Skilagleđi

Í framhaldi af súpumynd gćrdagsins á hungurdiskum má hér sjá sjávarmálsgreiningu bresku veđurstofunnar nú síđdegis í dag (páskadag 31.3. 2013 kl.18). Ţar ríkir ađ vanda mikil skilagleđi og ţarf varla fleiri athugasemda viđ.

w-blogg010413

En ţetta er svosem ekki ólíkt ţví sem haldiđ var ađ ritstjóranum í Björgvin fyrir nćrri 40 árum. Ađ drepa skil var synd. Jafnvel var höstuglega spurt úr hverju ţau hefđu drepist ef vantađi upp á töluna og dánarorsökin var ekki kristalklár. Nú á dögum er almenningi hlíft viđ tölvuspám eins og t.d. ţessari hér ađ neđan.

Hún sýnir hćđ veđrahvarfanna (í hPa) á sama tíma og kortiđ hér ađ ofan. Ţađ er evrópureiknimiđstöđin sem reiknar. 

w-blogg010413b

Myndin batnar viđ stćkkun. Sjá má útlínur Íslands inni í bláa flekknum rétt ofan viđ miđja mynd. Norđurhluti Spánar er lengst niđri í hćgra horni.

Á myndinni sýnir blái liturinn há veđrahvörf - oftast hćđarhryggi eđa fyrirstöđuhćđir. Guli liturinn sýnir lág veđrahvörf. Brúnt, fjólublátt og hvítt sýnir ţá stađi sem ţau eru allra lćgst. Yfir Íslandi ná veđrahvörfin upp í 195 hPa, í dag um 11,3 kílómetra hćđ. Hvíti bletturinn sýnir ađ ţar ná veđrahvörfin niđur í 750 hPa, í dag um 2300 metra hćđ.

Sunnan Íslands eru margar dćldir í veđrahvörfin og auk ţess langir borđar ţar sem skiptast á hćrri og lćgri gildi. Ţetta er auđvitađ alveg jafnmikil súpa fyrir óvön augu og skilagleđikortiđ sýnir. Sennilega veldur litasúpan enn meiri ógleđi heldur en skilasystir hennar hjá almennum lesendum - ţeir verđa bara ađ afsaka vondan smekk og óeirđ ritstjórans.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hvađ vilja ţeir meina ađ ţessi einföldu strik eigi ađ tákna, hvers konar skil eiga ţađ ađ vera? Eitt er milli Íslands og Noregs, annađ norđan viđ Noreg, eitt suđur í hafi, eitt yfir Ítalíu, eitt yfir Adríahafi og svo framvegis. Hef brotiđ heilann um ţetta í mörg ár og sef stundum ekki á nćturna yfir ţessum leyndardómi og veriđ kominn á fremsta hlunn međ ađ spyrja skilanefndirnar. En hver skollinn ćtli ţetta eigi ađ vera?

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 1.4.2013 kl. 12:38

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Og svo eru ţarna skil yfir Eystrasaltslöndum og Miđfjarđarhafi  sem líkjast kulda og hitaskilum en oddarnir og hálfhringirnir eru ekki fylltir út međ svörtu heldur eru gersamlega innantómir! Hvađa fiff ćtli  ţađ eigi ađ vera! 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 1.4.2013 kl. 12:45

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Eiföld strik tákna (hálofta-)lćgđardrög eđa skúra- eđa éljabakka án skila. Venjulega var slíkt merkt međ breiđri strikalínu fyrr á tíđ (og er enn í Bandaríkjunum). Sjá t.d. Wikipediu. Innantóm skilamerki tákna háloftaskil - langoftast í 850 hPa.

Trausti Jónsson, 1.4.2013 kl. 17:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 390
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 1706
  • Frá upphafi: 2350175

Annađ

  • Innlit í dag: 350
  • Innlit sl. viku: 1553
  • Gestir í dag: 340
  • IP-tölur í dag: 328

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband