Sunnanátt

Í kvöld (miđvikudag 22. maí) hefur blikubakki veriđ ađ fikra sig upp eftir vesturloftinu - einn af  mörgum í ţessum mánuđi. Flestir hafa ţeir ţó látiđ undan síga og ýmist eyđst á stađnum eđa fariđ til suđausturs fyrir sunnan land. Ţrátt fyrir ađ blikurnar hafi veriđ margir hafa aukasólir eđa baugar veriđ lítiđ áberandi - svo lítiđ raunar ađ líklega hafa ţetta veriđ dropaský í flestum tilvikum en ekki ískristallar.

Og strangt tekiđ heita dropabakkar gráblikur. Munurinn á bliku og grábliku er einmitt sá ađ sú fyrrnefnda er úr ís en sú síđarnefnda úr dropum. Gráblika er eins og nafniđ bendir til oftast grárri en blikan - einkennislitur hennar er hvítur. Til ađ rosabaugar og aukasólir sjáist ţurfa ískristallar ađ vera til stađar. Dropar og ískristallar ţrífast mjög illa í sambýli - kristallarnir aféta dropana.

Í blikunni í kvöld mátti sjá votta fyrir aukasólum - gílum, en sennilega lá ţunn blikuslćđa í sérstöku skýjalagi ofan viđ gráblikuna og ţess vegna hafi gílarnir veriđ dauflegir ađ sjá. En ţetta eru ágiskanir.

Hvađ sem skýjavangaveltum líđur eru spár sammála um ađ skýjabakkinn gangi alveg yfir landiđ og ţegar ţetta er skrifađ (nćrri miđnćtti) er byrjađ ađ rigna um 150 km vestur af Reykjanesi - sé ađ marka ratsjármynd. Rigningin á ađ ná til landsins međ sunnanátt í fyrramáliđ. Ţá hlýnar eftir kalda nótt.

Spár gera síđan ráđ fyrir sunnanátt áfram. Ţetta má sjá á 500 hPa spákorti sem gildir um hádegi á föstudag.

w-blogg230513a

Jafnhćđarlínur eru heildregnar og merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Ţví ţéttari sem ţćr eru ţví hvassari er vindurinn. Jafnţykktarlínurnar á kortinu eru rauđar og strikađar, sömuleiđis merktar í dekametrum. Ţví meiri sem ţykktin er ţví hlýrra er loftiđ.

Ţađ er 5400 metra jafnţykktarlínan sem liggur norđur fyrir Ísland og sömuleiđis má sjá smáblett ţar sem ţykktin er 5460 metrar. Ţađ gćti dugađ í 17 til 19 stiga síđdegishita um Norđur- og Austurland. Hćsti hiti ársins ţađ sem af er er 18,1 stig - mćldust á Sauđárkróksflugvelli á laugardaginn var. Hvort föstudagshitinn nú fer hćrra verđur ađ sýna sig. Syđra er spáđ harla hryssingslegu veđri á föstudag - en ekki verđur kalt.

Nćsta kerfi er síđan fyrir vestan Grćnland og hreyfist austur. Evrópureiknimiđstöđin lćtur ţađ grafa sig niđur fyrir suđvestan og sunnan land. Sé sú spá rétt gćti landiđ suđvestanvert notiđ góđs af ţegar lćgđin fer ađ veiklast. Bandaríska veđurstofan er fljótari upp međ norđaustanáttina.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1047
  • Sl. sólarhring: 1112
  • Sl. viku: 3437
  • Frá upphafi: 2426469

Annađ

  • Innlit í dag: 934
  • Innlit sl. viku: 3090
  • Gestir í dag: 906
  • IP-tölur í dag: 839

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband