4.6.2013 | 00:27
Hitinn komst í 22 stig
Hitinn komst í 22 stig í dag, mánudag 3. júní. Hæstur varð hann á Raufarhöfn en fleiri stöðvar náðu 20 stiga markinu. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem hitinn nær 20 stigum. Það er 11 dögum síðar heldur en að meðaltali 1995 til 2009 (meðaltal fyrir önnur árabil með sambærilegum stöðvafjölda hefur enn ekki verið reiknað). Líklegt er að hiti komist einhvers staðar í 20 stig á morgun (þriðjudag) og á miðvikudag (5. júní) er einnig góð von, en hins vegar lítil á fimmtudaginn. Ástæða kólnunar sést vel á kortinu hér að neðan.
Kortið gildir um hádegi á miðvikudag. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar. Vindur blæs nokkurn veginn samsíða þeim og er því meiri eftir því sem línurnar eru þéttari. Litafletir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Skipt er um lit á 60 metra þykktarbili og er jaðarinn milli grænu og gulu litanna við 5460 metra. Við segjum stundum óformlega að þar byrji sumarið - dagar með þykkt lægri en þetta eru þó fjölmargir á íslensku sumri.
Gulbrúni bletturinn fyrir norðaustan land er hitinn sem nú (á mánudag) er að fara yfir landið. Lægðardragið fyrir vestan land grynnist en þokast austur á bóginn með kaldara lofti, það verður yfir okkur á fimmtudag. Við sjáum að hæðarbeygja er á jafnhæðarlínunum yfir landinu - en vindur af suðri. Sunnanáttin ein og sér segir að það verði skýjað um landið suðvestanvert, en hæðarbeygjan eykur hins vegar líkur á að að hann rífi af sér - að minnsta kosti inn til landsins.
Við sjáum að þykktin yfir vestanverðu landinu er nærri 5460 metrunum áðurnefndu - það telst mikil heppni ef hiti undir slíkri þykkt nær 20 stigum - en ef sólin skín er aldrei að vita hvað gerist. Meiri líkur eru auðvitað á sólskini í sunnanáttinni norðaustanlands og þar er þykktin líka meiri.
En lægðardragið fer sum sé yfir á fimmtudag - en hæðarhryggur fylgir í kjölfarið. Hvað svo gerist er óljóst. Úrkomusvæði á að fara yfir seint á föstudag og/eða laugardag. Von um hlýindi felst helst í því að kuldapollurinn yfir Labrador dóli til austurs vel fyrir sunnan land - en allt of snemmt er að fjalla frekar um þann möguleika. Svo virðist sem við getum í bili að minnsta kosti verið róleg yfir kuldapollinum mikla í íshafinu - í dökkbláu litunum er vetur enn ríkjandi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 10
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 1616
- Frá upphafi: 2457365
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1460
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti
Kannski þekki þú til veðmálsins mikla sem fer árlega fram í Alaska. Þar hafa menn fylgst grannt með því hvenær Nenana áin ryður sig og hafa gert það í 97 ár. Menn hafa sett upp tækjabúnað sem tengdur er nákvæmri klukku til að sannreyna atburðinn. Í ár var potturinn hvorki meira né minna en $318.500. Þegar áin hefur rutt sig telja menn að sumarið sé komið á þessum slóðum.
"The Nenana Ice Classic is a pretty good proxy for climate change in the 20th century" sagði Martin Jeffries jarðeðlisfræðingur hjá University of Alaska í Fairbanks árið 2009.
Í ár brá svo við að þetta gerðist ekki fyrr en 20. maí klukkan 14:41 (2:41PM), en svo seint hefur áin ekki rutt sig þau 97 ár sem fylgst hefur verið með henni.
http://www.alaskadispatch.com/article/20130520/97-year-old-nenana-ice-classic-sets-record-latest-breakup-river-1
http://www.nenanaakiceclassic.com/photos.htm
Listi sem sýnir hvenær þessi atburður hefur átt sér stað í tæpa öld:
http://www.nenanaakiceclassic.com/Breakup%20Log.html
Sem sagt, hér er verðugt rannsóknarefni fyrir veðurnörda
Ágúst H Bjarnason, 4.6.2013 kl. 18:06
Sá reyndar 23°C í smástund á Raufarhöfn um kl 17:30 í dag.... en stöðugar 22°C nokkuð lengi.
Ómar Bjarki Smárason, 4.6.2013 kl. 23:39
Ágúst. Jú ég hef heyrt um þessa spákeppni - þetta er skemmtileg tilbreyting. Menn stunda það um allan heim að tengja einstakar veðurvitnaraðir við hita á norðurhveli öllu - líka í svonefndum veðurvitnafræðum. Íslenska vorið (apríl og maí) var víst það kaldasta í Alaska frá upphafi samfelldra ríkismeðaltala (1930), en alþjóðavorið (mars til maí) náði ekki meti - og ekki maí heldur því svo rækilega hlýnaði síðustu viku mánaðarins að nægði til að hífa mánuðinn upp í 10. neðsta sæti. - En þetta eru lausafréttir, það er hins vegar opinbert að maí var sá hlýjasti frá upphafi landsmeðaltalsreikninga í Noregi. Það eru líka tíðindi. Ómar Bjarki - hiti fór mest í 21,9 stig á sjálfvirku stöðinni á Raufarhöfn í dag (4. júní), en gaman að heyra af öðrum mælingum.
Trausti Jónsson, 5.6.2013 kl. 00:56
Mælirinn í bílnum hjá mér virðist nokkuð réttur, en gefur hitann bara upp í heilum tölum. En hitinn á Raufarhöfn var mjög stöðugur þann 4. júní og fór upp í þetta skammt sunnan við Raufarhöfn. Þar sem ég er að leita að jarðhita hefði ég auðvitað átt að setja þennan stað inn í GPS tækið! Þann 5. júní var hitinn 21°C langleiðina yfir að Öxarfirði, sem kom mér á óvart. Þetta var um kl 14.
Ómar Bjarki Smárason, 7.6.2013 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.