Á einmánuði

Einmánuður er síðastur útmánaða að gömlu íslensku tali og þar með einnig síðasti mánuður vetrarmisseris. Hann hefst á þriðjudegi í 22. viku vetrar og er oft kenndur við yngissveina rétt eins og þorri við húsbónda, góa við húsfreyju og harpa við yngismeyjar. Eitthvað er þetta nú samt grunsamlega snyrtilegt. Einmánaðarnafnið er dularfullt - einn mánuður til sumars? En tvímánuður heitir fimmti mánuður sumars - tveir mánuðir til vetrar? Grunsamlegt með ólíkindum.

Einmánuður í ár hófst þriðjudaginn í dymbilviku, 26. mars. Við lítum nú á hitafar hans frá 1846 að telja eins og það birtist í morgunhitanum í Stykkishólmi. Hvaða ár skyldu státa hlýjasta og kaldasta einmánuði?

w-blogg040413.

Hér sker einmánuður 1859 sérstaklega í augu, meðalhitinn var -10,6 stig. Vetur þessi er frægur að endemum, kallaður því eftirminnilega nafni álftabani. Einmánuður hófst 22. mars þetta ár og páskadag bar upp á 24. apríl, sunnudag eftir sumardaginn fyrsta. Þá linaði loksins. Frostið var talsvert minna í Reykjavík heldur en í Stykkishólmi þegar harðindin stóðu sem hæst.

Nítjánda öldin á einnig þá einmánuði sem eru í 2. til 5. sæti kuldans. Köldustu einmánuðir 20. aldar voru 1902 og 1951.

Hlýjastur einmánaða samkvæmt þessum mælikvarða kom líka á 19. öld - aldrei þessu vant. Það var árið hlýja 1880 en það endaði raunar með ósköpum - kaldasta desember allra tíma. Hefndist þá aldeilis fyrir blíðuna. Um annað og þriðja sætið berjast einmánuðir áranna 1929 og 1923 - jafnir. Eldri veðurnörd muna vel hinn einmunagóða einmánuð ársins 1974. Þá var ritstjórinn í Bergen í Noregi og upplifði þar nær hlýjustu útmánuði á þeim slóðum.

Kuldinn 1859 gerir ásýnd línuritsins flatari heldur en efni standa til og leitnin sést ekki mjög vel. Hún reiknast þó 1,2 stig á öld.

Dagsmeðalhiti í Reykjavík liggur ekki alveg á lausu nema aftur til 1949. Á tímanum síðan var einmánuður auðvitað hlýjastur 1974, en 2003 í öðru sæti. Langkaldastur var einmánuður 1951.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 53
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 1651
  • Frá upphafi: 2350928

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 1448
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband