2.6.2013 | 00:44
Hlýrra loft á leiðinni
Nú virðist öllu hlýrra loft heldur en við höfum búið við að undanförnu vera á leið til landsins. Spár eru sammála um að sæmileg sumargusa að sunnan fari yfir landið á mánudag og þriðjudag með talsverðum vindi. Hlýjast verður norðaustanlands og líklegt að 20-stiga mörkunum verði náð í fyrsta skipti á þessu ári.
Þetta sést nokkurn veginn á spákorti sem gildir kl. 21 á sunnudagskvöld.
Jafnþrýstilínur eru heildregnar, úrkoma er sýnd með grænum og bláum litum og jafnhitalínur 850 hPa flatarins er strikaðar. Lægðin suðvestur í hafi er djúp miðað við árstíma og sunnanstrengurinn austan hennar býsna öflugur. Sé rýnt í kortið má sjá (það batnar talsvert við stækkun) að 5 stiga jafnhitalína 850 hPa flatarins er skammt sunnan við land og stefnir hingað.
Þótt loftið sé hlýtt miðað við ástandið að undanförnu er enn hlýrra loft enn yfir Norður-Noregi. Hlýindin þar hafa verið að slá hvert metið á fætur öðru að undanförnu. Hiti í Norður-Svíþjóð komst í rétt rúm 30 stig. Maímánuður hefur aldrei verið svona hlýr í Tromsö og nú. En þarna kólnar eitthvað næstu daga.
Það er svo talsverð spurning hvert framhaldið verður hér á landi. Lendum við í lægðar- eða hæðarbeygju? Hæðarbeygjan er mun hagstæðari, henni hefur nú oft verið spáð að undanförnu - en lítið orðið um efndir. Þetta ætti að skýrast betur á mánudaginn. Svo er það með enn hlýrra loft - kemst það um síðir til landsins?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 8
- Sl. sólarhring: 152
- Sl. viku: 1589
- Frá upphafi: 2457249
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1441
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Norður-Norðmenn eru að vonast eftir svona veðri næstu 20 árin, segja reyndar að tímabilið hafi byrjað 2007.
Síðan þá hafi sjórinn fyrir sunnan Grænland hlýnað sem gerði það að verkum að hæð myndaðist yfir Grænlandi sem beinir lægðunum sunnar en venjulega. Því lendi úrkoman á Suður- og Austur-Noreg en Norður-Noregur sé í skjóli. Þannig hafi veðráttan breyst mikið - orðið miklu votviðrasamara í Austur-Noregi en áður t.d.
Hvaða áhrif hefur þetta á okkur - og hefur haft (frá 2007)?
Mér finnst eins og veðrátta hér á Suðvesturlandi á sumrin sé orðin eins og veðráttan var hér áður fyrr á Norð-austurlandi. Sól og hiti hér en vott og kalt fyrir norðan. Reyndar virðist árið í ár vera öðruvísi það sem af er vori/sumri.
Hvað segirðu um þetta veðurfræðingur góður (um áhrif breyttrar stöðu hæðar yfir Grænlandi á veður hér)?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 10:19
Torfi. Ég held nú að norður-norðmenn geti ekki reiknað með svona maíblíðu árlega hér eftir - gætu þurft að bíða ansi lengi. Veðurfar síðustu ára hefur verið óvenjulegt í langtímasamhengi við allt norðanvert Atlantshaf og sveiflur miklar. Sumur hafa nú flest verið góð hér suðvestanlands en verða það ekki endalaust. Á landinu norðanverðu hafa flest sumur að undanförnu verið allgóð - en þó ekki af besta tagi. Júní 2011 var svakalegur þar um slóðir - vonandi að menn sleppi við svoleiðis næstu árin. Hæðin yfir Grænlandi var sérlega öflug 2010 og frá apríl í fyrra og út árið - en óvenju lin aftur á móti árið 2011 og út mars 2012.
Trausti Jónsson, 3.6.2013 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.