2.5.2013 | 00:19
Aftur að meti og hársbreidd
Fyrsti maí var mjög kaldur - en veður var þó hægt og víða var sólskin. Það sér til jarðar á meginhluta myndarinnar hér að neðan (modismynd af vef Veðurstofunnar). Hún er úr gervihnetti kl. 14:15. Bæði í gær (30. apríl) og í dag 1. maí var loft mjög óstöðugt yfir suðvestanverðu landinu þannig að éljadrög kreistust úr einhverjum aumingjalegustu klökkum sem um getur. En þetta voru éljakakkar en ekki góðviðrisbólstrar - úr þeim síðarnefndu fellur engin úrkoma. Hungurdiskar fjölluðu um ámóta ástand fyrir um þremur vikum.
Hafísinn vekur alltaf athygli á myndum sem þessum. Hann er ekki sérlega ógnandi um þessar mundir. Mælingar telja austurgrænlandsísinn í heild í meðallagi að útbreiðslu (um 500 þúsund ferkílómetrar). Miðað er við þrjátíu ára tímabilið 1979 til 2008 - en það meðaltal er mun lægra heldur en fyrr á tíð. Austurgrænlandsísinn er yfirleitt í hámarki að magni til í apríl.
En lágmarkshitamet maímánaðar á Íslandi var ekki slegið aðfaranótt 1. maí - en tilraunin tókst nærri því - komst svo nærri að skemmtilegt er. Nóttin sem fer í hönd þegar þetta er skrifað (aðfaranótt 2. maí) á enn möguleika í metkeppninni - en síðan líður tækifærið (vonandi) hjá.
En við lítum á mynd sem sýnir atlögu tveggja stöðva að metinu. Þær eru Sáta norðan Hofsjökuls og Brúarjökull.
Nú þarf að skerpa aðeins á athyglinni til að ná taki á myndinni og tökum í það góðan tíma. Lóðrétti ásinn sýnir hita. Bilið sem sýnt er nær frá -20 stiga frosti og upp í -10 stig. Lárétti ásinn sýnir tíma. Lóðréttu punktalínurnar marka 10-mínútna bil. Fyrsti punktur á línuritinu (lengst til vinstri) er kl. 23:00 að kvöldi 30. apríl 2013 - sá síðasti er kl. 02:50 aðfaranótt 1. maí.
Á myndinni eru fjórir ferlar, tveir frá hvorri stöð. Annar stöðvaferillinn sýnir hita á hverjum heilum 10-mínútum - við köllum það bara hitann. Hinn sýnir lágmarkshita sem skráður er á sama tíma. Lágmarkið er lægsti 2-mínútna meðalhiti næstliðinnar klukkustundar - ekkert er sagt um hvaða tvær mínútur er um að ræða.
Lítum nú á ferlana - fyrst frá Sátu. Blái ferillinn sýnir hita á Sátu á 10-mínútna fresti, en sá rauði lágmarkið 1ö-mínúturnar á undan. Stöku sinnum falla ferlarnir saman.
Í ljós kemur að á milli kl. 23:30 og 23:40 hefur hitinn á Sátu fallið niður í -17,95 stig. Maímetið er -17,4 stig. Þarna er lágmarkið undir maímetinu. Gallinn er bara sá að þarna er enn aprílmánuður. Síðasta athugun aprílmánaðar er kl. 24:00, en sú fyrsta 1.maí er kl. 00:10. Þá eru bæði hiti og lágmark ofan maímetsins. Skotið á metið geigaði - það munaði 30 mínútum.
Síðan eru það Brúarjökulsferlarnir tveir. Sá græni sýnir hitann en sá bleiki lágmarkið. Lágmarkið fór lægst á milli kl. 01:40 og 01:50. Lægsta gildið er -17,31 stig. Maímetið er eins og áður sagði -17,4 stig. Þetta skot geigaði líka - það munaði 0,05 stigum.
Metmælingin úr Möðrudal frá 1. maí 1977 er auðvitað ekki með nákvæmni nema upp á 0,2 til 0,3 stig, auk þess sem aðeins er hugsanlegt að hitinn hafi þá nótt verið lægstur fyrir miðnætti.
En svo á að heita að met séu skráð með 0,1 stigs nákvæmni og við ákveðum að halda okkur við það. Stigin -17,3 eru þá alla vega það lægsta sem mælst hefur á sjálfvirkri stöð í maímánuði. Hvort það met fellur nú í nótt verður bara að koma í ljós. Klukkan 24 var Sáta komin niður í -16,4 stig og öll nóttin telst til maímánaðar.
Mikill fjöldi stöðvamaímeta féll reyndar nóttina sem hér er til umfjöllunar, á 170 stöðvum sé allt talið. Megnið af því telst þó varla marktækt því sumar stöðvarnar eru nýjar eða eiga aðeins fárra ára mælingar að baki.
Í viðhenginu er listi yfir maímánaðarmet (merk og ómerkileg) sem féllu 1. maí. Nördin geta yljað sér við hann. Vonandi heldur hann þó ekki fyrir þeim vöku - en það má fara á athugunarsíðu Veðurstofunnar og fylgjast með stöð fyrir stöð hvort nóttin í nótt gerir enn betur.
Viðbót kl. 01:20
Nú er Sáta komin niður í -17,8 og réttu megin mánaðamóta. Nýtt maílágmark Íslands hefur litið dagsins (?) ljós. Hvað gerist á byggðarstöðvunum? Mývatn (hinn alræmdi (?) Neslandatangi) er í -16,1 stigi - enn vantar 1,3 stig í metjöfnun.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:23 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 28
- Sl. sólarhring: 177
- Sl. viku: 1077
- Frá upphafi: 2456013
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 976
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.