Nýtt kjörtímabil byrjar kuldalega

Nú gengur lægð til austurs fyrir norðan land. Í kjölfar hennar fylgir norðanátt að vanda og enn bætir á snjó til fjalla um landið norðanvert. Vel gæti snjóað í byggðum.

Kaldasta loftið er þó ekki komið til landsins þegar úrkoman verður mest og vindur hvassastur á sunnudag heldur erum við þá á þykktarbilinu óræða í kringum 5220 metra. Á þessum árstíma er sólarhringsmeðalhiti við þá þykkt að jafnaði ofan frostmarks við sjávarmál - en úrkoma er þó oftast snjór. Dægursveifla hitans er mjög lítil sé úrkoma mikil. Á kortinu hér að neðan er það 5220 metra jafnþykktarlínan sem gengur þvert yfir landið. Kortið gildir klukkan 18 á sunnudag.

Kortið sýnir hæð 500 hPa-flatarins og þykktina. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Jafnhæðarlínur eru heildregnar en þykktin er merkt með litum. Mörkin á milli blárra og grænna tóna eru við 5280 metra, skipt er um lit á 60 metra bili.

w-blogg270413a

Bláa örin bendir á Ísland og má sjá hvernig jafnhæðarlínurnar ganga þar þvert á litina. Háloftavindar bera talsvert kaldara loft til landsins. Til allrar hamingju gengur vindur niður að mestu áður en kaldasta loftið fer yfir landið á aðfaranótt þriðjudags. Evrópureiknimiðstöðin spáir þykktinni þá niður í 5060 metra. Það er vetrargildi, í sólskini er frostlaust að deginum í hægviðri en gaddfrost að nóttu. Víða er frost allan sólarhringinn þar sem vind hreyfir eða sólar nýtur illa.

Vonandi að spánni skeiki eitthvað um þykktina - það munar um hverja 10 metra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit
  • Slide14

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 21
  • Sl. sólarhring: 173
  • Sl. viku: 1070
  • Frá upphafi: 2456006

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 970
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband