Kalt vor = kalt sumar ???

Veður í vor (apríl og maí) hefur verið í svalasta lagi miðað við síðustu 20 ár. Áberandi kaldara var 1989. Þeirri spurningu var varpað fram í athugasemdum fyrir nokkrum dögum hvort köldu vori fylgdi ekki alltaf kalt sumar. Ritstjórinn hefur ekki litið á það mál árum saman (enda langoftast hlýtt) en gerir það hér með.

Við berum saman vor- og sumarhita í Reykjavík frá 1874 til 2012, reiknum aðfallslínu og teiknum mynd.

w-blogg290513

Vorhitinn er á lárétta ásnum en sumarhitinn á þeim lóðrétta. Sumarið er hér talið ná yfir júní, júlí og ágúst. Ártöl eru sett við punktana. Inni í dreifinni eru þau ólesanleg - en með góðum vilja (og stækkun) má sjá flestöll árin á jöðrum hennar.

Kaldasta vorið á tímabilinu var 1949, meðalhiti 1,9 stig. Meðalhiti sumarsins það ár var þó 10,3 stig. Hlýjast varð vorið 1974, 7,1 stig, það skilaði hins vegar ekki nema 10,1 stigi. Sumar á eftir kaldasta vori = sumar á eftir hlýjasta vori. Ekki mjög sannfærandi.

Fylgnin milli vor- og sumarhita er reyndar marktæk, fylgnistuðull = 0,46. Það segir einhverjum að vorhitinn „skýri“ 20 prósent af breytileika sumarhitans. Hér hefur ekki verið leiðrétt fyrir leitni tímabilsins alls (hnattrænni hlýnun) - en strangt tekið á að gera það í reikningum sem þessum.

Vorhitinn í ár, 2013 stefnir í 3,8 stig eða þar um bil. Ef trúa má línuritinu ætti það að gefa sumarhita undir 10 stigum. Það hefur ekki gerst í Reykjavík síðan 1995. Við sjáum hins vegar að síðustu ár hafa mörg hver sest að við efri jaðar dreifinnar. Sumarið 2010 var 1,8 stigum hlýrra heldur en vorspáin hráa „sagði til um“ og sumarið í fyrra 2012 var um 1,5 stigum hlýrra en „spáin“. Ef við „endurbætum“ spána með þessum upplýsingum ætti sumarið 2013 að fara í um 11,4 stig. Það væri hlýrra en 2011 og svipað og 2009 - ekki sem verst.

Lesendur eru varaðir við því að taka þetta raus alvarlega. Hér er eingöngu um skemmtiefni að ræða. Við vitum ekkert um það nú hver sumarhitinn í Reykjavík verður. Kannski má giska aftur eftir nokkrar vikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 421
 • Sl. sólarhring: 623
 • Sl. viku: 2514
 • Frá upphafi: 2348381

Annað

 • Innlit í dag: 375
 • Innlit sl. viku: 2208
 • Gestir í dag: 363
 • IP-tölur í dag: 344

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband