Ekki langt í kaldara loft (en nógu langt)

Smálægð snarast nú (á fimmtudagskvöldi 28. mars) út úr lægðardraginu sem verið hefur vestan við land undanfarna tvo daga. Lægðin fer allhratt til austurs fyrir norðan land. Aftan við hana slengist heldur kaldara loft suður yfir landið. En það gerir heldur stuttan stans því lægðardragið vestan við færist aftur í aukana og sama staða kemur upp aftur - eins og ekkert hafi gerst. Fleiri smálægðir gætu um helgina farið sömu leið og sú fyrsta.

Við lítum á þykktarkort sem gildir á föstudagskvöld 29. mars.

w-blogg290313

Jafnþykktarlínur eru heildregnar, en litafletir sýna hita í 850 hPa. Þykktin er minnst við Norðaustur-Grænland - rétt innan við 5020 metrar. Við sjáum litlu bylgjuna sem fylgir lægðinni vel. Jafnþykktarlínur eru gisnar í "hlýja geira" hennar fyrir norðaustan land, en þéttar við kuldaskilin þar vestan við og einnig yfir landinu. Það er 5260 metra línan sem gengur yfir Reykjavík en þykktin er 5180 metrar yfir Ísafirði.

En kalda loftið hörfar strax aftur og ekki annað að sjá en blíðviðrið haldi áfram. Eina sem þarf að huga að er að úrkoma - sé hún einhver - á mjög erfitt með að ákveða hvort hún á að vera regn eða snjór. Hálka getur þá skotið upp kollinum nánast hvar sem er. Afskaplega lúmsk hætta fyrir vegfarendur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 448
 • Sl. sólarhring: 604
 • Sl. viku: 2541
 • Frá upphafi: 2348408

Annað

 • Innlit í dag: 400
 • Innlit sl. viku: 2233
 • Gestir í dag: 383
 • IP-tölur í dag: 366

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband