5.4.2013 | 01:13
Hlýtt (- miðað við hvað það er kalt)
Fyrirsögnin virðist við fyrstu sýn vera hálfgerð rökleysa en stenst samt nánari skoðun. Undanfarna daga hefur verið mjög hlýtt um hádaginn víða á Suður- og Vesturlandi (og jafnvel víðar). Sönn vorblíða, þætti ágæt í maí, hvað þá í byrjun apríl eins og nú. En hitinn snarfellur að kvöldi í bjartviðri. Þurr jörð ýtir líka undir stærð dægursveiflunnar. Norðaustanlands fer orkan aðallega í snjóbræðslu.
En yfir landinu er ekkert sérstaklega hlýtt. Reiknilíkön segja mættishitann í 850 hPa varla ná 10 stigum þar sem hlýjast er. Þykktin er líka ekkert sérlega mikil - 5270 metrar yfir Suðvesturlandi. Ekki er að vænta hárra hitatalna við það gildi. Við getum gengið út frá því að síðdegishitinn í dag (fimmtudaginn 4. apríl) hafi verið um það bil jafnmikill og þykkt og mættishiti þola. Til þess að sú aðstaða skapist þarf loftið í raun að vera í óræðu jafnvægi sem heitir. Þá er það eins nærri því að vera óstöðugt og hægt er án þess að það fari að bylta sér og mynda skúrir eða él.
En reyndar varð vart við síðdegisskúrir í dag um landið sunnan- og vestanvert þannig að sums staðar hefur hlýnað meira en jafnvægið þoldi. Nú er loftþrýstingur hár - var í dag um 1030 hPa. Næstu daga er því spáð að kalda loftið nái undirtökum og sumar spár gera ráð fyrir talsverðu kuldakasti upp úr helginni.
En látum þær framtíðarspár eiga sig - það er nægur tími til að líta á þá stöðu síðar - ef af verður. En við skulum þess í stað líta á spár fyrir morgundaginn - föstudaginn 5. apríl. Við tökum mið á ástandið klukkan 18 síðdegis. Kortin eru úr ranni evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting (heildregnar línur), hita í 850 hPa (strikalínur) og úrkomu. Litirnir sýna hversu áköf úrkoman er. Dökkgræni liturinn sýnir svæði þar sem úrkoman milli klukkan 15 og 18 hefur verið á bilinu 1,5 til 3,0 mm í líkaninu. Einnig má sjá smá tákn, krossar sýna hvar spáð er snjókomu, en þríhyrningar svæði þar sem úrkoman er klakkakyns (skúrir eða skúrasambreyskja).
Úrkomusvæðið nær yfir mestallt landið sunnanvert og er það stórt að það lokar alveg fyrir sólskinið. Fremur kalt er í úrkomunni og haldi hún áfram fram á nótt er líklegt að hún breytist í snjókomu. Á kortinu er snjókoma sýnd suðaustanlands þegar klukkan 18 - en á því svæði þarf að hafa í huga að Vatnajökulshálendið er umfangsmeira (en lægra) í líkaninu heldur en í raunveruleikanum.
Sé spáin rétt stafar úrkoman ekki aðeins af því að landið hitnar um hádaginn (eins og úrkoman sem féll í dag - fimmtudag) heldur kemur fleira til. Við þurfum að líta á tvö kort til viðbótar til að átta okkur á því. Tökum fyrst eftir því að á kortinu að ofan er ákveðin suðaustanátt við Suðvesturland en austnorðaustanátt yfir Breiðafirði og Vestfjörðum. Loft af ólíkum uppruna á stefnumót.
Kortið hér að neðan sýnir hæð 925 hPa-flatarins auk vinda og hita í honum.
Hér sýnir fjólublái liturinn svæði þar sem frostið er meira en -16 stig. Hér er vindáttum við landið háttað á sama veg og á grunnkortinu að ofan. Uppi í 500 hPa (rúmlega 5 kílómetra hæð) er talsvert öðruvísi staða. Hún sést á kortinu hér að neðan.
Hér er hæðarhryggur fyrir vestan land en öflug og köld háloftalægð fyrir austan. Á milli þessara kerfa er norðvestanátt - öflug fyrir austan land en vægari yfir Vesturlandi. Vegna þess að loftið kemur af Grænlandi má gera ráð fyrir því að það sé þurrt.
Hér er staðan sú að frekar rök suðaustanátt gengur inn undir þurra norðvestanátt. Slíkt ástand dregur úr stöðugleika og sé loftið nærri því að vera óstöðugt þegar stefnumótið verður má gera ráð fyrir því að það fari að velta. Þetta er líkleg ástæða þess að því er spáð að úrkomusvæðið lifi kvöldið af og það endist nóttina og jafnvel lengur. Þetta gerist þrátt fyrir það að loftþrýstingur sé mjög hár og engin lægða- eða skilakerfi í nánd.
Þessa greiningu ritstjórans á ástandinu verður þó að taka með varúð - hún er ekki endilega rétt. Hér er upplagt að rifja upp að rakt loft er léttara heldur en þurrt. Flestum finnst augljóst að sitji kalt og hlýtt loft hlið við hlið fleygist það kalda undir það hlýja og lyfti því. Þetta er algengasta skýringin á tilvist kuldaskila. Það þykir ekki eins augljóst að sitji þurrt og rakt loft hlið við hlið fleygist það þurra undir það raka og lyfti því (með þeim afleiðingum að dulvarmi losnar og auðveldar uppstreymið frekar). Skil af þessu tagi eru ekki algeng hér á landi - en vestur á sléttum Ameríku gegnir öðru máli. Þurra línan (dry line, eins og þarlendir kalla skilin) er þar alræmd í ógn sinni þegar hlýtt loft að vestan mætir röku að sunnan. Áhugasamir gúggli dryline eðadry line.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 50
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 1731
- Frá upphafi: 2452608
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 1598
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Rakaskil - er það heiti lýsandi fyrir svona skil? Eða er það rakalaus misskilningur?
Emil Hannes Valgeirsson, 5.4.2013 kl. 23:39
Hin hálf- (eða kvart-)opinbera þýðing í veðurorðalista veðurfræðifélagsins (á vedur.org) á dryline er einmitt rakaskil.
Trausti Jónsson, 6.4.2013 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.