14.6.2013 | 00:18
Slefar í meðaltalið - en langt í eitthvað betra
Loftið sem nú er yfir landinu rétt slefar í meðalhita júnímánaðar í neðri hluta veðrahvolfs. Þó ekki sé rétt að kvarta mikið yfir þessu langar flesta í eitthvað hlýrra - en það er vart í sjónmáli. Lítum á norðurhvelsspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir um hádegi á laugardag.
Jafnhæðarlínur eru heildregnar að vanda, merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar) og þykktin er sýnd með litaflötum. Því hærri sem hún er því hlýrra er loft í neðri hluta veðrahvolfs. Ísland er rétt neðan við miðja mynd og má sjá lítinn gulan blett við Vesturland. Í blettinum er þykktin meiri en 5460 metrar. Meðalþykkt í júní er 5420 metrar þannig að kortið sýnir hita yfir meðallagi fyrir vestan landið en nærri honum austar.
Kuldapollurinn mikli yfir Norðuríshafi er enn býsna ískyggilegur þótt hann hafi aðeins mildast síðan við sáum hann síðast hér á hungurdiskum fyrir sex dögum. Hæðarhryggurinn sem þá var yfir okkur hefur veikst og kalda lægðin sem var fyrir sunnan land er nú komin austur til Bretlands. Við erum nærri því að vera inni í hringrásinni utan um kuldapollinn stóra - óþægilega nærri.
En séu framtíðarspár réttar mun lega okkar í hringrásinni lítið breytast næstu vikuna. Stóri kuldapollurinn á að stökkva í átt til Kanada eftir helgina og Labradorpollurinn á að fara til austurs fyrir sunnan land. Ef svona fer breytist hitafar lítið hjá okkur. Ekki má þó gleyma mætti sólarinnar á daginn þar sem hún nær að skína - en í þetta svölu lofti er alltaf mjög stutt í síðdegisskúrirnar.
Ameríska spáin er þegar þetta er skrifað (seint á fimmtudagskvöldi) enn svartsýnni, sendir Labradorpollinn nánast yfir okkur með hryssingi að vestan - og veðurblíða þá víðs fjarri.
Hvenær síðan tekst að ná í hlýrra loft að sunnan eða niðurstreymi að ofan er ekki vitað - en staðan á kortinu er ekki sérlega vænleg. Okkar megin á því nær græni liturinn alveg suður á 50. breiddargráðu, en handan norðurskauts ekki nema suður að þeirri sjötugustu - að slepptum kröppum kuldapolli við Aljúteyjar. Heildarfyrirferð grænu og bláu litanna og þar með svala loftsins minnkar mjög hægt (en gerir það samt í nærri tvo mánuði til viðbótar). Allt sem stuggar við því á einum stað verður til þess að það breiðir úr sér annars staðar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 109
- Sl. sólarhring: 299
- Sl. viku: 1641
- Frá upphafi: 2457196
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 1494
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 81
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti.
Samkvæmt þessum ferli er hafísinn um þessar mundir meiri en árin 2007, 2008, 2009, 2010, 2011 og 2012:
http://arctic-roos.org/observations/satellite-data/sea-ice/observation_images/ssmi1_ice_ext.png
- eða samanborið við árin frá 2002:
http://www.ijis.iarc.uaf.edu/seaice/extent/AMSRE_Sea_Ice_Extent_L.png
Meira hér
Ágúst H Bjarnason, 14.6.2013 kl. 13:30
Ágúst. Í gærkvöldi lagði ég drög að heilmikilli hafísbloggfærslu sem gæti klárast í kvöld. Þar verður komið inn á stöðuna í útbreiðslu hafíssins.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.6.2013 kl. 17:16
Sjálfmenntaði heimilisveðurfræðingurinn boðar "heilmikla hafísbloggfærslu þar sem verður komið inn á stöðuna í útbreiðslu hafíssins"(!)
Verkfræðingar komast auðvitað lítið áleiðis að benda á vísindagögn sem sýna fram á aukningu hafíss, bæði við Norður- og Suðurheimskautið, þegar EHV klárar drögin að kolefnisblætinu sínu. :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 22:49
Þakka þér fyrir Ágúst - ég fylgist lauslega með ísnum á þessum tíma árs. Þar hefur verið óvenjuþrálátt lágþrýstisvæði að undanförnu og verður víst eitthvað áfram. Emil, ég les hafísblogg þitt alltaf af athygli. Hilmar - ég vona að sem flestir snúi sér að heimilisveðurfræðinni. Þér gengur bara nokkuð vel að fitja upp þráðinn.
Trausti Jónsson, 15.6.2013 kl. 01:37
Það hlýtur samt að skjóta svolítið skökku við að þó að Co2 í andrúmslofti sé komið í 400ppm, þó bólar ekkert á þessari miklu hlýnun sem boðuð hefur verið á norðurslóðum. Og ísbreiðan á Suðurskautslandinu vex og dafnar sem aldrei fyrr.
Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 08:43
Þakkir fyrir hlý orð Trausti. Ég geri mér grein fyrir miklum heimilisveðurfræðiáhuga innan veggja Veðurstofu Íslands. :)
Sjálfur er ég hrifnari af ísköldum vísindum eldri og reyndari veðurfræðinga. Minni í því sambandi enn og aftur á ágæta grein Borgþórs H. Jónssonar, "Kólnandi veðurfar"(!) í 1. tölublaði Veðurs, 21. árgangi 1978.
Þar hrekur þessi ágæti veðurfræðingur hindurvitni kolefniskirkjunnar og segir m.a: "Af því, sem nú hefur verið ritað, verður að telja, að kolsýringskenningin um hækkandi hitafar samfara vaxandi kolsýringsmagni andrúmsloftsins sé vafasöm, a.m.k. hvað viðvíkur Íslandi." (Veðrið, 21. árg. 1978, bls. 27)
Ég vænti þess að þú náir að halda þræðinum. Er ekki kaltjón bænda á Norður- og Austurlandi sagt sláandi?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 08:58
Pistillinn hans Emils um hafísinn er fróðlegur.
Nú verður spennandi að fylgjast með framvindunni...
Ágúst H Bjarnason, 15.6.2013 kl. 09:58
Það er alveg með ólíkindum hvað menn eru óþolinmóðir í gróðurhúsamálunum. Á hiti að rjúka upp úr öllu valdi hér og nú? Er þetta dulið heimsendablæti - eða hvað? Við vonum bara að veðurfarsbreytingar í kjölfar aukinna gróðurhúsaáhrifa dragist sem lengst og sem flest leggist gegn þeim - ekki veitir af.
Trausti Jónsson, 16.6.2013 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.