7.5.2013 | 00:54
Snjóalög í maí
Snjólag hefur verið athugað á veðurstöðvum hér á landi frá 1921. Meðaltöl fyrir landið allt og landshluta eru til aftur til 1924. Fyrstu árin voru stöðvar þó fáar og e.t.v. varlegt að taka allt of mikið mark á meðaltölunum þau ár. En við reiknum samt.
Snjólagsathugun fer þannig fram að veðurathugunarmaður athugar hvort jörð sé alhvít, flekkótt eða alauð. Meðaltal fyrir stöðina er reiknað þegar allar athuganir hafa borist Veðurstofunni og nokkrum mánuðum síðar liggur meðaltal allra stöðva í mánuðinum fyrir.
Nú hefur verið óvenjusnjóþungt í útsveitum nyrðra og einnig víða inn til landsins um landið norðaustanvert. Sömuleiðis er enn alhvítt víða á Vestfjörðum en snjómagn virðist vera minna á þeim slóðum heldur en þar sem það er mest norðanlands.
Snjóhula hefur verið athuguð við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum frá 1970. Myndin sýnir snjóhulu og fjölda alhvítra daga á stöðinni á árunum 1971 til 2012 (42 ár).
Myndin er nokkuð óróleg þannig að smástund tekur að rýna í hana áður en allt er ljóst. Lárétti ásinn sýnir árin. Kvarðinn til vinstri sýnir snjóhulu mánaðarins í prósentum (blái ferillinn). Sé hún hundrað prósent hefur verið alhvítt allan mánuðinn, sé hún núll hefur jörð verið alauð. Kvarðinn til hægri sýnir fjölda alhvítra daga í maí (gráir fletir og lína). Takið eftir því að hann nær yfir fleiri daga heldur en eru í mánuðinum. Græna punktalínan sem nær þvert yfir myndina sýnir hvar 31 degi er náð.
Á 42 árum hefur einu sinni verið alhvítt við Skeiðsfossvirkjun allan mánuðinn, 31 alhvítur dagur og snjóhula því 100 prósent. Þetta var 1995. Í átta maímánuðum hefur aldrei orðið alhvítt, síðast 2010. Enginn mánuður hefur verið alauður. Litlu munaði þó 1974 en þá var jörð talin flekkótt einn dag.
Langvinnur snjór í maí er oftast leif af meiri snjó fyrr á árinu. En stundum bætir á. Þar sem snjór fellur á snjó bráðnar hann mun síður en ef hann fellur á auða jörð sem e.t.v. hefur verið böðuð sól daginn áður. Þetta sést vel þegar snjóalög í maí á Norður- og Suðurlandi eru borin saman.
Lárétti ásinn sýnir ártöl. Hér er kvarðinn lengri heldur en á fyrri myndinni, nær aftur til maí 1924 og fram til maí 2012. Lóðréttu kvarðarnir sýna meðalsnjóhulu landshluta. Gráu súlurnar tákna meðalsnjóhulu norðanlands, Norðurland nær hér frá Önundarfirði austur á Vattarnes. Snjóléttar sveitir Húnavatnssýslu eru taldar með. Rauðu punktarnir sýna snjóhulu á landinu sunnanverðu.
Gríðarlegur munur er á landshlutunum. Það er aðeins einn maímánuður syðra sem slefar upp í tæp 20%. Þetta var 1949 - frægur mánuður, síðan koma í röð maí 1989, 1979 og 1990.
Það er maí 1979 sem er snjóþyngstur nyrðra, síðan 1949, 1924 og 1995. Sé litið á tímabil kemur í ljós að árin í kringum 1950 eiga sérlega snjóþung vor á Norðurlandi - fóru þá saman snjóþungir vetur og köld vor. Maímánuðir hafísáranna um og fyrir 1970 voru einnig drjúgsnjóþungir þótt enginn þeirra sé í toppbaráttunni, 1968 komst næst því.
Hvernig svo fer að þessu sinni vitum við ekki en sól hækkar á lofti og dagurinn lengist. Munar mikið um hvern bjartan dag á snjóasvæðum jafnvel þótt hiti fari ekki mjög hátt.
Smáviðbót degi síðar:
Í framhaldi af 100 prósent snjóhulu maímánaðar við Skeiðsfossvirkjun 1995 var ritstjórinn spurður um fleiri slík tilvik. Það er ekki oft sem snjóhula hefur verið 100 prósent á veðurstöð. Listinn er í viðhenginu sem fylgir pistlinum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 8.5.2013 kl. 01:13 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 123
- Sl. sólarhring: 246
- Sl. viku: 1811
- Frá upphafi: 2457642
Annað
- Innlit í dag: 117
- Innlit sl. viku: 1636
- Gestir í dag: 114
- IP-tölur í dag: 114
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.