Af (alþjóða-)vorinu 2013

Nei, ekkert er fjallað um vorið og vorkomuna um heim allan. Við lítum hins vegar á meðalhita í Reykjavík á tímabilinu mars til maí, en það tímabil er á alþjóðavísu kallað vorið. Varla dettur nokkrum manni í hug að telja mars til vorsins hér á landi. En í góðu lagi er að líta á meðalhitann þessa mánuði - svona til að eiga samanburð við nágrannalöndin (nei - hann verður ekki gerður hér).

w-blogg010613

Hér sést meðalhiti alþjóðavorsins í Reykjavík frá 1866 til 2013. Hér teygjum við okkur aðeins lengra til baka í tímann heldur en venjulega því við komumst ekki í daglegar mælingar á árunum 1866 til 1870 - en meðaltöl voru samt reiknuð á sínum tíma.

Lengst til hægri má sjá lítið strik sem markar árið í ár, 2013. Með nánari skoðun sjáum við að þetta er kaldasta alþjóðavor í Reykjavík síðan árið 2000 (og þar með á öldinni). Munurinn á árinu í ár og árunum 1999, 2000 og 2006 er reyndar mjög lítill. Alþjóðavorið 1995 var hins vegar talsvert kaldara. Langkaldast var 1979 og munar miklu. Svo má ímynda sér að 1866 hafi verið enn kaldara. Meðalhitinn 1979 var 0,1 stig, en er nú 3,0 stig. Alþjóðavorið var hlýjast 1974, 6,0 stig.

Hitinn í ár er mjög svipaður og algengt var fyrir um 15 til 20 árum, meðalhiti 1961 til 1990 er 3,2 stig. Á hlýja tímanum 1931 til 1960 var meðalhiti alþjóðavorsins 3,8 stig í Reykjavík og áranna 2001 til 2010 var hann 4,4 stig.

Listi yfir alþjóðavorshita í Reykjavík frá ári til árs er í viðhenginu - fyrir nördin. Leitnisinnar mega vita að hún er 1,1 stig/100 ár.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, það er ekkert enn sem bendir til þess að það sé farið að kólna, samkvæmt yfirlýsingu Trausta (http://trj.blog.is/blog/trj/entry/1300055/)!

Samt vill svo til að með nánari skoðun sjáum við að þetta er kaldasta alþjóðavor í Reykjavík síðan árið 2000 (og þar með á öldinni)(sic)

Er virkilega ekkert enn sem bendir til þess að það sé farið að kólna Trausti? :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 09:11

2 identicon

Þetta sumar má nú alveg fara að setja hlýindafídusinn í gang.

spritti (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 09:35

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það má miða við ýmislegt. Hitinn í Reykjavík það sem af er ári er alveg í meðallagi m.v. síðustu 10 ár og vel yfir öllum 30 ára meðaltölum.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.6.2013 kl. 09:52

4 identicon

Spámenn Íslands á Veðurstofunni hafa farið mikinn í kolefnistrúboði í anda Al Gore undanfarinn áratug. Þeir hafa lýst fjálglega meintri "óðahlýnun" í heiminum og bölvað "spilliefninu" CO2.

Nú hafa nýjar rannsóknir NASA kollvarpað hjátrú kolefnistrúboðsins. CO2 og NO hafa eftir allt saman kælandi áhrif á andrúmsloft jarðar! (http://www.nasa.gov/topics/earth/features/coolingthermosphere.html)

Niðurstaða NASA er ótvíræð:

"The SABER dataset is the first global, long-term, and continuous record of the Nitric oxide (NO) and Carbon dioxide (CO2) emissions from the thermosphere.

"We suggest that the dataset of radiative cooling of the thermosphere by NO and CO2 constitutes a first climate data record for the thermosphere," says Mlynczak."

Svatli og Höski á loftslag.is virðast svo freðnir yfir þessu útspili NASA að þeir hafa yfirgefið veraldarvefinn og jafnvel Trausti er farinn að kólna í trúnni. :)

Hér eru svo tvær fræðigreinar fyrir Trausta um sama efni:

Cooling of Atmosphere Due to CO2 Emission (http://devinplombier44.free.fr/CoolingOfAtmosphere.pdf)

Do increases in atmospheric CO2 have a Cooling effect on surface air temperature? (http://www.cmos.ca/CB/cb170202.pdf)

Hún kólnar nú samt Trausti... :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 20:14

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Töff þetta vor árið 1866!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2013 kl. 20:15

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og enginn kvartaði!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2013 kl. 20:18

7 Smámynd: Trausti Jónsson

Hilmar, mér sýnist fréttin frá NASA vera um þróunina í hitahvolfinu - eiginlega út í geimnum. Hinum tenglunum get ég ekki fylgt frekar en venjulega. Sigurður, já vorið 1866 var töff - en ég held að einhverjir hafi kvartað. Á bloggi sænsku veðurstofunnar er nú fyrsti kafli í frásögn af maí 1867 sem fróðlegt er að lesa. Þessi ár voru til mikilla hörmunga á öllum Norðurlöndum. Ég hef tölurnar um mannfallið í hungursneyðinni í Finnlandi ekki á reiðum höndum - en það var mikið.

Trausti Jónsson, 2.6.2013 kl. 00:52

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta í NASA fréttinni hefði ég haldið að væri einmitt staðfesting á því sem búast mátti við að gerðist við aukin gróðurhúsaáhrif. Nefnilega það að efri lög lofthjúpsins kólni á meðan hitinn eykst í veðrahvolfinu neðst (troposhere). Eða eins og segir í fréttinni:

"A fundamental prediction of climate change theory is that upper atmosphere will cool in response to greenhouse gases in the troposphere," says Mlynczak.

Kolefnatrúboðsmenn þurfa því aldeilis ekki að örvænta við þessi tíðindi.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.6.2013 kl. 01:13

9 identicon

Dragðu nú djúpt andann EHV og klíptu þig svo í handlegginn til að kanna hvort þú sért ekki enn á lífi... :)

Efnafræðilegt innihald andrúmslofts er nokkurn veginn þetta:

Nitrogen - 78.084%

Oxygen - 20.95%

Argon - 0.934%

Carbon Dioxide - 0.036%

Neon - 0.0018%

Helium - 0.0005%

Methane - 0.00017%

Hydrogen - 0.00005%

Nitrous Oxide - 0.00003%

Ozone - 0.000004%

Þú last rétt EHV, CO2 er fjórði algengasti þáttur andrúmslofts jarðar! Og þú ert enn á lífi!

Fylgismenn kolefnistrúboðs Al Gore (les: billjarðasvikamillunnar) trúa því staðfastlega að CO2 sé skelfilegt "spilliefni" sem magni upp "óðahlýnun" jarðar. Náttúran sjálf hefur tekið ómakið af mönnum að afsanna þessa hringavitleysu.

Gildi CO2 í andrúmslofti er sagt vera í "sögulegu" (les: síðustu 10.000 ár) hámarki en ekki bólar á "óðahlýnuninni". Engin hlýnun hefur átt sér stað síðustu 15 ár og nýjasta spálíkan bresku veðurstofunnar gefur óbreytt ástand a.m.k. fram til 2017!

Flest mæligildi benda til þess að í raun hafi kólnað á jörðu m.v. 10 ára leitni frá 2005 að telja. Og það er sannarlega kalt (alþjóðlegt) vor á Íslandi um þessar mundir.

Svo þykjast kolefnisprestar ekki kunna á veraldarvefinn og geta ekki fylgt tenglum og sýnist bara hitt og þetta!

NASA fréttin staðfestir að CO2 kælir lofthjúp jarðar. Þetta meinta skelfilega "spilliefni", sem er kveikjan að nútíma aflátsbréfum, reynist vera lífgjafi fyrir mannkynið!

Ég get fullyrt að gróðurhúsabændur á Íslandi vita meira um virkni CO2 en blessaðir kolefnisaflátssöluklerkarnir með sína "kolefnisjöfnun" og kolefnisskatta... ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 09:33

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já merkilegt nokk, ég er á lífi og hef það bara ágætt. En frétt NASA fjallar um kælingu hitahvolfsins (Thermosphere) sem er í 85-690 km hæð og því eiginlega út í geimnum eins og Trausti segir. Þarna uppi er næstum lofttæmi miðað við það sem er neðst í lofthjúpnum - eða veðrahvolfi (Tropospehere) sem nær bara upp í 10 km hæð. Ofan við veðrahvolf tekur við heiðhvolf (Stratosphere) í 10-50 km hæð.

Af því að þú ert svona áhugasamur um loftslagsbreytingar þá er mjög gott að þekkja hvernig efri og neðri lög lofthjúpsins eru talin bregðast við auknum gróðurhúsáhrifum á mismunandi hátt, eins og nefndi í síðustu athugasemd.
Hér er önnur setning um það í NASA fréttinni:
"… a fundamental prediction of climate change theory is that the upper atmosphere will cool in response to increasing carbon dioxide."

Og enn ein setning um kælinguna í efri loftlögum, af síðunni Daily Earth Temperature from Satilites:
"During global warming, the atmosphere in the lower atmosphere (called the troposphere) is supposed to warm at least as fast as the surface warms, while the stratosphere above the troposphere is supposed to cool much faster than the surface warms."
(http://ghrc.nsstc.nasa.gov/amsutemps/)

Emil Hannes Valgeirsson, 2.6.2013 kl. 12:51

11 identicon

Mikið lifandis skelfingar ósköp er erfitt fyrir innvígða kolefnisklerka að viðurkenna þá niðurstöðu NASA að CO2 k æ l i r lofthjúp jarðar.

Allir sæmilega greindir einstaklingar sjá auðvitað að "global-warming" tilgátur Gorista halda ekki vatni. Það hefur ekkert hlýnað á jörðinni sl. 15 ár þrátt fyrir aukningu CO2 og nýjustu spálíkön spá óbreyttu ástandi til a.m.k. 2017.

Reyndar bendir flest til þess að aukinn CO2 fylgi aukinni hlýnun - en ekki öfugt. Það er í góðu samræmi við ofangreindar niðurstöður NASA. :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 13:42

12 Smámynd: Trausti Jónsson

Hilmar. Ég get þakkað tenglana, en hef áður skýrt út stefnu hungurdiska varðandi villta tengla. Auðvelt er að afrita þá - en það er bara ekki gert á þessum bæ. - Aðrir lesendur gera þá sér vonandi að góðu.

Trausti Jónsson, 3.6.2013 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 404
  • Frá upphafi: 2343317

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 365
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband