30.3.2013 | 01:55
Af suðlægri stöðu heimskautarastarinnar
Þeir sem fylgjast með erlendum veðurfréttum er fullkunnugt um óvenjulega stöðu heimskautarastarinnar um þessar mundir. Er henni kennt um kuldatíð í Evrópu og Ameríku. Ætli þar sé ekki rétt með farið.
En lítum á spá kort af N-Atlantshafi sem gildir um hádegi á páskadag. Þar má sjá hæð 300 hPa-flatarins og vindstyrk og stefnu í honum.
Jafnhæðarlínur eru heildregnar. Vindstyrkur og stefna eru sýnd með hefðbundnum vindörvum, en vindstyrkur auk þess með lit. Við sjáum rétt í norðurjaðar rastarinnar yfir Spáni. Norðan við Ísland er önnur röst. Hún liggur í suðurjaðri aðalkuldapollanna yfir N-Íshafi. Bylgjur á henni hafa blessunarlega látið okkur vera að mestu.
En lítum nú á stærra sjónarhorn á sömu spá - megnið af norðurhveli norðan við 30. breiddargráðu.
Hér sjáum við betur. Meginkjarni rastarinnar (skotvindurinn) liggur suður á 35. breiddargráðu og á að haldast þar næstu daga að minnsta kosti.
En nú fer smám saman að vora á norðurhveli og þá dregur úr rastavirkni. Auðvitað vilja menn kenna þessa óvenjulegu stöðu ísbráðnun síðastliðins sumars í Íshafinu. Birtist nú hver greinin á fætur annarri þar sem þessi skipan mála er rökstudd. Stefan Rahmstorf, einn þekktasti hringrásarspekingur samtímans fjallar um þetta í bloggpistli. Tengillinn er á þýðingu þýska textans á ensku. Þar má finna tengil á þýska, upprunalega textann. Í greininni er líka athyglisvert skítkast.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 215
- Sl. sólarhring: 275
- Sl. viku: 1777
- Frá upphafi: 2452883
Annað
- Innlit í dag: 203
- Innlit sl. viku: 1645
- Gestir í dag: 199
- IP-tölur í dag: 195
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Vissulega athyglisvert skítkast.... en samt afskaplega dæmigert og fyrirsjáanlegt. Auðvelt að skynja tóninn í greininni, strax frá byrjun og þegar talsmaður þýsku veðurstofunnar dirfist að efast um þessa kenningu, þá er efast um að hann hafi lesið "fræðin" og undrast því að hann yfir höfuð tjái sig um málið.
Vandræðalegt fyrir þýsku veðurstofuna, segir greinarhöfundur og klikkir svo út með að segja: "Unfortunately, it has a certain tradition that meteorologists dealing with weather, are not familiar with climate science. "
Það er s.s. óþægilega margir veðurfræðingar sem efast
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2013 kl. 03:34
Á maður að vera að efast um kenningar eins þekktasta hringrásarspekins samtímans (sem ég reyndar þekki ekki sjálfur)? Reyndar finnst mér það hljóma frekar langsótt að minni hafís í lok sumars hafi þessi miklu áhrif langt fram á vetur. Munurinn á útbreiðslu hafíss að vetrarlagi nú og fyrir nokkrum árum er hinsvegar ekki svo mikill. En hvað veit maður?
Svo er alltaf spurning hvað er orsök og hvað er afleiðing. Hlýnar sjórinn af því að ísinn minnkar eða minnkar ísinn af því sjórinn hlýnar?
Emil Hannes Valgeirsson, 30.3.2013 kl. 20:05
Nú! Má maður ekki efast ef viðkomandi er þekktur í faginu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2013 kl. 20:34
Ég veit það ekki Gunnar, enda varpaði ég þeirri spurningu fram.
Emil Hannes Valgeirsson, 30.3.2013 kl. 20:58
Sæll Trausti, ég er dyggur lesandi þinna pistla.
Ég hygg að innan veðurfræði sem annarra vísínda sé það hollt að efast að ákveðnu marki en allt er það spurning um hvar menn draga mörkin hver og einn.
Mín skoðun er sú að veðurfar hafi breyst hér á landi sem byggist á eigin vitund fyrir því hinu sama án þess að ég fari nánar út í það.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 31.3.2013 kl. 00:32
Pirringur Stefan Rahmstorf út í stétt spáveðurfræðinga er ekki alveg ástæðulaus (því miður). Betur færi þó á því að hann sleppti því að láta slíkt í ljós. Hann tekur síðan greinilega fram undir lok pistilsins að málið (ísrýrnun -> meiri austanátt á meginlöndunum) sé alls ekki afgreitt: "Still this is still not settled science - the studies are relatively new and need to be discussed intensively in the professional community and confirmed by further research, or perhaps called into question". Í þessari setningu er reyndar dulinn viðbótarpirringur - sjá menn hver hann er? En Rahmstorf er einn af þekkstustu vísindamönnum á sviði loftslagsrannsókna - prófið að gúggla hann - eða fletta upp á Wikipediu.
Trausti Jónsson, 31.3.2013 kl. 01:44
"professional community".... "óbreyttir" veðurfræðingar væntanlega ekki í þeim hópi?
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2013 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.