Kuldapollur plagar spánverja

Játa verður strax í upphafi að ritstjórinn er ekki alveg með suðræna kuldapolla í fingrunum. Hann hefur þó lesið nokkrar ritgerðir um slíka og veit að þeir verða stundum mjög til baga. Oft fylgja þeim illvíg þrumuveður með gríðarlegri staðbundinni úrkomu. Orsök illviðranna er að leita í miklu varma- og rakaflæði frá hlýju yfirborði hafsins upp í kalt loft kuldapollanna.

Kuldapollarnir eru ýmist orðnir til úr mjóum lægðardrögum sem teygja sig suður á bóginn og mynda við það lokaðar lægðir - eða þá að háir hryggir yfir Atlantshafinu falla fram fyrir sig yfir Norður-Evrópu og loka þar inni kalt meginlandsloft sem síðan berst til suðurs.

Kortið að neðan gildir á mánudag klukkan 6 að morgni. Jafnhæðarlínur eru heildregnar en þykktin sýnd með mislitum flötum.

w-blogg280413a

Mörkin á milli grænu og gulu litanna eru við 5460 metra þykkt. Í litla græna blettinum yfir Suður-Spáni er þykktin minni en 5340 metrar. Okkur þætti það gott þessa dagana en munum samt að við 5340 metra þykkt er gjarnan frost í innsveitum hér á landi og úrkoma á fjöllum er snjór.

Á sameiginlegri aðvaranasíðu evrópska veðurstofa (meteoalarm.eu) má sjá að mestallur austurhluti Spánar er undir gulu aðvaranateppi ásamt hluta landsins norðanverðs. Snjókomu er spáð í uppsveitum og illviðri við sjávarsíðuna.

Á austurvæng kuldapollsins er sunnanátt eins og vera ber. Gengur hún til norðurs frá Sahara til Ítalíu þar sem hún veldur þar miklum þrumuveðrum. Skynvarmaflæði er væntanlega ekki mikið á leið þess lofts, en dulvarmaflæðið því meira upp í þurrt og hlýtt eyðimerkurloftið.

Ástandið á að haldast svipað í 2 til 3 daga til viðbótar. Við sitjum í annarri súpu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 1496
  • Frá upphafi: 2348741

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1302
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband