11.5.2013 | 01:34
Hlýjast yfir Norðausturlandi
Í dag, föstudaginn 10. maí var hiti hæstur á norðausturlandi - til verulegrar tilbreytingar frá því sem verið hefur. Það gæti gerst aftur á morgun, laugardag. En ekki skal spáð um það. Reykir í Fnjóskadal sýndu 13,5 stig milli kl. 12 og 13 í dag og ámóta hlýtt varð bæði á Akureyri og Torfum í Eyjafirði.
Evrópureiknimiðstöðin sýndi þá 15,1 stiga mættishita í 850 hPa fletinum yfir Norðausturlandi. Mættishita má einnig kalla þrýstileiðréttan hita. Það er sá hiti sem reiknast ef loft er flutt niður að 1000 hPa þrýstingi. Það er í reynd ekki auðvelt - kemur þó fyrir í hvössum vindi. En loft hlýnar oft við blöndun að ofan. Það hefur trúlega að einhverju leyti gerst í dag, en einnig er líklegt að það sé líka sólaryl að þakka að hitinn komst í 13 stigin. Sólarylur gerir reyndar lítið fyrir lofthitann nema að jörð sé auð.
Hér ættu menn að sjá að ritstjórinn er kominn á hálan ís því hann veit harla lítið um snjóalög á stöðvunum - alla vega á Reykjum í Fnjóskadal. Á snjódýptarkorti Veðurstofunnar mátti í dag sjá tilkynningu um flekkótta jörð á Vöglum (neðar í dalnum) en snjódýpt var talin 112 cm. Hlýtt loft að ofan - eða sólarylur?
En hár mættishiti hjálpar - því hann segir nokkuð til um það hversu hlýtt getur orðið við jörð áður en uppstreymi hefst. Hlýnun vegna sólaryls á þannig erfitt með að toppa mættishitann. En lítum á mættishitaspá reiknimiðstöðvarinnar fyrir hádegi á laugardag (11. maí).
Litafletir sýna mættishitann - kvarðinn til hægri skýrist við stækkun. Enn er hlýjast yfir Norðausturlandi, þar má sjá töluna 14,3°C (sé kortið stækkað). Kannski verður hitinn aftur hæstur á sömu slóðum á morgun? Hér sést sérlega vel hvernig Grænlandsjökull stendur sem veggur gegn framsókn mun kaldara lofts vestan Grænlands. Það verður að fara suður fyrir Hvarf til að ná til okkar.
Í suðurjaðri myndarinnar má sjá snyrtilega lægðarbylgju. Hlýi geirinn kemur vel fram sem dekksti liturinn og við sjáum kalt loft í framsókn við kuldaskil og hlýtt við hitaskilin framan við bylgjuna. Bylgjan hreyfist hratt til austurs. Kalda loftið við Hvarf og lægðarbylgjan eiga að ná stefnumóti suðaustan við land á sunnudag og í sameiningu búa til myndarlega lægð sem svo veldur norðaustanátt á mánudag.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 19
- Sl. sólarhring: 486
- Sl. viku: 2291
- Frá upphafi: 2458530
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 2118
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.