í töflunni hér að neðan. Tölur í °C.
ár | mán | dagur | klst | hæst | nafn | |
2013 | 3 | 1 | 14 | 15,7 | Dalatangi | |
2013 | 5 | 8 | 18 | 15,0 | Skálafell | |
2013 | 5 | 10 | 14 | 12,6 | Brúarjökull B10 | |
2013 | 5 | 13 | 16 | 14,8 | Skarðsfjöruviti | |
2013 | 5 | 16 | 16 | 11,6 | Stórhöfði | |
2013 | 5 | 16 | 17 | 11,8 | Surtsey | |
2013 | 5 | 17 | 13 | 10,9 | Bláfjöll |
Hitinn á Skálafelli þann 8. maí er reyndar grunsamlegur - en hefur ekki verið afskrifaður. Sömuleiðis kann að vera einhver bilun í Bláfjöllum. Tölur frá öðrum stöðvum eru hins vegar raunverulegar. Á Stórhöfða, Skarðsfjöruvita, í Surtsey og á Brúarjökli hefur hiti ekki enn komist hærra en hann varð þessa maídaga.
Aðrar stöðvar hafa endurnýjast. Reyndar þrjár í dag (þriðjudaginn 18. júní). Það eru:
ár | mán | dagur | klst | hæst | nafn | |
2013 | 6 | 18 | 16 | 14,1 | Seljalandsdalur - skíðaskáli | |
2013 | 6 | 18 | 17 | 16,9 | Ísafjörður | |
2013 | 6 | 18 | 17 | 16,1 | Súðavík |
Ísafjörður og Súðavík áttu sinn hlýjasta dag nú síðdegis. Á listanum má sjá að 17. júní var hvergi á landinu hlýjasti dagur ársins.
Reiknaðar veðurspár benda til þess að varla geri hlýindahrinu næstu daga - en þó hlýtur að vera von til þess að þær stöðvar í byggð sem hingað til hafa ekki enn náð 13 stigum hljóti að geta gert betur - jafnvel þótt tíð verði frekar svöl. Fyrir utan Stórhöfða hafa stöðvarnar í kaupstaðnum í Vestmanneyjum og í Grindavík enn ekki náð 13 stigunum í ár. Ein stöð á hálendinu hefur ekki enn náð 10 stigum, sú í Tindfjöllum.
Þeir sem afrita skrána inn í töflureikni geta raðað henni að vild, t.d. eftir stöðvanöfnum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 55
- Sl. sólarhring: 404
- Sl. viku: 2209
- Frá upphafi: 2409853
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 1985
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Kalt þar - kalt hér og ekki allt búið enn . . . ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 09:55
.... en ekki allstaðar:
"Baked Alaska: Anchorage, the state's biggest city, has seen record temperatures of 81F (27C), while other parts of Alaska are believed to have climbed as high as 98F. However, while many are delighted by the unusual warmth, others are sweltering in homes and offices which lack air-conditioning and are not designed to tackle heat." Mail Online 19. júní 2013.
Emil Hannes Valgeirsson, 19.6.2013 kl. 17:53
... ójú reyndar :P
"However, the unusual heat is set to come to an end soon - a high pressure system responsible for clear skies and high temperatures has moved on, meaning forecasters expect a cooling trend starting from today." (Mail Online 19. júní 2013)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 00:18
Á kortum evrópureiknimiðstöðvarinnar mátti sjá smáblett yfir Alaska fara í þykktina 5700 metra aðfaranótt 18. júní (síðdegis þann 17. þar um slóðir). Það er örugglega ekki algengt - en sennilega algengara þó heldur en hér á landi. Íslandsmet í þykkt er sem kunnugt er 5660 metrar eða þar um bil. Heldur kólnar næstu daga - en reiknimiðstöðin gerir þó ráð fyrir því að hlýindi taki aftur við á Alaskaslóðum. Það er líka athyglisvert að reiknimiðstöðvar gera ráð fyrir óvenju djúpri lægð við Aljúteyjar eftir einn til tvo daga - hún á að fara niður fyrir 970 hPa. Það er áreiðanlega óvenjulegt.
Trausti Jónsson, 20.6.2013 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.