Kalt og blautt í Vestur-Evrópu

Næstu daga situr kuldapollur fastur yfir Evrópu vestanverðri, Bretlandi síðan Frakklandi, Norður-Ítalíu, Alpalöndum og svo að lokum yfir Þýskalandi. Okkur finnast hitatölurnar ekki sérlega lágar - en þegar þessi kuldi gengur yfir hlýtt land verður loftið mjög óstöðugt, skúra og þrumuveðrasælt. Sömuleiðis er loftið nægilega kalt til þess að skila snjó til fjalla allt suður á Spán.

Síðdegis í dag var aðeins 5 stiga hiti við strendur Skotlands og 7 til 8 í Norður-Frakklandi og í Niðurlöndum. Hvöss norðanátt var yfir Norðursjó. Á sama tíma var 17 til 18 stiga hiti við strendur Finnmerkur í Norður-Noregi.

Kortið sýnir hæð 500 hPa-flatarins og þykktina eins og evrópureiknimiðstöðin reiknar um hádegi á morgun, föstudaginn 24. maí.

w-blogg240513b

Jafnhæðarlínur eru heildregnar en litakvarðinn sýnir þykktina. Dekksti græni liturinn sýnir þykkt á bilinu 5280 til 5340 metra. Hún er um 5280 metrar í miðju kuldapollsins. Svona pollar lifa oft dögum saman og geta valdið miklu leiðindaveðri - sannkallaðir sumarleyfaspillar.

Í Austur-Evrópu eru á sama tíma mikil hlýindi, í Svartahafskverkinni sem örin bendir á er blettur með þykkt yfir 5760 metrum. En lægðardragið sem á kortinu er yfir Istambul er líklegt til leiðinda - með sinni lægðabeygju en hún auðveldar þrumuveðramyndun.

Meðan þessi kuldapollur og hugsanlegir sporgöngupollar grassera í Mið- og Vestur-Evrópu dæla þeir hlýju lofti norður á bóginn yfir Skandinavíu austanverða. Eitthvað af því gæti sloppið vestur á bóginn okkur til þæginda - en það er óþægilegt að hafa eitthvað nærri því innan seilingar en ná því samt ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er búið! Ofan á kal kemur svo grasleysisár og óþurrkar meiri en 1969. Veður ekki hundi út sigandi i öllum landsfjórðungum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.5.2013 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 1496
  • Frá upphafi: 2348741

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1302
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband