Opin? staða

Í óformlegu veðurhjali á enskri tungu er hugtakið „pattern“ eða „weather pattern“ mjög vinsælt. Hrá þýðing er einfaldlega „mynstur“ en við tölum oftar um „stöðu“ veðurkerfa. Fyrirstöður hindra framrás lægða til austurs og sunnan- og norðanáttir eru þá miklu algengari heldur en venjulegt er auk þess sem hlýtt loft liggur norðan við kalt öfugt við það sem venjulegt er.

Meginhluti Evrópu liggur nú í svæsinni fyrirstöðu - fyrirstöðuhæð eða hryggur liggur sem fastast yfir Skandinavíu austanverðri en kuldapollur (afskorin lægð) yfir álfunni sunnanverðri. Þessi staða hefur auðvitað áhrif á Íslandi - en þó ekki meira en svo að lægðir geta gengið yfir landið hver á fætur annarri. Staðan getur því kallast opin hér um slóðir.

Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir hún um hádegi á föstudag (31. maí).

w-blogg300513

Jafnþrýstilínur eru heildregnar en hiti í 850 hPa er sýndur með strikalínum. Úrkoma er í grænu og bláu. Ótrúlega hlýtt er í Noregi norðanverðum dag eftir dag, þar er 850 hPa hitinn meiri en 10 stig. Við sjáum lítið af svo hlýju lofti hér á landi. Mið-Evrópa liggur í mikilli úrkomusúpu - miskaldri frá degi til dags en talsverðan snjó hefur sett niður í efstu Alpabyggðum.

Hér á landi gengur nú hver lægðin á fætur annarri yfir. Þeim fylgja mjóir geirar af hlýju lofti en svalara loft - ættað úr vestri er samt yfirgnæfandi þessa dagana. Þetta er ekki sem verst - svona í bili að minnsta kosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg230325a
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 1338
  • Frá upphafi: 2455664

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1198
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband