Súpa

Lægðin djúpa sem fór niður undir 950 hPa langt suðvestur í hafi fyrr í vikunni er nú að leysast upp. Þá verður til fjöldi smálægða af ýmsum gerðum og erfitt að henda reiður á. Þetta sést vel á hitamynd frá því kl. 23 í kvöld, laugardag.

w-blogg310313

Mikil skýjasveipasúpa er sunnan við land og vestur af Bretlandi. Þar geta þeir sem vilja komið fyrir öllum gerðum af skilum og skilaleysum (sjá t.d. greiningarkort bresku veðurstofunnar).  

Við sitjum enn í hæðarhrygg - sem einhvern veginn lifir af aðsókn bæði úr norðri og suðri. Kannski lifir hann af vegna þess að sótt er að úr báðum áttum. Spár sem ná tíu daga fram í tímann gera ekki ráð fyrir neinni verulegri breytingu - það er þó ekki þar með sagt að veðrið verði eins allan þennan tíma - auk þess sem spár eru stundum (arfa-)vitlausar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2021
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110521a
 • w-blogg110521a
 • w-blogg080521a
 • w-blogg030521b
 • w-blogg030521a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.5.): 578
 • Sl. sólarhring: 579
 • Sl. viku: 2824
 • Frá upphafi: 2033068

Annað

 • Innlit í dag: 515
 • Innlit sl. viku: 2501
 • Gestir í dag: 476
 • IP-tölur í dag: 453

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband